Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Side 3

Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Side 3
SUMARDAGURINN FYRSTI ÚTGEFANDI: BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF Ritnefnd : Arngrímur Kristjánsson, Páll S. Pálsson, Valborg Sigurðardóttir 23. ár 1. sumardag 1956 STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON, félagsmálaráðherra: Gömul minning Það var aðfangadagskvöld jóla — fyrir 36 árum. Eg var í Kaupmannahöfn. Hafði snætt jólamatinn í matsölunni minni. Leiðindi gripu mig. Heimþrá. Ég rölti einn út á stórgötu borgarinnar. Stjörnubjart var, logn en nokkurt frost. — Eg gekk stefnulaust « um mannlaus strætin. — Varla sást maður á ferð — nema einstöku betlari, er liúkti á götuhorni. Þá tók ég eftir drengbnokka, 8—10 ára að aldri, er stóð við einn búðargluggann, þar sem leikföng og sælgæti glitruðu í dýrð rafljósanna. Ég varð undr- andi að sjá svo lítinn dreng einan á ferð á hátíð barnanna. — Ósjálfrátt gekk ég til hans og spurði: Hversvegna ert þú ekki, vinur, beima lijá þér í kvöld og nýtur jóladýrðarinnar eins og öll önnur börn. Hann horfði á mig spurulum augum, er fylltust tárum og svaraði: Eg á ekkert heimili. Það kom kökkur í hálsinn á mér við þetta svar. Ég gaf honum nokkra aura af ekki of digrum sjóði mínum. Sem betur fer eru slíkar myndir fáséðar á voru landi, en ætíð síðan liefur þessi umkomulitli dreng- ur verið í mínum Iiuga raunaleg mynd bins afrækta barns. Barnavinafélagið Sumargjiif befur sett sér það mark, að bæta uppeldisskilyrði barna almennt með því að koma á fót og reka dagheimili og leikskóla fyrir þau bér í böfuðstaðnum. í starfi sínu hefur lélagið mætt skilningi og trausti hjá einstaklingum og hinu opinbera. Starf þess miðar að aukinni vernd og öryggi barn- anna, dýrustu eignar þjóðarinnar, og stemmir stigu við því, að bér finnist börn, sem þurfa að svara eins og litli drengurinn í Kaupmannahöfn: „Ég á ekkert beimili“. Það er einlæg ósk mín á þessum Iiátíðisdegi barn- anna, að gæfa og gengi megi jafnan fylgja hinu göf- uga starfi Barnavinafélagsins Sumargjafar á ókomn- mn tímum. 211342 ÍSLANDS

x

Sumardagurinn fyrsti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.