Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Blaðsíða 13

Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Blaðsíða 13
SUMARDAGURINN FYRSTI 11 Fáeinar myndir Ég var beðin að senda Sumardeginum fyrsta nokkur orð, er lýsi að einhverju leyti þeim tíma, þegar ég kenndi við barnaskóla Reykjavíkur. Það var haustið 1900, að ég vár ráðin kennari við barnaskólann í Reykjavík, er nú hefur hlotið nafnið Miðbæjarskólinn. Hann var þá að flytja í ^ýja skólahúsið við Tjörnina. Hafði hann áður verið í stein- steinhúsinu við Pósthússtræti, þar sem nú er lögreglustöð- in. Þar var alls ekki svo lítið átak fyrir Reykjavíkurbæ að reisa þenna skóla. Straumurinn úr sveit og sjávar- þorpum var hafinn til höfuðstaðarins og kröfurnar um at- vinnu og aukin lífsþægindi fóru ört vaxandi Það liðu held- ur ekki nema nokkur ár, þangað til nýja skólahúsið reynd- ist of lítið. Var þá „Austurálman“ byggð. Var hún í smíð- um, er Friðrik konungur heimsótti landið, árið 1907, og þar var konungsballið haldið, um samarið. — Ég á margar ljúfar skriftartímum voru handæfingar, er við stundum nefndum konungur heimsótti landið, árið 1907, og þar var kon- ungsballið haldið, um sumarið.-Ég á margar ljúfar minningar frá þessum 14 árum, sem ég var kennari við barnaskólann. Eignaðist ég þar marga góða vini, bæði með- al kennara og nemenda. Ég átti heima á Rauðará, rétt fyrir innan bæinn, og var góð hressing á hverjum morgni þessi 15—20 mínútna gangur í skólann. Minnist ég glöggt, er skólabjallan kallaði börnin í raðir og sé þau bekk eftir bekk, ganga upp tröppurnar, inn gangana og upp stigana, sem lágu að efri hæð hússins. Ég kenndi að jafnaði yngstu börn- um skólans, einnig teikningu í efstu bekkjum hans. Börnin í yngstu deildinni voru 6—7 ára, stundum þó aðeins 5 ára gömul. Ég hafði leyfi skólastjórans, Mortens Mansen, til að semja sérstaka stundaskrá handa þeim. Gætti ég þess, að skipta þannig verkum, að engin hætta væri á því, að ofþreyta börnin. Sömu kennslugrein hafði ég sjaldan leng- ur í senn en 20—30 mínútur. Lestrinum skipti ég t. d. í tal- æfingar, hljóðæfingar og stöfun. Lét ég börnin sjálf búa sér til bókstafi og setja þá saman í orð og setningar. I Skiftatímum voru handæfingar, er við stundum nefndum „loftritun" og voru þær samtímis teikningu á skólatöfl- unni. Sumar kennslugreinarnar kölluðum við náttúrufræði og átthagafræði og inn í þær voru fléttaðar smásögur um dýr, landafræði o. fl. Biblíusögur voru sagðar og síðan endursagðar af börn- unum, vísur lærðar utanað og stundum sungnar. Það kom fyrir, að ég hafði nokkrar leikfimisæfingar inni í skóla- stofunni, er ég fann, að litli hópurinn minn hefði gott af því að rétta úr sér. Til þess að halda vakandi athygli barnanna reyndi ég oft að láta þau teikna í sambandi við sögur, er ég sagði þeim, eða til skýringar og minnis einhverju atriði,' er ég vildi að þau festu í huga sér. Sé ég enn, eftir öll þessi mörgu ár, leiftur í auga og ljóma á andlitum, er þau sýndu mér teikniblöðin sín, og ég man, að yngstu börnin sögðu stund- um: „Ég get ekki lesið enn þá, en ég kann að teikna". Og þó að krotið á blöðunum þeirra væri mér stundum óskilj- anlegt, þá birti það þó oft sérkennileik þeirra og skilning á viðfangsefninu, er þau voru að glíma við í það og það skiptið. Laufev Vilhiálmsdóttir. Bekkur Laufeyjar frá 1911

x

Sumardagurinn fyrsti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.