Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Blaðsíða 14
12
BARNADAGSBLAÐIÐ
Skotsilfur
skólabarna
Foreldrar eiga oft í erfiðleikum með að verða við ósk-
um barna sinna um ,,að gefa sér aur“, til þess að kaupa
eitthvað, sem hugurinn girnist, eða til skemmtana.
Þar sem börnin eru mörg og heimilistekjurnar af skorn-
um skammti verður kvabb blessaðra barnanna um þessi
efni næsta sársaukakennt fyrir foreldrana, sem vita varla,
hvernig mæta skuli þessum síendurteknu óskum. En ef
vel er að gáð verður Ijóst, að er þetta vandamál allra foreldra,
hvort sem þau eiga fleiri börn eða færri, og jafnvel þótt
þau hafi nokkrum fjármunum úr að miðla.
Því það, sem mestu máli skiptir, er hversu til tekst um
uppeldi barnsins á þessum sviðum sem öðrum. Barn, sem
fer til foreldra sinna og ,,slær út“ peninga, þegar því þykir
við þurfa, öðlast litla þekkingu með þeim'hætti um meðferð
fjármuna. Barnið þarf að læra að vega og meta sjálft,
hvað rétt er og hvað rangt, einnig á fjármunasviðinu og
finna til eigin ábyrgðar. Leið í þessum efnum er að greiða
barninu tiltekna peningaupphæð til eigin ráðstöfunar með
reglubundnu millibili.
Reynslan mun styðja það, að mánaðarleg greiðsla sé ár-
angursríkari en vikuleg. Ef barnið fær vasapeninga á hverj-
um laugardegi, þarf minni ráðdeild til þess að koma pen-
ingum í lóg, en ef hugsa þarf um mánuðinn allan.
I þessu sambandi er rétt að taka fram, að séu
vasapeningar greiddir mánaðarlega, er nauðsynlegt að eng-
in frávik séu gerö til undantekningar.
Hér skal til gamans og til nokkurs fróðleiks skýrt frá
einu dæmi, sem ritstjórninni er kunnugt um, um aðferð
foreldra, sem eiga 4 börn á barnaskólaaldri. Síðasta laug-
ardag hvers mánaðar fær hvert barn greiddar 2 krónur
fyrir hvert aldursár, þannig að 7 ára barnið fær greiddar
14 krónur, 10 ára barnið 20 krónur o. s. frv.
Svo hefur við brugðið, eftir að þessi háttur var upp tek-
inn, að börnin biðja föður sinn aldrei urn vasapeninga.
Þau skrifa nafn sitt til viðurkenningar á móttöku pening-
anna og síðan taka þau við þeim og ráðstafa þeim að eigin
vild, stundum til gjafa, stundum til skemmtana, en einnig
eru nokkrar krónur teknar frá til þess að leggja í spari-
sjóðsbókina í bankanum. Að vísu fer ekki stór fjárhæð á
hvern stað, en fyrirkomulagið er þess eðlis, að börnin kom-
ast ekki hjá því að velta því fyrir sér á eigin spýtur, hvernig
peningunum verði bezt varið.
Sumargjöf barnanna
Á öÖrum stað hér í bla'ðinu er aö nokkru rakin saga bygg-
ingarmáls hinnar nýju Suöurborgar. Þar kemur fram, aö
allt er til reiöu aö hefja byg.gingu hdns nýja heimilis, sem
ætlaÖ er aö koma í staö Tjarnarborgar. Fjárfestingarleyfið
eitt er enn ófengiö. Forráöamenn Sumargjafar gera sér þó
von um, aö þaö fáist þegar á þessu 'vori. — Ef til viU fá litlu
börnin þaö í sumargjöf.
Á sumardagiiin fyrsta 1955 efndi Sumargjöf til sérkenni-
legrar sýningar í Listamannaskálanum, en þar var sýnd
vinna smábarna frá dagheimilum og leikskólum, og leiktæki
barna á heimilum félagsins. Sýning þessi var mjög fjöl-
sótt af foreldrum og öðrum er láta sig skipta málefni smá-
barna. — Ljósmyndin er frá sýningunni og sjást þar börn
að starfi í leikskóla.
FRÁ KOUNGSKOMUNNI: Friðrik IX. konungur Danmerkur, Ingrid
drottning, forseti íslands hr. Ásgeir Ásgeirsson og forsetafrú Dóra
Þórhallsdóttir, aka ásamt fylgdarliði heim að ráðherrabústaðnum í
Tjarnargötu kl. 3, þriðjudaginn 10. apríl. — Börnin standa í röð á
gangstéttirmi og fagna þjóðhöfðingjunum. — Hlutur barnanna þótti
skemmtilegur og var öllum til ánægju og þeim til sæmdar.
Laufey Vilhjálmsdóttir:
Öndvegissúlur
Þetta er lítil snotur bók, saga hinnar fyrstu fjölskyldu,
er byggði landið. Bókin er prýdd fjölda mynda og teikn-
inga af búsáhöldum og húsmunum. Forsíðumyndina og teikn-
ingarnar hefur höfundur sjálfur gert. — Ágóða af sölu
bókarinnar hefur frú Laufey ráðstafað til kvennaheimilis-
ins „Hallveigarstaðir".