Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Blaðsíða 5

Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Blaðsíða 5
SUMARDAGURINN FYRSTI 3 Eins og frá var skýrt um síðastliðin sumarmál, bæði í „Barnadeginum“ og dagblöðum bæjarins voru þá fullgerðir samningar milli bæjarstjórnar Reykjavíkur og stjórnar Sumargjafar um að Reykja- víkurbær keypti hús og lóð félagsins við Tjarnargötu 38 (Tjarnarborg), en fyrir andvirði þess yrði byggt nýtt dagheimili við Fjallhaga. Þetta nýja heimili, er kemur til með að rúma lítið eitt fleiri börn, en nú hafa aðsetur í Tjarnarborg, verður mjög vel staðsett. Á þessum slóðum hafa nú risið mörg fjölbýlishús, en einmitt í þeim húsum og enda öllu liinu nýja bæjarhverfi, er mesta mergð smábarna. Þörfin er brýn fyrir nýtt heimili í þessum bæjarhluta, enda bíða íbúarnir með óþreyju eftir að hið nýja heimili rísi af grunni. Allar teikningar eru þegar fullgerðar og staðurinn endanlega samþykktur, eins og áður segir. Enn hefur þó ekki verið liafist handa við bygginguna, þar sem fjárfestingarleyfi er enn ófengið. Félagsmálaráðherra hefur nú nýlega mælt með því að fjárfestingarleyfi verði veitt nú þegar, og er vonandi ekki langt að bíða þess að svo verði gert. Teikningar eru gerðar á teiknistofu þeirra Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar. „Sumardagurinn fyrsti“ birtir nú myndir af suður- og norðurhlið hinnar nýju fyrirhuguðu bygginga, samkvæmt útlitsteikningum þeirra félaga. Þrjár dagheimiliseiningar eru í húsinu, og eru þær einangraðar hver frá annari með sér inngangi, forstofuherbergi og fata- og hreinlætisherbergjum. — Hver daglieimiliseining tekur 20 börn og tekur því hin nýja Suðurborg 60 dagheimilisbörn. Þá er rúm fyrir 40 börn í tvísettum leikskóla og er honum ætlað húsrými í nyðri hluta hússins. Leik- vangurinn liggur í skjóli vinkilsins móti suð-vestri.

x

Sumardagurinn fyrsti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.