Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Qupperneq 7

Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Qupperneq 7
SUMARDAGURINN FYRSTI 5 Úr skólastofunni. hjálp í viðlögum, átthagafræði, næringarefnafræði, félags- fræði, íslenzka, bókfærsla, söngur, guitarleikur og „rythmik" (leikfimi eftir hljóðfæraslætti) og margvísleg handavinna (svo sem teikning, föndur, smíðar, barnafata- og leikfanga- saumur o. fl.). Auk þess þurfa nemendur að kunna og læra mikið af sögum, kvæðum, lögum og leikjum. Eins og yfirlitið ber með sér, er lögð mikil áherzla á ýmiss konar handavinnu í Uppeldisskólanum. Fóstran þarf að hafa margvísleg verkefni á takteinum handa börnum. Er þá vandinn að sníða þau við hæfi hvers aldursflokks, svo að þau verði börnum ekki ofraun né leiðin- leg. Segja má, að iðjuleysið sé rót alls ills — eða upphaf óþekktarinnar. Hamingja barna og andlegt jafnvægi veltur mjög á því, að þau hafi næg verkefni við sitt hæfi. Fóstran þarf að vera hugkvæm á verkefni og leiki fyrir börn og nösk að sjá, hvað hentar. Námið í skólanum á að búa hana undir þetta meðal annars. Að námi loknu á hver fóstra að eiga í fórum sínum dýr- mætan sjóð af skemmtilegum verkefnum handa börnum, gnótt söngva og leikja, ótal sögur og ævintýr og margs konar fróðleik um lífið og tilveruna, sem hún síðar getur miðlað barnahópnum sínum hvenær sem er og hvar sem er. Þar sem börn geta leikið sér og starfað af heilum hug, Úr föndurdeild skólans. og gleymt sér við sögur og söng — þar ríkir friður og gleði. Það er að miklu leyti á valdi fóstrunnar að búa skjól- stæðingum sínum þessa aðstöðu, en í því efni veltur mikið á hæfileikum hennar og kunnáttu. Það var mikið átak hjá barnavinafélaginu Sumargjöf, er það beitti sér fyrir stofnun Uppeldisskólans fyrir 10 árum, og sýnir það stórhug og fyrirhyggju. Forráðamenn félags- ins skiidu það vel, að ekki stoðar að koma upp barnaheim- ilum nema völ sé á sérmenntuðu starfsliði. Reynsla manna hvarvetna um lönd sýnir, að barnaheimili geta ekki verið sá uppeldislegi vermireitur, sem þeim er ætlað að vera, ef ekki er vandað til vals á starfsfólki og rækt lögð við undir- búningsmenntun þess undir uppeldishlutverk sitt. Forráða- mönnum Uppeldisskólans er ánægja að því, að skóiinn hef- ur lagt nokkuð af mörkum til þess að búa stúlkur undir hin mikilvægu uppeldisstörf á barnaheimilum. Þeir fagna því og, að skólinn hefur hlotið almenna viðurkenningu hjá almenningi og stjórnvöldum. Skólinn leggur á bratta ann- ars áratugsins í þeirri von, að honum megi auðnast að eiga sinn hlut í „að styðja og bjarga hinu smæsta, manngullið nema, móta, skýra“, svo sem Steingrímur heitinn Arason kvað. DÁLÍTIL FERÐASAGA Svo bar við einn sunnudagsmorgun, í janúarmánuði síð- astliðnum, að leið mín lá suður með sjó. Ég var einn í bif- reiðinni, og umferðin var óvenju lítil á veginum. Er ég kom suður að Silfurtúni (iðnaðarhverfi í Garða- hreppi) sá ég hvar stóð drenghnokki á vegbrúninni og veif- aði hann til mín og bað mig að taka sig upp í bílinn. Ég taldi það ekki ofverkið mitt og nam staðar og bauð drengnum að fá sér sæti. Pilturinn var 12 ára, myndar drengur og skýr í svörum. Hann bað um far til Hafnarfjarðar. Við ræddumst töluvert við meðan tími vannst til, en innan örfárra mínútna vorum við komnir niður í Strandgötuna í Hafnarfirði. Af ásettu ráði spurði ég drenginn ekki hvar hann vildi fara úr bílnum, en ók eins og leið lá. Allt í einu hrópar piltur úr aftursætinu: „Stopp!“ „Jæja góði, ætlar þú úr hér“, spurði ég. „Ég er nú reynd- ar ekki strætisvagnabílstjóri, enda væri nú jafnvel hægt að gera þeim aðvart með öðrum hætti“. Drengurinn var greindur og skildi sneiðina og svaraði hógværlega: „Það er nú reyndar alveg satt“. Svo þakkaði hann fyrir greiðann, kvaddi og fór. Er ég kom suður að Kálfatjörn stóðu tveir drengir á vegbrúninni, veifuðu og hrópuðu af öllum kröftum og báðu um far. Ég nam staðar og bauð drengjunum upp í bílinn. Þeir settust hróðugir í aftursætið, og tók ég þá nú tali. Þeir voru að koma úr sunnudagaskóla og sögðust eiga heima suður í Vogum, og voru 9 og 10 ára. Af ásettu ráði spurði ég ekki nánar hvar í Vogum þeir ættu heima en ók áfram eins og leið lá. Allt í einu hrópa báðir drengirnir í aftursætinu: „Stopp!“ Ég hægði ferðina og sagði: „Jæja, drengir mínir, er það

x

Sumardagurinn fyrsti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.