Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Síða 8

Sumardagurinn fyrsti - 19.04.1956, Síða 8
6 SUMARDAGURINN FYRSTI „Það verður hverjum list, sem hann leihur U Það er ekki einu sinni æskilegt, heldur bráðnauðsynlegt fyrir hvern og einn, að temja sér í tæka tíð sjálfsögðustu athafnir, er varða persónulegt og félagslegt hreinlæti, svo að þær verði að áunnum, góðum siðvenjum í dagfari manna almennt. Það er alkunnugt, hversu snyrtimennska og hófleg um- gengni er mönnum misjafnlega í blóð borin. Því verr sem menn eru staddir í þessu efni, því meiri þörf er á aðgát í tæka tíð. Hér er mikill óplægður akur fyrir uppalendur og væri það ekki ófyrirsynju að staldra við og gera sér grein fyrir hvort ekki er hægt að vinna hagkvæmara og markvissara að þessu viðfangsefni, en láta ekki svo mjög skeika að sköp- uðu, eins og nú er gert. Eitt hið fyrsta, sem foreldrar þurfa að gera sér grein fyrir,' er það, að koma til móts við barnið á réttum tíma og glæða athafnaþrá þess, miðað við getu þess og þroska og leyfa því að inna af hendi auðveldustu hluti. Gleðitilfinning barnsins er einlæg og sönn, er það hefur í fyrsta skipti á ævinni sigrast á því að klæða sig sóma- samlega í háleistinn eða getur hneppt hnappi sjálft. Það getur haft meira að segja en okkur grunar, að barnið sé þá látið njóta viðurkenningar og verði þess vart að glaðst sé yfir unnum sigri þess. Þá er einnig ekki lítið í húfi, að ekki sé ætlast til of mikils of barninu er það má sín'enn lítils. Þess vegna mun affarasælast, að taka fyrir fá, auðveld atriði fyrst í stað og bæta svo smátt og smátt við auðveldum viðfangsefnum, svo að athafnaþrá þess verði jafnan fullnægt. Ef vel er að gáð, eru það ekki ýkja margir hlutir, sem kenna þarf barni að leysa vel af hendi, til þess að það sleppi við daglegt jag og snuprur frá hendi móðurinnar. 1. Að barnið læri að klæða sig og komist upp á að ganga vel frá fötum sínum, er það háttar að kvöldi. 2. Að barnið venjist á að ganga ekki um íbúðina á úti- skóm, og læri að hirða skó sína sjálft, er það hefur aldur til þess. 3. Að barnið læri að opna og loka hurðum, án þess að skella þeim eða henda þeim upp á gátt, 4. Að það venjist á að hengja yfirhöfn sína upp á snaga. (Þá verður líka að sjá til þess að barnafatahengi sé í anddyri í hæfilegri hæð). 5. Að barnið komist upp á að þvo sér vel um hendur og þá hérna, sem þið eigið heima. — Ég er nú reyndar eng- inn stærtisvagnabílstjóri, og það hefði jafnvel mátt að- vara þá um að nema staðar með kurteisari hætti en þetta“. Ég opnaði nú bílinn og hleypti piltunum út. Þeir kvöddu kurteislega, en þökkuðu þó ekki fyrir greiðann. Sagan er reyndar hvorki lengri né merkilegri en þetta, en hún staðfestir þó, það sem er á vitund okkar allra, að böm nú á tímum telja skilyrðislaust, að allir hlutir, sem eru þeim í hag, séu alveg sjálfsagðir, og að varla er nægj- anleg alúð lögð við það, að kenna þeim að koma fram við ókunnuga, og að þakka fyrir sig, ef svo ber undir. A. K. andlit, greiða hár sitt og bursta tennur sínar strax og geta þess leyfir. 6. Að börn venjist þegar í stað á að sýna leikföngum sínum umhirðu, en skilji þau ekki eftir út um allt, innanhúss eða utan, er þau hætta að leika sér. 7. Að börn venjist á að ganga vel og snyrtilega um hreinlætisherbergi. 8. Að börn séu vanin á að hátta á ákveðnum tíma, og sé sá tími miðaður við aldur þeirra og svefnþörf. Eins og áður segir eru þessi atriði ekki mörg og eng- um ofviða. Hér þarf aðeins að gera sér grein fyrir því, að ef þau lærast ekki þegar á unga aldri, lærast þau aldrei. En ef hins vegar vel tekst til í þessu efni á réttu aldurs- skeiði, ávinnst siðvenja, sem hver og einn ástundar óþving- að og eðlilega. — Því „það ungur nemur, gamall tekur“. Ef menn tileinka sér í uppvexti, og síðan í öllu dagfari, þessar sjálfsögðu siðvenjur mundu þær hafa bætandi áhrif á sam- búð manna og heilbrigt líferni. Að loknum þessum hugleiðingum varpa ég fram upp- ástungu um, hvort ekki væri þess vert að fóstrur á dag- heimilum eða smábarnakennarar reyndu í samráði við for- eldra að láta börnin færa sjálf vikulegar athuganir um verk sín. Eyðublað til slíkra hlut gæti t. d. litið út eitthvað í þessa átt: U B bc a 3 ö c a ui u a bX) a 'a a c 'Cð U 2 bjo cð "Ö a 3 bO oS 'a S E 1. Þvoði mér sjálf(ur) og greiddi 1 1 2. Burstaði tennur mínar I 3. Gekk vel frá fötum mínum — 4. Fór óbeðin í inniskó 5. Tók til leikföng mín I 6. Óhreinkaði ekki dúkinn 7. Þakkaði fyrir matinn 8. Skellti ekki hurð 1 9. Var stundvís 10. Háttaði fyrir kl. 8,30 1 1 1 Börnin séu sjálf látin setja merki í reitina, þar sem ekkert er ábótavant, en ávallt verður að gera það undir eftirliti móður eða föður og ef barnið er í smábarnaskóla eða dagheimilí á það að fá að sýna fóstrunni eða kennar- anum sínum hvernig gengur. — Ef stjörnu eða kross vantai' í einhvern eða einhverja reiti (t. d. reit, er sýnir hvort sletta hafi komið í dúkinn), má að sjálfsögðu ekki fjarg- viðrast út af því, en láta barnið um það, hvort allir reit- irnir séu ekki með stjörnu eða krossi næsta dag. Apríl 1956. Amgrímur Kristjánsson.

x

Sumardagurinn fyrsti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.