Kirkjublaðið - 22.05.1944, Blaðsíða 1
U árg. Mánudaginn 22. maí 1944. 10. tbl.
Séra Sveinn Víkingur:
S r
Fáskrúðar-
bakkakirkfa
Að Fáskrúðarbakka á Snæfells-
nesi er steinkirkja, vegleg og snotur,
eins og myndin sýnir.
Kirkju þessa reisti Miklaholts-
söfnuður á árunum 1934—35, en
jafnframt var hin forna Miklaholts-
kirkja lögð niður, með því að betur
þótti fara á og hentugra, að sóknar-
kirkjan væri á Fáskrúðarbakka.
Söfnuðurinn sýndi mikinn áhuga
og rausn og lagði á sig miklar f jár-
hagslegar fórnir við byggingu þessa
myndarlega húss, og hefir auk þess
haldið kirkju sinni mjög vel við.
Af gripum kirkjunnar má meðal
annars nefna altaristöflu, málaða af
Brynjólfi Þórðarsyni, í fagurri um-
gjörð, og enn fremur aðra altaris-
töflu gamla, málaða á tré árið 1728.
Þá er í kirkjunni skínarfontur, hag-
lega gerður af Ríkharði Jónssyni,
og táknmynd skírnarinnar á fram-
hlið hans, sérkennileg og fögur. Enn
má nefna ljósahjálm úr kopar frá
árinu 1725, vínkönnu forna úr leir,
og loks kaleik, patínu og oblátuöskj-
ur, allt úr silfri gert. Á altarinu eru
tveir stjakar miklir úr kopar, hvor
með 5 kertum.
Fleiri góða gripi á kirkja þessi,
þótt eigi verði hér taldir. Þar er
vandað hljóðfæri og dregill ofinn
eftir endilöngu kirkjugólfinu. Má
segja, að kirkjan sé hið vistlegasta
og vandaðasta hús, bæði innan og
utan, og söfnuðinum til sóma.
Þrátt fyrir það, að kirkja þessi er
aðeins 9 ára gömul og bygging
hennar kostaði allmikið fé, hvíla nú
mjög litlar skuldir á henni Bygging-
arskuld hennar við almennan
kirkjusjóð var um síðustu áramót
að eins kr. 2000,00’.
Hrunaprestakall.
Umsóknarfrestur um Hruna-
prestakall í Árnesprófastsdæmi var
útrunninn þann 15. þ. m. Tveir um-
sækjendur eru um prestakallið:
Sveinbjörn Sveinbjörnsson cand.
theol. og séra Valgeir Helgason,
prestur að Ásum í Skaftártungu.
Lífsbaráttan — baráttan um
brauð og fisk, baráttan fyrir lífs-
nauðsynjum og lífsgæðum, hún er
allt af ný, en þó æfagömul. Hún
hefir fylgt mannkyninu frá upphafi
vega, og hver einasta kynslóð hefir
orðið að taka upp þá baráttu og
halda henni við í einhverri mynd.
Því að baráttan um brauð og fisk,
það er baráttan fyrir tilveru okkar
og lífi hér á jörð.
Þessi barátta er og hefir verið tví-
þætt; annars vegar baráttan við
náttúruna sjálfa, starfið, framleiðsl-
an, vinnan að.því að afla lífsnauð-
synjanna úr skauti jarðar eða sækja
þær í hafið og gera þær hæfar til
notkunar, og svo hins vegar skifting
brauðsins, skifting hinna margvís-
legu lífsgæða milli mannanna
sjálfra. Og þó að baráttan við nátt-
úruna til að vinna lífsnauðsynjarnar
úr skauti hennar hafi löngum verið
erfið og hörð, þá hefir þó hin bar-
áttan, barátta mannanna innbyrðis
hvers við annan, baráttan um skipt-
ingu hinna öfluðu verðmæta, verið
enn þá harðari og illvígari, þótt ein-
kennilegt og ótrúlegt kunni að virð-
ast í fljótu bragði.
Þegar könnuð eru blóði drifin
spjöld sögunnar, þá sjáum við, að
dýpsta rót að hinum hryllilegu
styrjöldum þjóðanna fyr og síðar
snertir fyrst og fremst skiptingu
lífsgæðanna, þar sem ein þjóðin vill
hrifsa þau undir sig með ofbeldi á
kostnað annarrar.
Um eitt skeið héldu menn, að öfl-
un lífsnauðsynjanna mundi verða
mannkyninu ofurefli. Menn horfðu
með skelfingu og kvíða á hina öru
fjölgun mannfólksins á jörðunni og
óttuðust, að sá tími mundi renna
upp, að jörðin gæti ekki iengur fætt
og klætt börnin sín, og að framtíð
mannkynsins mundi enda á ægilegu
hallæri og skorti og hungurdauða
miljónanna.
Mannvitið og vísindaleg tækni og
framfarir eru nú að kveða niður
þann ótta. Allt virðist nú benda á,
að hægt sé að auka framleiðsluna
eftir þörfum hins vaxandi mann-
fjölda um ófyrirsjáanlega framtíð.
Fólksfjölgunin og skortur lífs-
nauðsynjanna af þeim orsökum virð-
ist því ekki þurfa að vera mönnum
verulegt áhyggjuefni eins og nú
horfir. Áhyggjuefnið stærsta liggur
í öðru. Það liggur í baráttunni inn-
byrðis um lífsnauðsynjarnar og lífs-
þægindin, liggur í skiptingu lífsgæð-
anna, svo að allir verði mettir og
ánægðir.
Þegar við veltum fyrir okkur þessu
mikla vandamáli, um skiptingu lífs-
gæðanna, sem veröldinni virðist ekki
sízt nú vera fullkomið ofurefli að
leysa, þá er eðlilegt að fyrsta spurn-
ingin, sem vaknar í huganum, sé
þessi: Þurfijm við nokkra skipt-
ingu? Er ekki eðlilegast og bezt, að
hver haldi því, sem hann aflar, —
njóti sjálfur ávaxtanna af starfi
sínu og striti, hvort sem þeir ávext-
ir eru miklir eða litlir?
Nei; vandinn verður því miður
ekki leystur á svo auðveldan hátt.
Meðal annars vegna þess, að við
getum ekki viðurkennt, að rétturinn
til þess að lifa sé eingöngu bundinn
við möguleikana og getuna til þess
að starfa. Við getum ekki viður-
kennt, að sá, sem vegna æsku, elli
eða sjúkdóma ekki er fær um að
afla sér sjálfur lífsnauðsynjanna,
missi- fyrir það réttinn til þess að
lifa, og eigi því að deyja drottni sín-
um bjargarvana.
Af viðurkenningunni á helgi lífs-
réttarins leiðir það óhjákvæmilega,
að það verður að taka einhvern
hluta af því, sem hinir heilbrigðu og
hraustu afla sér með starfi sínu og
striti, taka það til þess að skipta
því meðal hinna óstarfhæfu til að
tryggja lífsrétt þeirra, taka það til
að miðla þeim, sem þurfandi eru.
Auk þessa krefst svo hvert menn-
ingarþjóðfélag stærri eða minni
hluta af því, sem við öflum, til sam-
eiginlegra menningar- og hags-
munamála þegnanna. Einhvers kon-
ar skipting virðist því vera alveg ó-
hjákvæmileg.
En þá vaknar ný spurning. Hver
á að skipta? Er það hnefarétturinn,
afl þess sterkasta og gráðugasta?
Nei, segja sjálfsagt flestir. Og þó er
það hnefarétturinn, sem iðulega
ræður þessum skiptum og er jafn-
vel svo að segja alveg einráður um
þau enn þann dag í dag, þegar heilar
þjóðir eiga í hlut.
Hnefaréttinum hættir jafnan til
að skipta gæðunum líkt og Ijónið í
dæmisögunni skipti bráðinni eða ap-
inn ostinum. Hann vill jafnan sjálf-
ur hafa stærstan hlutann. Hann er
sjaldan líklegur til að miðla fyrst og
fremst þeim, sem þurfandi er. En
það er fyrsta takmark skiptingar
lífsgæðanna að tryggja smælingjan-
um réttinn til þess að lifa.
En hver á þá að skipta?
Réttlætið á að skipta, segja marg-
ir, og þeir hafa óneitanlega mikið til
síns máls. Ýmsir halda, að með
nýrri löggjafarstarfsemi og breyttu
þjóðskipulagi megi knýja fram rétt-
láta skiptingu lífsgæðanna meðal
allra barna jarðarinnar. En hvað er
réttlæti? Er það ekki hlutur, sem
menn verða seint sammála um? Er
það ekki orð, sem menn hafa sífellt
verið að teygja á milli sín eins og
hrátt skinn og reynt að toga það
sjálfum sér í vil? Það, sem einum
sýnist réttlæti, virðist öðrum vera
hinn hróplegasti óréttur. Og hvemig
á þá réttlætið að geta skipt með
mönnum lífsgæðum, meðan þeir
sjálfir vita ekki, hvað réttlætið er?
Skynsamleg löggjöf getur að vísu
orðið mikilsverð hjálp í þessu mikla
vandamáli; hún getur áreiðanlega
að einhverju leyti hindrað handa-
hófs-skiptingu hnefaréttarins á lífs-
gæðunum. En á meðan mennirnir
sjálfir eiga ekki almennt réttlætið í
sjálfum sér og virða það og elska
það sem heilagan hlut, þá efast ég
um, að nokkur löggjöf eða nokkurt
ytra skipulag sé þess eitt megnugt
að skipta gæðum lífsins á meðal
mannanna þannig, að allir verði
ánægðir og mettir.
En hver á þá að skipta gæðum
líf sins ?
Kristindómurinn svarar: Það er
kærleikurinn. Kærleikurinn á að
skipta. Kærleikurinn einn er þess
megnugur að skipta gæðum lífsins
þannig, að allir verði mettir og eng-
inn verði útundan. Það er kærleikur-
inn, fórnarlundin, Krists-hugarfar-
ið, sem verður að ráða skiptingu
lífsgæðanna og setja svip sinn á
hana, ef vel á að fara. Það vill oft
verði lítið úr þeim gjöfum, sem
hnefarétturinn á að skammta smæl-
ingjunum. Og jafnvel í höndum rétt-
lætisins vill skerfurinn oft rýrna
furðu mikið 1 meðförunum, svo ekki
kemur nema nokkur hluti til skipt-
anna. En í höndum kærleikans er
sem hver hlutur vaxi, og hver skerf-
ur verði dýrmætari og stærri, þegar
hann er réttur öðrum af sannri vel-
vild og hlýjum hug. Mörg fátækleg
gjöf hefir orðið blessunarrík og dýr-
mæt af því, að henni fylgdi hvorki
auðmýking yfirlætishrokans né
kuldi réttlætisins, heldur hlýhugur
hins sanna kærleika. Ég veit eng-
an, sem er hæfari til að skipta gæð-
um lífsins á meðal mannanna þann-
ig, að þau verði öllum til blessunar;
ég veit engan hæfari en kærleikann.
Meira ljós og hlýja í sambúð
mannanna, dýpri og fullkomnari
gagnkvæmur skilningur allra hvers
á annars kjörum, aukin samúð milli
hinna mismunandi stétta, vaxandi
A V A lí P
írá biskupi
Jaínfmramt því, sem ég flyt les-
endum Kirkjublaðsins beztu kveðjur
mínar og blessunaróskir, er mér við
hejmkomu mína frá Vesturheimi
mjög Ijúft að flytja prestum og
söfnuðum landsins innilegar vina-
kveðjur frá söfnuðum Islendinga í
Vesturheimi. Mér hefir verið mjög
mikil ánægja að kynnast íslenzku
söfnuðunum fyrir vestan og kirkju-
Iífi Vestur-íslendinga yfirleitt. Allt,
sem gerist í þjóðlífi þeirra, sem ein-
hvers er um vert, er í raun og veru
nátengt kirkjunni. Eg fagna því að
hafa kynnzt ást Vestur-íslendinga á
kirkjunni og áhuga þeirra fyrir mál-
um hennar og síðast en ekki sízt,
fúsleika þeirra til að vinna fyrir
hana með prestum sínum.
Eg eignaðist marga vini vestan-
hafs meðal íslendinga þar. Mér er
óhætt að fullyrða, að kirkja íslands
og þér eigið alla þessa vini ásamt
mér. Blessunaróskir þeirra og bænir
fylgja íslenzku þjóðinni. Vestur-ís-
lendingurinn á enga ósk heitari en
að henni vegni vel.
Framvegis mun Kirkjublaðið
flytja eitthvað frá ferðum mínum
og íslendingum í Vesturheimi, sem
tóku mér sem fulltrúa íslands og ís-
lenzku kirkjunna/ svo vel, að mér
mun aldrei úr minni líða. Það er ósk
mín og bæn, að vináttuböndin milli
vor og þeirra megi styrkjast og
treystast, og að vér megum finna, að
það er ekkert sem skilur oss, nema
öldur hins mikla úthafs.
Vernd og blessun Drottins sé yfir
öllum íslendingum beggja vegna
hafsins.
Sigurgeir Sigurðsson.
trú á lífið sjálft og á mátt hins
starfandi kærleika. Það er þetta
fyrst og fremst, sem við þurfum að
öðlast til þess að geta höndlað ham-
ingjuna á jörð. Og það er að þessu,
sem kirkja Krists vill stuðla; annars
vinnur hún ekki í anda þess drott-
ins, sem hún kennir sig við. Það er
ekki með því að berjast um brauðið
og hrifsa það hver frá öðrum, eins
og villidýr, að allir verða mettir,
heldur með hinu, að láta kærleikann
skipta. Þá, en ekki fyrr, verða gjafir
og gæði lífsins öllum til blessunar.