Kirkjublaðið - 22.05.1944, Side 3
KIBK JUBLAÐIÐ
EINAR JÓNSSON
myndhöggvaxi
70 ára
Musteri listarinnar er heilagur
staður. Þar er heilög jörð.
Þegar eg hinn 11. þ. m., á 70
ára afmælisdegi Einars Jónssonar,
gekk inn í listasafn hans, komu mér
hvað eftir annað í hug hin forn-
frægu og sígildu orð: „Drag skó
þína af fótum þér ....“
Þjóðin er samhuga um að heiðra
þennan listamann sinn. Hann hefir
með list sinni náð til hjartna ungra
og gamalla. Eg hefi aldrei séð eins
hugfanginn aðdáanda eins og lítinn
dreng, sem eitt sinn stóð fyrir fram-
an listaverk, sem Einar Jónsson
hafði gert.
Einar hefir jafnan horft í hæð-
ir, þangað sem öll sönn list stefnir.
Hann sér vel. Hann er skyggn á feg-
urð tilverunnar og tign hennar og á
auðmýkt tilbiðjandans, sem er fús
að krjúpa við fótskör Guðs. Lista-
verk hans sýna það bezt.
ísland á þessum syni sínum mikið
að þakka. Ef kynna á nútíma Island
erlendum þjóðum, er ekki unnt að
komast hjá því að tala um það, sem
hendur og hugur Einars mynd-
höggvara hafa unnið — listaverkin,
sem íslenzka þjóðin hefir sett í kór
í musteri lista sinna og mun dást að
á ókomnum öldum.
í Hnitbjörgum í Reykjavík býr
Einar Jónsson ásamt konu sinni,
sem hefir verið honum frábær vinur.
Þar eru listaverk hans. Þangað er
gott að koma. Þar sérðu leiftur and-
ans. Listin á þar auðmjúkan þjón.
Sigurgeir Sigurðsson.
Úr bœ og byggð
Asgeir Ásgeirsson, bankastjóri,
jjtti 50 ára afmæli 13. þ. m.
Ásgeir er fyrir löngu þjóðkunnur
maður og hefir gegnt æðstu trúnað-
arstörfum þjóðfélagsins, sem kunn-
ugt er. Hann er guðfræðikandídat að
menntun og hefir ávallt lesið mikið
og er vel kunnugur í heimi bók-
mennta og lærður vel. Hann er
glæsilegur maður í allri framgöngu,
gáfaður og góðviljaður.
Hann er kvæntur frú Dóru Þór-
hallsdóttur, hins ástsæla biskups,
hinni ágætustu konu.
Ársþing.
Ársþing Sambands íslenzkra
berklasjúklinga var nýlega háð í
Reykjavík, og þar samþykkt að
hefjast handa nú í sumar um bygg-
ingu vinnuheimilis að Reykjum. Er
í ráði að reist verði nokkur tiltölu-
lega smá hús nú, en aðalbyggingu
verði frestað um sinn. Stöðugt ber-
ast sambandinu rausnarlegar gjafir
til hælisins, þar á meðal á fundinum
sjálfum kr. 10 000 frá Jóhanni Jós-
efssyni alþingismanni, og kr. 10 000
frá eigendum verzlunarinnar Brynju
í Reykjavík.
Til dvalarheimilis sjómanna
hafa börn og tengdaböm Bjöms
Helgasonar skipstjóra í Hafnarfirði
gefið kr. 10 000 til minningar um 70
ára afmæli hans þann 15. þ. m.
I 7. tölublaði
KJARNINN
eftir Einar Jónsson.
Hið andlega líf mannsins, sem geislum stafar frá. Listamaðurinn lætur
hann vera hjúpaðan efni, er kemur fram sem klettamyndan.
hefir fallið eitt orð úr greininni:
Brot úr gömlu ljóðabréfi. Þar stend-
ur: Tvær annexíur fylgdu þá Glæsi-
bæjarkalli, Lögmannshlíð og á Sval-
barðsströnd; átti auðvitað að vera:
og Svalbarð á Svalbarðsströnd.
Þá á og síðasta línan í kvæðinu
Greinarmerkin að vera þannig:
„hve ljúft verður punkt þá að end-
ingu að setja.“
ar, saurlífisfólk og svarthols-
matur, og fjöldinn allur af ber-
serkjunum og drykkjuræflunum,
sem ég hafði verið að reyna að
kristna, voru eins inn við bein-
ið og þeir höfðu áður verið.
Ég varð að viðurkenna að mér
höfðu orðið á alvarleg mistök i
starfsaðferð minni í þjónustu
fagnaðarerindis Guðs míns.
Hefði ég kostað meir kapps
um að boða börnunum í skugga-
liverfunum fagnaðarerindi frels-
arans, hefði mér sannarlega tek-
izt að leiða fleiri þeirra til
Krists, og ég betur getað lið-
•sinnt harmkvælafólkinu í hverf-
inu. En ég var allt of óþolin-
móður að bíða 10 eða 15 ár, á
meðan börnin voru að vaxa. Ég
lét reynslu rnínu í skuggahverf-
unum mér að kenningu verða,
og nú legg ég meiri orku í að
starfa meðal barnanna en að
snúa gömlum syndaselum. En ég
bið yður vinsamlega að skilja
þetta ekki þannig, að ég hafi
hætt að boða þorpurum og þjóf-
um fagnaðarerindið, en ég
minni yður á að Jesús hefir
sjálfur sagt: „Nema að maður-
inn verði eins og barn, getur
hann ekki fengið inngöngu í
Guðs ríki.“ Guð hefir á undur-
samlegan hátt gróðursett leynd-
ardómsfullan hæfileika í barns-
hjartað, sem gæðir það krafti
tii að erfa Guðs ríki. Og þetta
kemur ekki hvað sízt í ljós í
skuggahverfunum í stórborgum
heimsins. Og um þetta vitna
reynslusannanir,. skýrslurnar,
sem starfsmennirnir í þessum ó-
þrifabælum birta hvaðanæfa úr
veröldinni. Það er nauðsynlegt
að snúa siðleysingjum og
drykkjumönnum í spillingar-
hverfunum til afturhvarfs, en
ætli menn sér að endurskapa
þessa staði, verða menn að byrja
á börnunum. Það er dásamlegt
að kynnast því, að þegar börnin
í skuggahverfunum bæta ráð
sitt, leiða þau mæður sínar til
Krists, og þessu næst fylgja
börnin og mæðurnar feðrunum
til Krists. Þetta er hvergi aug-
ljósara en í íhaldssömustu
Búddatrúar-héruðunum í Japan.
Það er ekki auðvelt að fá
sveitafólkið í Japan, með vakn-
ingarstarfsemi, til að snúa baki
við feðratrú sinni, sem það hefir
iðkað í meir en 1300 ár. En þeg-
ar börnin hafa tekið sinnaskipt-
um, fylgja mæðurnar þeim eftir,
og feðurnir koma svo oftlega á
eftir mæðrunum og taka kristna
trú.
Það er algengt í hverfum
þessurn, að glæpamannabörn, sem
fá 'fræðslu í kristilegum barna-
kennsluflokkum, taka upp á þvi
að lesa borðbæn heima hjá sér.
Á þennan hátt verða rnæðurn-
ar fyrst og fremst fyrir trúar-
legum áhrifum, og smátt og
smátt ná þessi áhrif til feðr-
anna. Þegar manneskjur eldast,
forherðast hjörtun, og þess
vegna verða svo margir óbetr-
aðir. En börnin eru einlæg og
hleypidómalaus gagnvart krist-
indómnum og skilningsgleggri á
verðmæti hans og blessun. Þess-
vegna er ætíð auðveldara að
leiða' börnin til Krists. Ef vér
ekki fylgjum kristniboði voru
fast fram með virkari og áhrifa-
meiri sunnudagaskólastarfsemi,
missum við mestu og beztu
möguleikana og áhrifamestu
starfstæknina til að kristna hin
heiðnu lönd.
Oft eru dæmin deginum ljós-
ari um það, hve hjörtu manna
verða grjóthörð og ónæm fyrir
áhrifum frá fagnaðarerindi
Krists. Ég nefni eitt dæmi af
mörgum. Eftir að Ameríkumenn
bönnuðu innflutning Japanameð
lögum, hafa japanskir landnem-
ar á Kyrrahafsströnd Ameríku
áþreifanlega forhert sálir sínar
gegn kristindómnum. Fyrir
heimsstyrjöldina voru næsta fá-
ir Búdda-prestar í þessum hluta
Ameríku, en eftir að löggjafar-
þing Bandaríkjanna staðfesti
innflutningsbannið á Japönum.
eru kirkjur Búddatrúarmanna
orðnar þar fleiri en kirkjur
kristinna manna. Japanar, fædd-
ir í Ameríku, eru þar ríkisborg-
arar með fullum réttindum, og
eiga í engum útistöðum við
Ameríku. Þess vegna er auð-
veldara að kristna þá. En samt
virðist eini möguleikinn til þess
að snúa Japönum til kristinnar
trúar vera fólginn í starfsemi
sunnudagaskólanna.
Þegar Páli varð það ljóst, að
venjuleg boðun fagnaðarerindis-
ins átti ekki við, bar ekki ár-
angur í Efasus, breytti hann
um starfsaðferð. Hann færði
sig í skólahús og tók að flytja
fyrirlestraflokka, og með þess-
um vinnubrögðum gerbreytti
hann öllu andrúmsloftinu í
Efesus. Þegar ísinn er þykkur,
verðum við að höggva á hann
vakir til þess að ná í vatnið í
djúpinu. Trúarbragðafræðsla er
eina leiðin til þess að vaka ís-
inn. Þannig verður trúarbragða-
fræðsla og vakningarstarf í
sameiningu áhrifamesta ogmark-
vissasta kristniboðið.
Fagnaðarboðskapurinn, í sam-
vinnu við sunnudagaskólana,
hefir því tvöfalda þýðingu:
1. Sunnudagaskólinn getur
gefið hin beztu skilyrði og
möguleika til þess að börn verði
kristnuð.
2. Þegar börn eru kristnuð,
geta trúarlegar hugsanir flutzt
frá þeim til foreldranna.
Áður fyrr höfðum vér enga
sunnudagaskóla í Japan eða trú-
arbragðafræðslu fyrir börn á
kristilegum samkomum. Fólkið
gat ekki skilið þýðingu trúar-
innar fyrir börn. Það hélt að
trúarbrögð væru einungis fyrir
hina fullorðnu. Meira að segja
eru enn nokkrir sunnudaga-
skólakennarar, sem líta svo á
þessa hluti, að fræðslan í sunnu-
dagaskólunum sé einungis und-
irbúningur undir það, að börn-
in verði góðir kristnir menn,
þegar aldur færist yfir þau.
Þess vegna stefnir fræðsla
þeirra að því að undirbúa
kristnilífið á fullorðinsárunum,
og opnar barninu því ekki dyrn-
ar inn í verulegt trúarlíf.
En ég hygg að blessuð börn-
in þurfi sín eigin trúarbrögð við
og við. Sunnudagaskólafræðslar.
á ekki að vera einungis undir-
búningur fyrir börnin fyrir
þann tíma, þegar þau ná fullum
þroska. Vér verðum að kerfa
fræðsluna ogsamræma viðþrosk-
ann og vöxtinn í trúarlegum
skilningshæfileika þeirra. Þess
vegna má segja með sanni, að
sunnudagaskólarnir séu samein-
ing tveggja dýrmæta: helgidóm-
ur, þar sem börnin geta dýrkað
og tilbeðið Guð, og fræðslu-líf-
færi, sem orkar vekjandi á trú-
armeðvitund barnsnis.
Framh. í næsta blaði.