Kirkjublaðið - 22.05.1944, Side 4
Síðasti sálmur Kai Munks
NÝJAR ÞÝÐINGAR
Sonur Guðs með þyrnisveiginn þunga!
Þér eg get ei fylgt og hlýtt sem ber.
Garður prestsins, frúin fagra og unga,
frískir synir — hafa tök á mér.
Sonur Guðs með þyrnisveiginn þunga!
Þú ef aðeins hefðir jörðu gist
til að frelsa og sætta'aldna og unga,
auðvelt myndi starfið fyrir Krist.
Veit eg, þessi þyrnisveigur stríður,
þrautaganga, blóðug písl á kross’
og þinn rómur, sorgar-sár og blíður,
sannar, að þú krefur fylgdar oss.
Sonur Guðs! er kvaldist þyrna-kvölum.
Kom til mín! var skipun þín og bæn.
Já, — en sjá frá hæstu himin-sölum,
hvað þíns föður jörð er yndis-vjen.
Þyrnum krýndi vörður veikra manna!
„Verji’ eg líf mitt, tekið brátt það er.“
— Unn mér því, þótt eigi eg stað og svanna,
einnig drengi, — samt að fylgja þér!
K. V. þýddi.
Herra, þú sem krýndur þyrnum þjáðist,
þér eg fylgt get hálfa leið, — ei meir.
I mig halda heimilið og störfin,
hjarkær eiginkona og synir tveir.
Herra, þú, sem hörðum þyrnum særðist,
hefðirðu’ aðeins komið jörðu á
til að lækna, friðþægja og frelsa,
furðu auðvelt starf mitt væri þá.
En þú krafðist af oss þyngri fórna.
Orð þín sýna’ og blóði drifin spor,
að hin hrjúfa, þunga þyrnikróna,
þig er mæddi, kunni’ að bíða vor.
Spurningimni um skattpeninginn svarað.
Drottinn minn, sem krýndur þyrnum þjáðist,
þín var ósk og skipun: Fylg þú mér!
Já, en væg þú. Sjá frá himinhæðum
hversu jörð þíns föður dýrðleg er.
Herra, mér er hugstætt að þú sagðir:
Hver, sem bjargast vill, mun týnast hér.
Kristur gef, þótt konu’ og syni’ eg elski,
kraft mér nægan samt að fylgja þér!
Vald. V. Snævarr þýddi.
Drottinn, krýndur þyrnisveignum þunga,
þrek mér veit að ganga sporin þín,
því prestssetrið og eiginkonan unga
og elsku drengirnir — þau freista mín.
Drottinn, krýndur þyrnisveignum þunga,
ef þú varst aðeins sendur himni frá
til þess að lækna og frelsa aldna og unga,
hve auðveld væri köllun prestsins þá.
En er eg hugsa um þyrnisveiginn þunga
og þrautasporin, sem að gekkstu hér,
og máttug orð, er mælti sollin tunga,
mér er ljóst og bert hvers krafizt er.
Drottinn, krýndur þyrnisveignum þunga,
þína skipun heyri eg: Fylgdu mér.
En sjáðu hvílík gjöf hin eilífunga
yndislega jörð þíns föður er.
Drottinn, krýndur þyrnisveignum þunga!
Þeim er lífið glatað, sem það ver. —
Gef mér styrk að kveðja konu unga,
kæra sveina tvo — og fylgja þér.
S. V.
Farísearnir báru ráð sín saman um, hvernig þeir gætu flækt Jesúm í orði. Og þeir
senda til hans lærisveina sína, ásamt Herpdesarsinnum, er segja: Meistari, vér vitum, að
þú er sannorður og kennir Guðs veg í sannleika og hirðir eigi um neinn, því, að ekki
fer þú að mannvirðingum. Seg oss ]>ví, hvað virðist þér? Leyfist að gjalda keisaranum
skatt, eða ekki?
En Jesús þekkti illsku þeirra og sagði: JIví freistið þér mín, hræsnarar? Sýnið mér
skattpeninginn. En þeir færðu honum denar. Og hann segir við þá: Hvers mynd og
yfirskrift er þetta? Þeir segja við hann: Keisarans. Þá segir hann við þá: Gjaldið þá
keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er. Og er þeir heyrðu þetta,
undruðust þeir, og þeir yfirgáfu hann og gengu burt.
(Matt. 22., Mark. 12., Lúk. 20.)
í haust kemur út bók, sem hvert einasta íslenzkt heimili þarf að eignast. Það er
Biblían með myndum eftir franska listamanninn Doré. Myndin sem er hér fyrir ofan,
er ein af 200 myndum sem prýða bókina.
»
Eókaverzlun ísafoldarprentsmiðju li.f.
Presiar og
sóknarnefndir
Tilkynning frá ríkisstjórninni
OBLÁTUR
fásí í
Mumi seadar með póstkröfu
um allí land.
Brezka flotastjórnin hefir tilkynnt íslenzku ríkisstjóm-
inni að nauðsynlegt sé, að öll islenzk skip, 10 til 750 smá-
lestir að stærð, fái endurnýjuð eins fljótt og hægt er
eftir 1. júní 1944, ferðaskírteini þau, sem um ræðir í
tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. marz 1941.
Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir:
í Reykjavík hjá brezka aðalkonsúlnum, á Akureyri hjá
brezka vice-konsúlnum, á Seyðisfirði hjá brezku flota-
stjórninni og í Vestmannaeyjum hjá brezka vice-konsúln-
úm.
Atvinnu- og samgöngmnálaráðuneytið, 17. maí 1944.
\