Borgarsýn - 2011, Blaðsíða 7

Borgarsýn - 2011, Blaðsíða 7
Skipulags- og byggingarsvið ReykjavíkurborgarBorgarsýn 01 76 Hvítar bygginar sýna núverandi byggð. Appelsínugular byggingar sýna 1. áfanga verkefnisins. Gular byggingar sýna síðari áfanga verkefnisins. ©SPITAL BSÍ Gamli blóðbankinn Eirberg Læknagarður Gamli LandspítalinnBarnaspítali Hringsins Hringbraut Snorrabraut Aðkoma úr norðri frá Barónsstíg ©SPITAL Verkefnið Nýbyggingar á svæðinu munu rísa í áföngum, megin uppbyggin verður á suðurhluta lóðar. Nýjar og núverandi byggingar deili skipu lags svæðisins verða tengdar með göngum neðan jarðar og tengibrúm ofanjarðar. Núverandi bygg ingar á lóð NLSH munu allflestar standa áfram. Efnisnotkun Heildaryfirbragð byggðar skal einkennast af ljósum lit. Útveggir skulu vera úr sígíldum, viðhaldsvænum og varanlegum byggingarefnum. Ríkjandi efni útveggja útveggja skulu vera steinsteypa eða steinn. Á þökum nýbygginga er að jafnaði gert ráð fyrir gróðurþekju. Almenningsrými Göturými og torg markast af nýbyggingum svæðisins og gegna veigamiklu hlutverki í skipulaginu. Gert er ráð fyrir sérstökum hjólaleiðum í efri og neðri götu. Áhersla er lögð á aðlaðandi, þægilegt og vistlegt yfirbragð og gróðursæla ásýnd. Drög að deiliskipulagstillögu hafa eftirfarandi markmið að leiðarljósi. Að skipulag, nýbyggingar og starf semin falli vel að umhverfi og styrki borgar- mynd ina með mótun bæjarrýmis. Að skapa aðlaðandi umhverfi þar sem þarfir sjúklinga og starfsfólks eru í fyrir- rúmi. Að samþætting Landspítala og Heil- brigðis vísindasviðs HÍ skapi bestu skil- yrði fyrir þverfaglegt samstarf sem skili fram förum, árangri og nýsköpun í lækn- ingum og heilbrigðisvísindum. Að með uppbyggingu við Hringbraut sé stuðlað að aukinni hagkvæmni í rekstri með heildstærði umhverfisvænni lausn í skipulagi til framtíðar Að byggja samkvæmt reita skiptingu sem gefur kost á einfaldri áfanga skipt- ingu og að byggingar magn geti breyst án þess að skipu lagshugmynd sé raskað. Að áhersla verði lögð á vistleg göturými, torg og garða sem afmarkast af bygg- ingum og tengjast inn á gatnakerfi borgar innar. Hvað verður spítalinn stór? Núverandi byggð á lóð Landspítalans er 73.600 m2. Nýbyggingar í 1. áfanga verða sam tals 94.800 m2 og 71.100 m2 í síðari áfanga. Sam tals verða 3.940 m2 af núver andi bygg ingum fjar lægðar. Byggingarmagn þegar heildar- uppbyggingu er lokið verður um 235.500 m2 Fjöldi bílastæða og hjólastæða á lóðinni, eftir verklok 1. áfanga 1600/550 Að fyrirhuguð uppbygging fylgi sam- göngu stefnu Reykjavíkur þar sem dregið er úr þörf einkabílsins. Að byggðin verði í sátt við umhverfið og allar nýbyggingar verði vottaðar skv. alþjóðlegum BREEAM staðli. Horft til vesturs við Gamla Spítalann ©SPITAL

x

Borgarsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgarsýn
https://timarit.is/publication/1749

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.