Borgarsýn - 2018, Blaðsíða 7

Borgarsýn - 2018, Blaðsíða 7
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar 7 næsta nágrenni svæðisins. Í hinni nýju deiliskipulagstillögu er fyrir komu lag bygginga innan lóðarinnar þannig úr garði gert að sólríkt og skjól gott úti­ vistar svæði skapast fyrir íbúa lóðarinnar. Gert er ráð fyrir grænu yfir bragði og tals verðri aukningu á gróðri. Einnig má búast við að byggðin muni skýla fyrir norðanátt og umferðarhávaða frá Bæjarhálsi. Við hönnun nýbygginga þá skal lögð áhersla á hlýlegt yfirbragð þeirra og fjöl breyti leika. Skal það endurspeglast í efnis vali og formi bygginga. Gert er ráð fyrir aðkomu mismunandi hönnuða, eða a.m.k. frá þremur arkitastofum. Hin nýja íbúðabyggð myndar umgjörð um sam tals fjóra garða. Þeir skulu tengjast göngu leiða kerfi svæðisins. Þar skulu upp bygg ing ar aðilar útfæra leikvelli og dvalar svæði fyrir börn og fullorðna, til dæmis grillaðstöðu, torgi og/eða ræktun. Halda skal í þann gróður sem fyrir er og bæta við trjám og lággróðri auk svæða og bekkja til dvalar og hvíldar. Taka skal tillit til þeirra tegunda sem fyrir eru þegar gróðurtegundir eru valdar. Heimild er fyrir 200 bílastæðum ofan jarðar á skipulagssvæðinu eða einu bíla stæði fyrir hverja íbúð. Götumynd við Hraunbæ, horft í vestur, A2F Horft yfir íbúðarbyggðina úr suðaustri, A2F

x

Borgarsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgarsýn
https://timarit.is/publication/1749

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.