Borgarsýn - 2018, Blaðsíða 5
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar 5
fleiri hverfum sem nú eru í uppbyggingu
eða undirbúningi eru gerðar kröfur um
að við hönnun allra mannvirkja, lóða,
gatna og almenningsrýma sé allt yfir
borðs vatn á lóðum meðhöndlað með
blá grænum ofanvatnslausnum. Gerð er
krafa um að gróðurþekja sé að lágmarki
á um helmingi af flatarmáli lóðar og við
hönnun og útfærslu lóðarinnar skal taka
mið af því að garðar og gróðurþekja
geta verið ofan á bílageymslum og
húsþökum.
Græn þök
Þessi grænu þök og svæði taka við
ofanvatninu og hægja á og stýra vatns
rennsli innan svæða í stað hefðbundinna
fráveitukerfa. Með grænum þökum er
átt við þök með lágvöxnum gróðri eða
grasi en gróðurinn getur tekið til sín allt
að 60 – 80% af því regni sem fellur á
þakið. Torfið og gróðurinn ein angra líka
byggingar betur gegn hita breyt ingum
sem hefur í för með sér minni orku
notkun og þar með minni losun kol tví
sýr ings. Þar sem blágrænar ofan vatns
lausnir eru notaðar gegna græn svæði
innan hverfis mikilvægu hlutverki við að
veita ofanvatni af svæðinu yfir í tjarnir,
vatnsfarvegi og sjó. Meðhöndlun ofan
vatns innan lóðar er á ábyrgð lóðarhafa,
en Reykjavíkurborg ber ábyrgð á með
höndlun ofanvatns utan lóðar, þ.e. í
götum og almenningsrýmum.
Grænn geiri við bílastæði
Dæmi um blágrænar ofanvatns
launsir á þróunarsvæðum erlendis
Blágræna ofanvatnslaunsir
í þéttbýli