Borgarsýn - 2018, Page 5

Borgarsýn - 2018, Page 5
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar 5 fleiri hverfum sem nú eru í uppbyggingu eða undirbúningi eru gerðar kröfur um að við hönnun allra mannvirkja, lóða, gatna og almenningsrýma sé allt yfir­ borðs vatn á lóðum meðhöndlað með blá grænum ofanvatnslausnum. Gerð er krafa um að gróðurþekja sé að lágmarki á um helmingi af flatarmáli lóðar og við hönnun og útfærslu lóðarinnar skal taka mið af því að garðar og gróðurþekja geta verið ofan á bílageymslum og húsþökum. Græn þök Þessi grænu þök og svæði taka við ofanvatninu og hægja á og stýra vatns­ rennsli innan svæða í stað hefðbundinna fráveitukerfa. Með grænum þökum er átt við þök með lágvöxnum gróðri eða grasi en gróðurinn getur tekið til sín allt að 60 – 80% af því regni sem fellur á þakið. Torfið og gróðurinn ein angra líka byggingar betur gegn hita breyt ingum sem hefur í för með sér minni orku­ notkun og þar með minni losun kol tví­ sýr ings. Þar sem blágrænar ofan vatns­ lausnir eru notaðar gegna græn svæði innan hverfis mikilvægu hlutverki við að veita ofanvatni af svæðinu yfir í tjarnir, vatnsfarvegi og sjó. Meðhöndlun ofan­ vatns innan lóðar er á ábyrgð lóðarhafa, en Reykjavíkurborg ber ábyrgð á með­ höndlun ofanvatns utan lóðar, þ.e. í götum og almenningsrýmum. Grænn geiri við bílastæði Dæmi um blágrænar ofanvatns­ launsir á þróunarsvæðum erlendis Blágræna ofanvatnslaunsir í þéttbýli

x

Borgarsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgarsýn
https://timarit.is/publication/1749

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.