Borgarsýn - 2018, Blaðsíða 11

Borgarsýn - 2018, Blaðsíða 11
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar 11 Skeifan Rammaskipulag Skipulag Nýlega var kynnt opinberlega tillaga að ramma- skipulagi fyrir Skeifuna og stóð kynningin til og með 1. febrúar sl. frekari deiliskipulagsvinnu fyrir hvern reit fyrir sig. Þegar að lóðarhafar á hverjum reit fyrir sig hafa komið sér saman um að fara í deiliskipulagsvinnu mun frekara samráð fara af stað og verður deili­ skipu lag unnið í samstarfi lóðarhafa og skipu lagsfulltrúa. stærð og markast af Suðurlandsbraut, Skeiðarvogi, Miklubraut og Grensásvegi og byggðist að mestu leyti upp á 7.–9. áratugi síðustu aldar. Í gildi er deiliskipulag Skeifunnar frá árinu 2001 og er gert ráð fyrir að það verði endurskoðað reit fyrir reit með deili skipu lags breyt ingum á grund velli þessa nýja ramma skipulags. Ramma­ skipu lagið er stefnumarkandi heildarsýn fyrir uppbyggingu í Skeifunni og tengsl við nær liggjandi svæði. Sett eru fram markmið og ráðandi sjónarmið varðandi megin áherslur og framtíðaruppbyggingu svæðisins á grundvelli nýrra forsendna og mark miða. Stefnumörkun, skýringar­ myndir og leiðarvísar sem skýra skipu­ lags sjón ar mið eru sett fram og er ætlað að tryggja að þau gangi eftir í deili­ skipu lags breyt ingum og upp bygg ingu. Ramma skipu lagið verður svo grunnur að Kynningin á rammaskipulaginu var hugsuð fyrst og fremst fyrir hagsmuna­ aðila á svæðinu en tillögurnar settar jafn framt á vef Reykjavíkurborgar til sýnis fyrir alla áhugasama. Allar athuga­ semdir og ábendingar eru svo teiknar inn á áframhaldandi skipulagsvinna á svæðinu. Tillaga að rammaskipulagi byggir á sýn fyrir svæðið í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030 og er í heildarendurskoðun. Skeifan er sunnan við þróunar­ og sam­ gönguás borgarinnar, sem skilgreindur er með fram Suðurlandsbrautinni í aðal­ skipu laginu þar sem gert er ráð fyrir að fyrirhuguð Borgarlína muni liggja og mikilvægt að tekið sé á uppbyggingar­ möguleikum svæðisins í tengslum við vinnu að þeim málum, sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar hafið. Skipulagssvæðið er alls um 20 ha að Tillaga Kanon arkitekta að rammaskipulagi

x

Borgarsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgarsýn
https://timarit.is/publication/1749

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.