Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.2018, Blaðsíða 7
- 7 -
6
Á hverjum Landsfundi er hluti stjórnar í kjöri
og var svo einnig nú. Jón Heiðar Jónsson
(Sjálfsbjörg Akureyri) var kjörinn nýr varafor-
maður í stað Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur
sem gekk úr stjórn við kjör sem formaður
ÖBÍ og Ásta Dís Guðjónsdóttir var kjörin nýr
varamaður í stað Kristínar Jónsdóttur. Aðrir í
stjórn eru að Landsfundi loknum:
Frá vinstri Guðmundur Kristinsson, Ásta Dís Guðjónsdóttir, María Óskarsdóttir, Guðni Sigmundsson,
Margrét S. Jónsdóttir, Ólafía Ósk Runólfsdóttir, Jón Eiríksson og Bergur Þorri Benjamínsson.
Á myndina vantar Jón Heiðar Jónsson. Mynd: 2018 (C) MOTIV, Jens Ormslev
Stjórn Sjálfsbjargar lsh.
• Bergur Þorri Benjamínsson, formaður (Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu)
• María Óskarsdóttir, gjaldkeri (Sjálfsbjörg Húsavík)
• Jón Eiríksson, ritari (Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu)
• Guðmundur Ingi Kristinsson, meðstjórnandi (Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu)
• Guðni Sigmundsson, meðstjórnandi (Sjálfsbjörg Mið-Austurland)
• Margrét S. Jónsdóttir, meðstjórnandi (Sjálfsbjörg Suðurnesjum)
• Ólafía Ósk Runólfsdóttir, varamaður (Sjálfsbjörg Bolungarvík)
l a n D s f u n D u r Chris Koch
heimsækir
Sjálfsbjörg
Á hverju ári heimsækja skrifstofu
Sjálfsbjargar lsh ýmsir áhugaverðir
einstaklingar. Í ágúst síðastliðnum, í
kjölfar Reykjavíkurmaraþonsins heim-
sótti okkur mikill ævintýramaður og
heimsflakkari, Kanadamaðurinn Chris
Koch, en hann tók þátt í maraþoninu á
hlaupabretti sem hann stýrir af mikilli
snilld handa- og fótalaus. Hann ferð-
ast víða um heim og tekur þá meðal
annars þátt í maraþonum. Sláið upp
nafni hans á google og kynnið ykkur
sögu þessa óþreytandi og áhugaverða
ferðalangs sem lætur fátt hindra ferðir
sínar.
Chris Koch í Reykjavíkurmaraþoninu.