Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Blaðsíða 1

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Blaðsíða 1
fféiíablað S|álfsb argar. landssambands failadia Maí 1990 1. árgangur 1. tölublað Fylgt lárr hlaói Agætu félagar! Fréttablaó Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaára kemur nú út á nýjan leik í breyttri mynd og með nýju nafni. Þegar öryrkjabandalag íslands hóf útgáfu á fréttabréfi sínu hætti landssambandið til reynslu útgáfu sjálfstæðs fréttablaðs. Ætlunin var að nýta fréttablað ÖBÍ til að koma á framfæri efni frá okkur. Þrátt fyrir gott blað ÖBÍ hefur reynslan sýnt okkur að full þörf er á að Sjálfsbjörg sé einnig með eigið fréttablað og því fól stjórn landssambandsins félags- máladeild okkar að sjá um útgáfu slíks blaðs. Nokkrar breytingar verða á fréttablaði landssambandsins, bæði í stærð og á nafni þess. Miklar vangaveltur urðu um gott nafn á blaðið og var m.a. óskað eftir uppástungum félagsdeilda Sjálfsbjargar. A síðasta stjórn- arfundi komu síðan fram margar góðar tillögur að nafni. Vestmannaeyingar eru um margt frægir og þ.á.m. fyrir að stunda hinar ýmislegustu æfingar í björgum. Það var því ekki að furða að þeim væri ofarlega í huga klifuríþróttin þegar þeir gerðu sína tillögu að nafni á fréttablaðið. Nafnið "Klifur" þótti einnig eiga vel við þegar litið er til merkis Sjálfs- bjargar, mannsins sem klifur bjargið, og einkunnarorðin okkar, "Alltaf beita upp í vindinn, eygja, klífa hæsta tindinn". Tillaga þeirra eyjamanna að nafni á fréttablað Sjálfsbjargar var því samþykkt einróma af stjórn landssambandsins. Stjórn landssambandsins væntir þess að með útgáfu þessa frétta- blaós verði hinn almenni Sjálfs- bjargarfélagi meðvitaðri um hvað er að gerast á hverjum tima í málefnum okkar, bæði hjá lands- sambandinu og hinu opinbera. Fréttablaðinu er jafnframt ætlað að vera vettvangur skoðanaskipta um málefni okkar og skiptir þar miklu máli að þið félagar góðir mundið nú vitvopnió og tjáið hug ykkar til einstakra málefna eða vekið máls á þeim álitaefnum sem ykkur finnst þurfa frekari umf jöllun. Sjálfsbjargarfélagar "Klifur" er blaóið okkar. Stöndum saman um að gera það lifandi, áhugavert og opið blað sem tekur á málefnum líðandi stundar, horfir fram veg- inn og skiptir máli! Látum rödd Sjálfsbjargar hljóma! Jóhann Pétur Sveinsson. 1

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.