Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Blaðsíða 8

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Blaðsíða 8
Aðlögunarnámskeið fyrir fatlaða. Sjálfsbjörg l.s.f. efnir til að- lögunarnámskeiðs fyrir fatlaða í húsi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra i Reykjadal í Mosfells- bæ, dagana 25.-27. maí n.k. Námskeiðið er hluti af félags- legri endurhæfingu. Markmið þess er að styðja hinn fatlaða og fjölskyldu hans til þess að gjöra sér grein fyrir breyttum félags- legum aðstæðum, sem oftast fylgja alvarlegri fötlun. Þar verður m.a. fjallað um tilfinningaleg viðbrögð við fötlun, uppeldi barna, unglingsárin og tveir hreyfihamlaðir segja frá per- sónulegri reynslu sinni. Þá verður einnig flutt stutt erindi um tryggingamá1. Fullbókað er á þetta námskeið, en verði undirtektir góðar er ætlunin að halda annað námskeið jafnvel síðar á þessu ári. SUMARBUÐIR Sumarbúðir íþróttasambands fatl- aðra. Eins og undanfarin sumur mun íþróttasamband fatlaðra starf- rækja sumarbúðir fyrir fatlaða að Laugarvatni og verður megináhers- lan lögð á útivist og íþróttir. Haldin verða þrjú námskeið, sem hvert stendur í eina viku og er FJARÖFLUNARDAGUR Eins og félögum er kunnugt, þá var blaða- og merkjasölu samtak- anna sleppt i fyrrahaust vegna landssöfnunarinnar, sem þá stóð yfir í tilefni 30 ára afmælis Sjálfsbjargar. í stað hins hefð- bundna ársrits var gefið út 30 ára afmælisblað, sem sent var endurgjaldslaust til allra fél- timinn sem hér segir: 1. 20 . júlí - 27. júlí 2 . 27 . júlí - 3. ágúst 3. 3. ágúst - 10. ágúst Umsóknareyðublöð vegna dvalar í sumarbúðunum verða send út upp úr miðjum maí , en nánari upplýsingar f ást h já íþróttasambandi fatl- aðra, sími 91-83377. SJALFSBJARGAR agsmanna, auk fjölda annarra. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að efna til blaða- og merkjasölu í ár, en söludagur Sjálfsbjargar l.s.f. er þriðji sunnudagur í september. Við hvetjum alla félaga til þess að stuðla að árangursríkum fjár- öflunardegi þegar þar að kemur. 8 O JSTHiSILL

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.