Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Blaðsíða 2

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Blaðsíða 2
25. þing Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra. Tuttugasta og fimmta þing Sjálfs- bjagar, l.s.f., verður haldið í nýjum samkomusal Sjálfsbjargar- hússins að Hátúni 12 í Reykjavík, dagana 21.-23. júní næstkomandi. Aðalmál þingsins verða, endur- skoðun laga um málefni fatlaðra og húsnæðismál. Rétt til þingsetu eiga um það bil 50 fulltrúar frá 15 félagsdeild- um. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfs- bjargar býður hér með hreyfihöml- uðum allsstaðar að af landinu nýja þjónustu. Akveðið hefur verið að ráðstafa einu herbergi á Vinnu- og dvalarheimilinu til dvalar fyrir hreyfihamlaða í skemmri tíma, allt að 3 mánuðum. Nánari upplýsingar um þjónustu veitir hjúkrunarforstjóri Vinnu- og dvalarheimilisins milli kl. 11 og 12, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga í síma 29133. í húsi Sjálfsbjargar við Hátún 12 í Reykjavík fer fram margvísleg starfsemi. Verða hér á eftir nefndir helstu starfsemiþætt- irnir: 1. Vinnu- og dvalarheimili fyrir 45 mikið fatlaða einstakl- inga. Þeir búa í ein- staklingsherbergjum og dreif- ist hópurinn á 3 hæðir hússins. 2. Endurhæfing og sundlaug. í húsinu er rekin ein full- komnasta og best mannaða endurhæfingarstöð landsins. Þjónar hún íbúum hússins, fólki í dagvist og fólki er þarf á endurhæfingu og þjálfun að halda skv. til- vísun frá lækni. 3. Dagvist fatlaðra. Sú starfsemi er rekin alla virka daga frá 8.30 - 16.30. Allt að 45 manns eru þar skráðir, en 30 manns rúmast þar í einu. í dagvistinni er föndrað, rabbað, lesið, sungið og spilað. Sjúkra- þjálfarar veita hópþjálfun og jafnframt er sundlaugin stunduð. 4. Leiguíbúðir. I einni álmu Sjálfsbjargar- hússins eru 36 ibúðir ætl- aðar fötluðum. íbúðirnar eru hannaðar með hliðsjón af þörfum fatlaðra og húsa- leigu er stillt í hóf. Tvær umræddra íbúða eru gestaíbúðir þ.e. ætlaðar til afnota fyrir fatlaða um skamman tíma. 5. Vinnustofa fatlaðra. Vinnu- og föndurstofan er rekin alla virka daga eftir hádegi. Vinnuaðstaða þessi er sér- staklega ætluð íbúum Vinnu- og dvalarheimilisins. 6. í Sjálfsbjargarhúsinu er rekin margvisleg önnur starfsemi s.s. skrifstofur Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra og Reykja- víkurdeildarinnar, eldhús og borðstofa, rúmgóð fél- agsaðstaða, ferðaþjónusta fatlaðra rekin af Reykja- víkurborg og Hjálpartækja- bankinn sameign Sjálfs- bjargar lsf. og Rauða Krossins. 2

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.