Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Blaðsíða 7

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Blaðsíða 7
KÖNNUN A FERLIMALUM A AKRANESI Sveitarfélögin í landinu hafa staóið sig misvel í að framkvæma ákvæói byggingareglugerðar varð- andi aógengi fyrir fatlaða. En á flestum stöóum er margt sem betur mætti fara. Þess vegna er þaó gleóiefni þegar ferlimálum eru gerð skil hjá bæ j aryf irvöldum vegna þess aó slik úttekt kallar oft á aógeróir til úrbóta. SAMÞYKKT BÆJARSTJÖRNAR. Akranes er eitt þeirra sveitar- félaga sem hafa gefið þessu gaum og farið af staó með úttekt á aó- gengismálum. Þann 14. nóvember 1989 samþykkti bæjarstjórn Akra- ness samhljóða eftirfarandi til- lögu. "Bæjarstjórn Akraness sam- þykkir að fela byggingafulltrúa, félagsmálastjóra og yfirmanni dagvistar fatlaðra að kanna ástand opinberra bygginga og annarra þjónustustofnana á Akra- nesi með tilliti til aðgengis hreyfihamlaðra. Viókomandi starfshópur skili greinargerð til bæjarstjórnar í byrjun árs 1990. í greinargerðinni komi fram hvað helst sé ábótavant og hvaða úr- bætur séu nauósynlegar til aó koma þessum málum i vióunandi horf. Tæknideild vinni lauslega kostnaðaráætlun vegna nauósyn- legra breytinga sem fylgi með út- tektinni." Þessa dagana er verió aó vinna umrædda könnun og má geta þess að nefndin vinnur þessa könnun eftir greiningai*lykli ALFA-nefndarinnar svokallaórar. FRAMKVSMDIR í FERLIMALUM. Of snemmt er aó segja til um hversu mikilla breytinga sé þörf á þeim stofnunum sem um er aó ræða eóa hversu mikilla fjármuna sé þörf til aó gera umræddar stofnanir fullnægjandi með ofan- greint í huga. En aó hálfu bæjarstjórnar Akraness mun vænt- anlega verða litið á þau atriði þegar skýrslan kemur út og hlýtur hún þá aó tengjast umræðum um fjárhagsáætlun og framkvæmdir ársins í ár og næstu ára. Þá verður skýrslunni komið til annarra aðila er málið varða með ósk um lagfæringar á stöðum sem ekki tengjast beint kaupstaónum. Ofangreint framtak bæjaryfirvalda á Akranesi er vissulega lofsvert og verður spennandi að fylgjast með framkvæmdum í framhaldi af ofangreindri könnun. Vió höfum fyrir okkur byggingareglugerð og RB blöó þar sem fram kemur hvern- ig aógengi skuli háttað. En alltof víða eru þessi ákvæði þverbrotin sem síóar kemur niður á sjálfsögðum mannréttindum fólks þ.e.a.s. að komast leiðar sinnar þvi sem næst óhindrað. Þess vegna er þaó von mín aó á næst- unni feti fleiri sveitarfélög í fótspor Akraness hvaó þetta varðar. Helgi Hróómarsson starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og öryrkjabandalags íslands. K L I F U R Fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaóra. Otgefandi Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Abyrgóarmaður: Ölöf Ríkarósdóttir Prófarkalesarar: Anna Guðrún Jóhannsdóttir Sigurður Björnsson Tölvuvinna og setning: Þórarinn Sigurósson 7

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.