Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Blaðsíða 4

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Blaðsíða 4
BÍLAÍIAL Þann 29. janúar 1990 setti heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 170/1987 um þátt- töku almannatrygginga í bifreiða- kaupum fatlaðra. Lægri upphæðin, verður nú kr. 180 þúsund og sú hærri kr. 550 þúsund. Tryggingaráð samþykkti þann 9. febrúar s.l. eftirfarandi hækkun á lánum lífeyrisþega til bila- kaupa: a) Lán til hreyfihamlaðra kr. 180.000.- b) Lán til þeirra, sem nota stoðtæki og hjólastóla. Einnig til atvinnubifreiða- stjóra kr. 305.000.- Hækkunin gildir frá 1. janúar 1990. Samþykkt tryggingaráðs frá 2. mars s.l., varðandi styrki til kaupa á hjálpartækjum í bifreiðar árið 1990, er svohljóðandi: a) Sjálfskipting í bifreiðar er greidd 40% hámark kr. 50.000. - b) Vökvastýri i bifreið er greitt 50%, hámark kr. 35.000.- c) Kostnaðarhluti öryrkja vegna isetningar talstöðvar í bifreið kr. 4.000.- BENSÍN Varðandi uppbót á elli- og ör- orkulífeyri og örorkustyrk vegna reksturs bifreiða hreyfihamlaðra, er fjárhæðin fyrir timabilið april/júní 1990 kr. 10.430. Þessi uppbót er greidd fjórum sinnum á ári fyrir þrjá mánuði í einu. Bifreiðaskattur. Þeir, sem njóta örorkulífeyris eða örorkustyrks fá niðurfelldan þungaskatt af bifreiðum sinum. P-MERKI Leyfi til notkunar P-merkja nær nú einnig til stofnana og sambýla fyrir fatlaða, en þar er þörfin oft mjög brýn. Lögreglustjórinn í Reykjavík veitti leyfið þann 30. janúar síðastliðinn samkvæmt beiðni félagsmáladeildar. Það eru rauðu merkin (sem flestir þekkja), sem eru notuð í þessu skyni. Þau eru þó ekki skráð á bílnúmer heldur á nafn viðkomandi stofnunar. 4

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.