Kirkjublaðið - 18.06.1945, Page 1

Kirkjublaðið - 18.06.1945, Page 1
) í ITT, árg. Reykjavík, mánudaginn 18. júní 19*45. 11. ttd. Séro Friðrik Hallgrímsson dómprófasfur „EG ER MEÐ Skeggj aslaðar- kirkja Á Skeggjastöðum eða Skeggjastað á Langanesströnd- um hefir lengi verið kirkjustað- ur og prestssetur og er svo enn. Þar var Þorlákskirkja. Kirkja sú, er nú stendur á Skeggjastað er ein af elztu timburkirkjum landsins og mun eiga aldarafmæli á þessu ári, reist 1845. Mun kirkju þessari jafnan hafa verið vel við hald- ið, því hún má enn kallast sæmi- lega stæðilegt hús. Sennilega líður þó óðum að því, að endurbyggja verði kirkj- una. Prófessor Ásm. Guðmundsson , sækir afmælisþing hins evangelisk-lútherska kirkju- félags tslendinga í Vestnr- heimi. Fyrir nokkru síðan barst biskupi bréf frá ritara Hins evangeliska lútherska kirkjufé- lags fslendinga í Vesturheimi, séra Agli H. Fáfnis, þar sem íslenzku kirkjunni var boðið að senda fulltrúa á 60 ára afmæl- isþing kirkjufélagsins, er háð verður í Winnipeg dagana 20.—23. júní n.k. 1 sambandi við þing þetta verður einnig minnzt aldarafmælis séra Jóns Bjarna- sonar, er var einn atkvæðamesti kirkjuhöfðingi meðal Vestur-fs- lendinga um langt skeið. Hefir nýlega verið ákveðið að taka þessu boði, og mun pró- fessor Ásmundur Guðmundsson, formaður Prestafélags fslands, sækja þing þetta af hálfu ís- lenzku kirkjunnar. Þegar ég var lítill drengur, I las ég sögu í danskri lestrar- ! bók um gamlan, fátækan mann, sem fór út í skóg til þess að afla sér eldiviðar. Þegar hann var búinn að safna sér stórum bagga, settist hann niður þreyttur. Honum fannst lífið vera erfitt og hann andvarpaði og sagði: „Ég vildi óska, að dauðinn vildi koma og sækja mig svo að ég þurfi ekki leng- ur að eiga í þessu stríði“. í því bili stóð dauðinn hjá honum og sagði við hann: „Komdu sæll! Ég er dauðinn. Hvað viltu að ég gjöri fyrir þig?“ Gamla manninum varð hverft við og hann svaraði: „Mér þætti vænt um ef þú vildir gjöra svo vel að lyfta á mig eldiviðarbaggan- um, svo að ég komist heim með hann fyrir rnyrkur". — Hann vildi lifa áfram, hann þyrfti að bera byrðar lífsins. Okkur þykir flestum vænt um lífið, — þó að það sé stund- um erfitt og sárt. — Við finn- um, að mannlífið er fullt af hugðarefnum. Og þess vegna þykir okkur, — ekki síst þeim sem eru ungir og hraustir og færir í allan sjó —, skemmti- llgt að lifa. Því að alltaf er eitthvað nýtt að gjörast; og það nýja beinir huganum á nýjar brautir og hvetur til athugana og athafna. Hver hugsandi maður hefir meðvitund um það, að það varðar miklu, a. m. k. fyrir gæfu og gengi hér á jörðu, — bæði fyrir hann sjálfan og aðra —, hvernig hann fer með lífið, — óteljandi gjafir þess, verk- efni og tækifæri. En mörgum sézt því miður yfir það, sem dásamlegast er við þetta jarðlíf, — það, sem gjörir það þess virði að því sé lifað: að það á sér eilífðar- markmið. Sé lífinu lifað án skilnings á því, þá er það í raun og veru óskiljanlegt og lítils virði. Tilgangur þess verður mönnum fyrst skiljanlegur þeg- ar þeir læra að hugsa um það í sambandi við Guð, höfund alls lífs, og hfa því í samfélagi við hann. Þá opnast' huganum ný það þýðingarmikið og dýrmætt, útsýn yfir það; — þá verður fullt af verkefnum og áhuga- málum. Þessvegna er fyrirheitið, sem okkur kristnum mönnum er gefið í síðasta versi Matt. guð- spjalls: „Ég er með yður alla daga“, langmesta og dýrmæt- asta fyrirheitið, sem við eigum. Því að það er Jesús Kristur, sem tengir okkur við Guð, — við takmarkalausan kærleikann. guðlega takmarkalausa spek- ina guðlegu og takmarkalausan kraftinn guðlega. Reynsla óteljandi lærisveina hans. hefir sýnt það, að fyrir- heit hans er ekki orðin tóm, — að hann er nálægur þeim og flytur þeim guðlegt fulltingi til að lifa lífinu þannig, að áfram miði að eilífðarmarkinu. Ég skal nefna nokkur dæmi þess. Lærisveinar hans eru aldrei einmana. Einstæðingsskapur hefir verið mörgum þung raun. Á ferðalögum^ og einir síns liðs í stórborg hafa marg- ir fundið til smæðar sinnar og einstæðingsskapar. Köllun krist- ins manns hefir það líka í för með sér, að hann kemst oft í andstöðu við aðra vegna trúar sinnar og lífshugsjóna. En hann er ekki einn. Fyrir 25 árum dó kona, sem margir töldu eins einmana og unnt væri að vera. Hún hét Christina Forsith og vann ára- tugi að kristniboði í Afríku meðal svertingja, sem voru henni eins ólíkir og hugsast gat að því er snerti menningu og lífsvenjur. Einu sinni sagði maður við hana, að hann fyndi sárt til með henni að vera svo einmana, en hún svaraði: „Öll þesi ár hefi ég aldrei verið ein- mana, því að ég hefi alltaf fundið til nálægðar Jesú Krists“. Til þess fundu líka postui- arnir og kristnir samtíðarmenn þeirra. Þeir voru fáir á móti fjöldanum og urðu oft að flýja til að forða lífi sínu. En þeir töluðu alltaf um Jesúm eins og nálægan vin, sem vissi um þá og léti sér annt um þá. Og ekk- ert er betra en að vita af hon- um hjá sér. Það breytir öllu lífinu. Lærisveinar hans eru aldrei ráðþrota. Þeir hafa leiðsögu- mann með sér, sem getur alltaf sagt til vegar. Fyrir kristniboðunum fyrstu lá vandasamt verk. Þeir áttu YÐUR“ að boða nýja trú, en höfðu fá- ar reglur að fara eftir um fyr- irkomulag starfsins. En enginn getur lesið Postulasöguna án þess að sjá hvernig vinurinn ósýnilegi leiðbeindi þeim; þar er hvert dæmið öðru ljósara þess, að Kristur var með þeim og að návist hans gjörði þá örugga. Og þettá er reynsla læri- sveina hans enn í dag. Ég gæti sagt frá mörgum dæmum þess, hvernig hann hefir leiðbeint mér, þegar ég hefi verið í efa eða óvissu, og ekkert finnst mér sjálfsagðara þegar svo stendur á, en að leita til hans og biðja hann um að fræða mig. Ekkert hefir verið trú minni meiri styrkur en sú reynsla. Þegar Schacleton var í Suð- urheimskautsferð sinni, missti hann skip sitt, og hann lagði af stað við þriðja mann yfir veg- lausar klakabreiðurnar til að leita hjálpar, og litlar líkur virt- ust vera til þess, að af þeim spyrðist framar. Þeir tóku það ráð, að biðja Guð af öllu hjarta að stjórna ferðinni. Og allt fór vel. Á eftir sagði annar föru- nauturinn við Schacleton: „Það var einkennilegt, en mér fannst hvað eftir annað við vera 4 á ferð“. — „Sama fannst mér“, svaraði Schacleton. — Guði se lof fyrir leiðsögumanninn ósýni- lega. Án hans vildi eg ekki fara ferð lífsins. Og lærisveinar hans þurfa aldrei að láta bugast. Það var ekkert smáræði sem þeim var ætlað að vinna, þessum fámenna hóp framherja kristinnar trú- ar. Jesús hafði boðið þeim: „Kennið þeim að halda allt, sem ég hefi boðið yður“. Þeir áttu m. ö. o. að gjörbreyta mannlífinu, fá menn til að taka upp nýjan hugsunarhátt og nýtt lífemi. Og þeir lögðu ótrauðir út í þetta verk og ávextir þess sáust fljótt í lífi sífjölgandi kristinna safnaða í nálægum löndum. Og nú hggur fyrir kirkju Krists verkefnið mikla, að græða sárin eftir styrjöldina og kenna mannkyninu trú kær- leikans og friðarins. Og það mun henni takast að sama skapi sem hún er sjálf í nánu sambandi við kraft Krists. Og þessir frumvottar kristn- innar lentu í mörgum hættum Biskupafundur í % Kaupmanna- Bisxupi fslands hefir nýlega borizt símskeyti frá H. Fugl- sang-Damgaard Sjálandsbiskupi, þar sem hann býður honum á sameiginlegan fund höfuðbisk- up? Norðurianda í Kaupmanna- höfu dagana 29. júní til 1. júlí n. k. Ennfremur voru boðnir á f undinn: Berggrav erkibiskun Norðmanna, Eidem erkibiskup Svía og Lethonen erkibiskup Finna, svo og dönsku biskup- arnir allir. Ákveðið var, að taka þessu boði og að biskup leggði af stað áleiðis til Danmerkur seint í þessum mánuði. En nú hefir á ný borizt símskeyti frá Sjá- landsbiskupi þess efnis, að fundinum verði frestað í bili. Almenna kirkju- fundinum á Ak- ureyri fresfað. Af ofyrirsjáanlegum ástæð- um hefir verið ákveðið að fresta hinum almenna kirkju- fundi, svo og aðalfundi Presta- félags íslands er halda átti á Akureyri dagana 8.—10. júlí. Fundir þessir verða því ekki haldnir fyr en dagana 9.—11. september næstkomandi. Fund- arstaður og dagskrá verður að öllu leyti hin sama og áður hef- ir auglýst verið. wg mou uvcijii au íata lífið fyrir trú sína. En þeir dóu óhræddir og glaðir, af því að þeir vissu, að drottinn þeirra var með þeim. Þessi síðustu ár hafa líka margir orðið illt að þola og lífið að láta fyrir trú sína, þegar þeir hafa í nafni Krists mót- mælt kúgun, ofbeldi og grimmd- arverkum guðlausra manna, eins og okkur er öllum kunnugt. En hugrekki þeirra og staðfesta hefir borið þess vott, að þeir voru ekki einir. Kristur var með þeim. Ég las nýlega einkennilega frásögn um King, biskup í Linc- olm í Englandi, er dó 1910. Einu sinni heimsótti hann hegningar- hús og sat lengi á tali við einn fanga, sem dæmur hafði verið fyrir innbrot og ofbeldi. Þegar Framfi. á 4. síðu

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.