Kirkjublaðið - 20.09.1948, Side 3

Kirkjublaðið - 20.09.1948, Side 3
KIRKJUBLAÐIÐ 3 Séra Fmnur Tuliníus og frú í heimsókn Frá Danmörku VIÐTAL VIÐ SÉRA HÁLFDÁN HELGASDN PRDFAST Séra Hálfdán Helgason pró- fastur að Mosfelli er nýkominn Iieim úr ferðalagi um Danmörku. Tíðindamaður blaðsins hitti hann að máli og spurði hann frétta úr ferðinni. — Ég kom heim 8. þ. mán., segir prófasturinn, eftir að hafa dvalið í Danmörku nokkuð á þriðja mánuð. Ég hlýddi á marga presta í kirkjum Kaupmanna- hafnar. Var kirkjusókn þar, að því er mér virtist hin bezta og fór vaxandi eftir því sem fólk kom úr sumarleyfum. Tvennt vakti sérstaklega athygli mína: Hinn almenni safnaðarsöngur og hin mikla þátttaka í altarisgöng- um, sem þykja sjálfsagðar í hverri messu og auk þess stund- um á rúmhelgum dögum að auki. Flestir höfðu sálmabók með sér, ella gekk meðhjálparinn (kór- djákninn) til þeirra og afhenti þeim sálmabók. Sóknarpresturinn við Tak- sigelseskirken, séra Biering Sör- ensen, sýndi mér þá velvild, að bjóða mér hina fögru kirkju til guðsþjónustuhalds fyrir Islend- inga í Kaupmannahöfn, ef ég vildi. Tók ég boði hans með þökk- um og með aðstoð stjórnar Is- lendingafélagsins og þá sérstak- lega Þorfinns Kristjánssonar prentara kom ég á messu 22. ágúst við sæmilega þátttöku. 1 ferð minni hitti ég að máli einn af þremur kvenprestum Dan- merkur, séra Ruth Vermerhren, sem ég raunar þekkti frá gamalli tíð. Hefur hún starfað að kirkju- og kristindómsmálum í nærri tvo áratugi og er nú prestur við kvennafangelsið í Horseröd á Sjálandi. Er hún gædd lifandi á- huga á kirkjulegu og kristilegu starfi og er auk þess vel til þess starfs fallin í alla staði. En eins og kunnugt er vakti vígsla hennar á síðastliðnu vori allmikla gremju bæði í og utan prestastéttarinnar, því að þótt menn væru almennt sammála um réttindi kvenlegra guðfræðinga til prestsembætta út frá þjóðfélagslegum forsend- um, hugsjónum jafnréttisins, þá voru og ýmsir, sem vildu rök- styðja mótmæli sín út frá heilagri ritningu og þá einkum orðum Páls postula um að „konur skulu þegja á safnaðarsamkomum“ (1. Kor. 14, 34). Taldi hinn danski kvenprestur andstöðuna þó nokkuð vera í rénun, enda hefði hún jafnframt verið af stjórnmálalegum toga spunnin, þar sem þingið hefði samþykkt lögin um réttindi kvenguðfræð- inga til prestsembætta án þess að leita umsagnar kirkjunnar fyrst. Varð ég og var við þá skoð- un meðal danskra presta, sem ég ræddi þetta mál við. Safnaðarstarfsemi öll innan dönsku kirkjunnar virðist standa í miklum blóma og þátttaka leik- manna í henni mikil og giftusam- leg. Danska þjóðin er nú mjög að rétta við, þótt ýmislegt í lífi henn- ar beri enn merki um hörmungar stríðsáranna. En eitt var það, sem alveg sérstaklega vakti at- hygli mína og það var, hversu Nýlega komu til Reykjavíkur séra Finnur Tulinius prestur í Strö á Sjálandi ásamt frú sinni og er ætlun þeirra að dveljast hér á landi nokkurn tíma og kynna sér kirkjumál og kirkjulíf hér. Munu þau hjónin ferðast eitthvað um landið í þessu skyni. Séra Finnur Tulinius er sonur Þórarins Tuliniusar, er um skeið var einn af mestu athafnamönn- um um verzlun og siglingar hér á landi og þá landskunnur maður. Séra Finnur er heldur ekki Is- lendingum með öllu ókunnur, því hann dvaldi hér á landi um tíma árið 1937 og var þá að vinna að bók sinni um séra Árna Helgason stiftsprófast í Görðum á Álfta- nesi, en sú bók kom út í Dan- mörku árið 1939. Séra Finnur Tulinius rak um skeið fjölsóttan drengjaskóla í Kaupmannahöfn, en gjörðist 1937 prestur í Strö á Norður- Framh. af 2. síðu. það vegna þessa afreks, að Dr. Eiríkur Albertsson hefur nýlega stungið upp á því í blaðsgrein, að háskólinn veiti prófessor Dungal doktorsnafnbót fyrir þessa bók. Að endingu örfá orð um mál- lýti og prófarkalestur bókarinnar. Margar setningar eru einkenni- mikil áhersla er á það lögð með þjóðinni að varðveita helga'dóma hennar og guðlegar minningar frá eldri og nýrri tímum, frá því að falla í gleymsku og dá. Virðist svo sem þessi orð séra Þórðar Tómássonar, sem standa í hinu fagra erindi hans, sem letruð eru á hinni sögufrægu Dybbel-Mölle í Suður-Jótlandi, séu orkt út frá hjarta þjóðarinnar: Slægter dö, men sproget binder Fremtid gror af dyre minder. Mættum vér Islendingar ýmis- legt af þessu læra. Sjálandi og hefur verið þar þjón- andi prestur síðan. I mörg ár hefur hann verið ritari félagsins Dansk-Islandsk Kirkesag, er hef- ur það höfuðmarkmið að efla samstarf dönsku og íslenzku kirkjunnar. Fer hann þessa ferð á vegum þess félagsskapar. Tilgangur fararinnar er að kynnast íslenzkum prestum og starfi þeirra, kristilegri æsku- lýðsstarfsemi, starfi kirkjunnar fyrir sjómennina, skátafélags- skapnum og fleira. Sunnudaginn 12. þ. mán. mess- aði séra Finnur í Dómkirkjunni í Rvík. Kirkjublaðið býður séra Finn og frú hans velkomin til landsins og vonar að þessi ferð megi verða þeim hjónum eigi aðeins til á- nægju og skemmtunar heldur einnig til gagns fyrir kirkjurnar í báðum löndunum. lega bjagaðar og klaufalegar og þar úir og grúir af prentvillum. Með tilliti til þess að prófessorinn segir í formála bókarinnar að þegar hann var tíu ára drengur hafi prófessor Haraldur Níelsson fengið sig til að lesa prófarkir af biblíuþýðingu sinni, þykir mér þessi lýti á bókinni sérstaklega athyglisverð. Engum sem þekkti vandvirkni og samviskusemi pró- fessors Haraldar, getur blandast hugur um að þessi 10 ára snáði hafi hlotið að vera sannkallað undrabarn, og afburða snillingur í íslenzku máli og réttritun úr því prófessorinn fól honum 10 vetra gömlum svona yfirgripsmikið og vandasamt verk. Þessi bók, Blekk ing og þekking, ber þess hinsveg- ar sorglegan vott, að höfundi hennar hafi miðað fremur afturá- bak en áfram í þessari þekkingar- grein með árunum. Aftur á-móti gefur hún ærið tilefni til að ætla, að hann hafi tekið góðum fram- förum í blekkingunni. S. V. Átta hundruð ára minning Ara fróða í Haukadal Sunnudaginn 5. þ. mán. var í Haukadal í Biskupstungum hald- in hátíð í minningu þess að 800 ár eru liðin frá því að Ari prest- ur hinn fróði, faðir íslenzkrar sagnritunar, andaðist. Hátíðin hófst með messu í Haukadalskirkju. Séra Eiríkur Stefánsson héraðsprófastur þjón- aði fyrir altari, en biskup Is- lands prédikaði. Kirkjan var þéttskipuð og rúmaði hvergi nærri alla þá, er minningarhátíð- ina sóttu. Að lokinni guðsþjónustu flutti prófessor Sigurður Nordal glæsi- legt erindi í leikfimishúsi íþrótta- skólans í Haukadal. Minntist hann þar hins yfirlætislausa klerks og fræðimanns, brautryðj- andans í íslenzkri sagnaritun, er með því að rita Islendingabók sína vann það afrek, sem aldrei mun fyrnast meðan íslenzk tunga er töluð og gaf þjóðinni þann fjársjóð, er aldrei verður full- þakkaður. Skólastjóri íþróttaskólans, Sig- urður Greipsson, hélt einnig ræðu við þetta tækifæri enda gekkst hann að verulegu leyti fyrir sam- komu þessari og studdi mjög að því að hún mætti vera sem virðu- legust. Að lokum var sezt að sameigin- legri kaffidrykkju í boði skóla- stjórans. --- -------------- Kirkjukóramðt í Stykkishólmi Kirkju- og söngkóramót Snæ- fellsnessprófastsdæmis var haldið í Stykkishólmi laugard. og sunnu- dag 11. og 12. sept. Hófst það á laugardaginn kl. 8.30 með guðs- þjónustu í kirkjunni. Upphaflega var gert ráð fyrir, að séra Magnús Guðmundsson prestur í Ólafsvík prédikaði, en sökum veikinda gat hann ekki sótt mótið, en ræðu hans flutti sr. Þorgrímur Sigurðsson Staðar- stað, en sóknarpresturinn í Stykkishólmi þjónaði fyrir alt- ari. Á sunnudagsmorgun var fjöl- sótt barnaguðsþjónusta, sem sr. Þorgrímur annaðist, en sr. Sigur- björn Á. Gíslason, sem heimsótti mótið, talaði einnig við börnin. Hámessa var eftir hádegi og steig sr. Sigurbjörn í stólinn í stað prófastsins, sr. Jósefs Jónssonar, Setbergi, sem ekki gat mætt vegna veikinda. Sr. Þorsteinn L. Jónsson, Söðulsholti og sr. Sig- urður Lárusson þjónuðu fyrir alt- ari. Síðar um daginn flutti sr. Þor- steinn L. Jónsson erindi í sam- komuhúsinu um bænina, en hún var aðalviðfangsefni mótsins. Var þar húsfyllir. Kl. 6 um kvöldið hófst svo söngmót kirkjukóranna. Setti formaður Kórasambandsins, sr. Þorgrímur Sigurðsson, mótið og bauð gesti velkomna. — Sjö kór- ar tóku þátt í mótinu. Kirkjukór Stykkishólms, organisti frú Guð- ríður Magnúsdóttir, Kirkjukór Ólafsvíkur, organisti Kristjana Sigþórsdóttir, Hellnakirkjukór, organisti Finnbogi Lárusson, Laugabrekku, Kirkjukór Kol beinsstaðarsóknar, organisti Teit ur Búason, Brúarfossi, Kirkjukór Miklaholtssóknar, organisti Þórð- ur Kristjánsson, Miðhrauni, Búða kirkjukór, organisti frú Björg Þorleifsdóttir, Hólakoti, og Kirkjukór Staðarstaðarsóknar, organisti Kristján Erlendsson. Mel. Söngstjórar voru Bjarni Andrésson, kennari, Stykkis- hólmi; sr. Þorgrímur Sigurðsson, Staðarstað; sr. Þorsteinn L. Jónsson, Söðulsholti og frú Björg Þorleifsdóttir, Hólakoti. Hver kór söng þrjú lög og síðar sungu allir kórarnir saman undir stjórn hvers söngstjóra. Fór söngmótið hið bezta fram og vakti söngur- inn mikla ánægju meðal áheyr- enda, sem voru fjöldamargir. Kl. 9 um kvöldið söfuðust móts- gestir og þorpsbúar saman í sam- komuhúsinu til þess að kveðjast. Var þar almennur söngur og síð- an töluðu þar sr. Sigurbjörn Á. Gíslason og sr. Sigurður Ó. Lár- usson, en sr. Þorgrímur Sigurðs- son sleit mótinu með bæn, og mannfjöldinn söng: „Ó þá náð að eiga Jesúm“. Mót þetta tókst í alla staði vel og var mótsgestum til hinnar mestu ánægju og uppbyggingar og aðstandendum þess til hinnar mestu prýði og sóma. Fjársjóðurinn og hjartað Framh. af 1. síðu. stækka. Með hverri kynslóð komu fram menn, sem juku við hann og eru að auka við hann enn þann dag í dag. Arfurinn, sem Ari prestur fróði lét þjóð sinni eftir, hafði rík áhrif á menningu hennar og líf. Hann vakti hana til meðvitundar um uppruna hennar, hæfileika og hlutverk og mótaði andlegt líf hennar. Is- lenzka sagnritunin sem hann var faðir að, yljaði þessari þjóð marga stund, ekki sízt er dimmt var úti og kalt. Arfur hans átti stóran þátt í að vekja sjálfstæðiskend og sjálf- stæðisþrá þjóðarinnar og föður- landsást. Hinar fornu sagnir voru tengdar landinu sjálfu. At- burðirnir, sem þær hermdu frá, gerðust í héruðum þess, út við strönd og inn til dala. Fjallatind- arnir voru vottar viðburðanna, er þjóðin gekk götu sína í gleði og sorg. Og þjóðin bjó í landinu og undi við sitt. „Því að þar, sem fjár- sjóður þinn er, þar mun hjarta þitt vera“. Orð texta míns í dag, eru skráð í fjallræðunni. Án efa er hún dýr- mætasti fjársjóðurinn, sem vér eigum. Það er arfurinn, sem hann lét oss eftir. Hann gaf oss hana til þess að kenna öss að safna þeim fjársjóðum, sem mölur og ryð ekki eyðir og eru þess verðir að hjartað tengist þeim. Hann gaf oss boðskap sinn og opinber- un til þess að vekja oss heimþrá til landsins fyrir handan, þar sem eilífðin býr. Kenna oss að tileinka oss og' eignast þau verðmæti sem þeir heimar búa yfir. < „Því að þar, sem fjársjóður þinn er þar mun hjarta þitt vera“. Séra Finnur Tulinius og frú. — Ómerkileg bók

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.