Kirkjublaðið - 14.03.1949, Page 1
VII. árg. Reykjavík, 14. marz 1949. 5. tbl.
Ásólfsskálakirkja
Að Ásólfsskála bjó, sem kunn-
ugt er Ásólfur hinn kristni og
má því telja líklegt að þar hafi
kirkja reist verið eða bænahús
löngu áður en kristni var í lög
tekin á landi hér.
Máldagi er til fyrir kirkju að
Ásólfsskála frá því um 1179
kendur við Þorlák biskup Þór-
hallason hinn helga. Segir þar
að þar skuli vera prestur er
syngja skuli messur bæði að
Gnúpi Ásólfsskála inum neðra
(þ. e. Miðskála) og til ins yzta
Ásólfsskála. Bendir það á, að
hálfkirkjur eða bænahús hafi þá
verið á öllum þessum stöðum.
Segir og í máldaga þessum að
í Ásólfsskála kirkju skuli ljós
brenna of vetur fyrir helgar frá
Maríumessu hinni fyrri til Mar-
íumessu hinnar síðari en þaðan
frá hverja nótt til krossmessu
á vori.
Þegar stundir liðu fram af-
lögðust kirkjur þessar og bæna-
hús og sóknir þeirra munu hafa
lagst til Holts undir Eyjafjöll-
um en þar var allra heilagra
kirkja, tveir prestar og djákn
að auki.
%
En með landshöfðingjabréfi
3. maí 1889 er leyfður flutning-
ur Holtskirkju að Ásólfsskála
og þar kirkja reist þá um sum-
arið og stendur sú kirkja enn.
Er þetta timburkirkja járn-
varin utan og með turni á þaki,
vistlegt hús og snoturt.
I biskupsvisitazíu 1894 eru
gripir kirkjunnar taldir vera
þessir: Altaristafla máluð á tré,
gjörð árið 1768, tveir tvíarmað-
ir koparstjakar stórir, silfur-
kaleikur og patína, bakstursdós
úr eir, ferstrend altarisflaska
úr hvítagleri og koparhjálmur
með tólf ljósaliljum og ennfrem-
ur tvær koparliljur á veggjum.
Aldarminning
Sex íslenzkra presta
Á þessu ári er öld liðin frá
fæðingu sex íslenzkra presta, en
þeir eru: Séra Árni Jónsson síð-
ast prestur á Hólmum í Reyðar-
firði, séra Jón Halldórsson síð-
ast prestur að Sauðanesi, séra
Jón Jónsson síðast prestur á
Stafafelli í Lóni, séra Jón
Þorsteinsson síðast prestur á
Möðruvöllum í Hörgárdal, séra
Séra Árni Jónsson.
Oddgeir Guðmundsson, síðast
prestur í Vestmannaeyjum, og
séra Steindór Briem síðast
prestur í Hruna.
Kirkj ublaðið birtir hér mynd-
ir af þessum merku klerkum, en
rúmsins vegna er ekki hægt að
rekja æfiatriði þeirra nema að
mjög litlu leyti.
Séra Jón Þorsteinsson.
Séra Árni Jónsson var fædd-
ur 9. júlí 1849 að Litlu-Strönd
við Mývatn. Útskrifaðist úr
Prestaskólanum 1884 og veitt
sama ár Borgarprestakall á
Mýrum. Veitt Mývatnsþing
1888 og Hólmar í Reyðarfirði
1913 og þar andaðist hann 27.
febrúar 1916. Hann var um
langt skeið prófastur S. Þingey-
inga. Alþingismaður Mýra-
manna 1886—1891 og þingmað-
ur N. Þingeyinga 1902—1907.
Fyrri kona hans var Dýrleif
Sveinsdóttir, en síðari kona
Auður Gísladóttir, sem enn er
á lífi og búsett í Reykjavík.
Séra Jón Halldórsson var
Séra Jón Halldórsson.
fæddur 1. nóv. 1849 að Glaum-
bæ í Skagafirði. Útskrifaðist úr
Prestaskólanum 1874 og gerð-
ist sama ár aðstoðarprestur hjá
föður sínum að Hofi í Vopna-
firði. Veittur Skeggjastaður
1883 og Sauðanes 1905. Fékk
lausn frá embætti 1918 og and-
aðist 14. janúar 1924. Prófastur
Séra Oddgeir Guómundsson.
í N. Þingeyjarprófastsdæmi
1906—1908. Hann var þríkvænt-
ur en barnlaus.
Séra Jón Jónsson var fæddur
að Melum í Hrútafirði 12. ág.
1849. Útskrifaðist úr Presta-
skólanum 1874 og fékk sama
ár veitingu fyrir Bjarnarnesi.
Veitt Stafafell í Lóni 1891. Pró-
fastur Austur Skaftfellinga um
skeið. Alþingismaður A. Skaft-
fellinga 1885 og 1893—’99.
Fyrri kona hans var Margrét
Sigurðardóttir próf. á Hallorms-
stað en síðari kona Guðlaug
Bergljót Vigfúsdóttir.
Séra Jón Þorsteinsson var
fæddur 22. apríl 1849 að Hálsi
Séra Jón Jónsson.
í Fnjóskadal. Útskrifaðist úr
Prestaskólanum 1873. Veitt Mý-
vatnsþing 1874, Húsavík 1877
og Bárðardalsþing 1879. Vikið
frá embætti í árslok 1898 en
gerðist árið eftir aðstoðarprest-
ur að Sauðanesi. Veittir Skeggja
staðir 1906 og Möðruvellir í
Hörgárdal síðar sama ár. Flutt-
Séra Steindór Briem.
ist þangað 1907 og var prestur
þar til fardaga 1928, er hann
fékk lausn frá embætti. Hann
andaðist að Hjalteyri við Eyja-
fjörð 7. maí 1930. Kvæntur
Helgu Magneu Kristjánsdóttur
Möller.
Séra Oddgeir Guömundsson
var fæddur í Reykjavík 11. ág.
1849. Útskrifaðist úr Presta-
skólanum 1872. Veitt Sólheima-
þing 1874, Miklaholt 1882, Kálf-
holt 1886 og Vestmannaeyjar
1889 og þjónaði þar til dauða-
dags 2. janúar 1924. Kvæntur
Önnu Guðmundsdóttur Johnsen
prófasts í Arnarbæli.
Séra Steindór Briem var
fæddur í Hruna 27. ágúst 1849.
Útskrifaðist úr Prestaskólanum
1872 og gerðist aðstoðarprestur
föður síns í Hruna árið eftir.
Veittur Hruni 1883 og var þar
prestur til dauðadags 16. nóv-
ember 1904. Hann var kvæntur
Kamillu Sigríði dóttur R. Peter
Hall verzlunarmanns í íReykja-
vík.
Hátíðleg messa í
Akureyrarprestakalli
Eins og getið var um hér í
blaðinu fyrir stuttu gaf próf.
Guðbr. Jónsson Akureyrar-
kirkju vandaðan messuhökul
Annan hökul hefir kirkjan einn-
ig fengið að gjöf.frá Jónasi Þór
verksmiðjustjóra á Akureyri.
Er sá gripur gjörður af frú
Unni Ólafsdóttir í Reykjavík
með frábærum hagleik og vand-
virkni, en hún hefir, svo sem
kunnugt er, gert marga hina
ágætustu gripi þessarar tegund-
ar, sem nú prýða margar kirkj-
ur víðsvegar um landið.
Höklar þessir báðir voru
teknir í notkun og vígðir við
virðulega og fjölmenna hátíða-
guðsþjónustu í Akureyrar-
kirkju nú fyrir skömmu. Var
það fyrsta guðsþjónusta þar
frá því fyrir jól í vetur, en á
Akureyri hefir, sem kunnugt er,
verið algjört samkomubann
vegna hins ægilega mænuveiki-
faraldurs.