Kirkjublaðið - 14.03.1949, Síða 3

Kirkjublaðið - 14.03.1949, Síða 3
KIRKJUBLAÐIÐ 3 Kirkjustaðir í Húnavatns prófastsdæmi I Húnavatnsprófastsdæmi eru nú, sem kunnugt er, sjö presta- köll og nítján kirkjur: Melstað- arprestakall er tekur yfir Mel- staðar-, Kirkjuhvamms-, Stað- arbakka- og Núpssóknir, Tjarn- arprestakall, Tjarnar- og Vest- urhópshólasóknir, Breiðabóls- staðarprestakall, Breiðabóls- staðar- og Víðidalstungusókn- ir, Þingeyraklaustursprestakall, Þingeyra-, Undirfells- og Blönduósssóknir, Auðkúlu- prestakall, Auðkúlu- og Svína- vatnssóknir, Bergstaðapresta- kall, Bergstaða-, Bólstaðarhlíð- ar- og Holtastaðasóknir og Höskuldsstaðaprestakall, Hösk- uldsstaða-, Hofs- og Skaga- strandarsóknir. Áður fyrr var þetta mjög á annan veg. Telst mér svo til, að í Húnavatnsprófastsdæmi hafi verið sextíu kirkjur þegar ftest var, og auk þess fjöldi bænhúsa. Þar sem ætla má, að ýmsa muni fýsa að vita nokkur skil á þessum fornu kirkjustöðum, skal hér gefið stutt yfirlit um kirkjustaði þá og bænhús, sem mér er kunnugt um að verið hafi á þessu svæði. Mun ég leggja til grundvallar núver- andi prestakallaskipun, og geta lauslega um kirkjur þær og bæn- hús, er verið hafa í hverju prestakalli áður fyrr: Melstaðarprestakall. 1. Melstaður eða Melur í Mið- firði. Þar var Stefánskirkja, og sátu þar í kaþólskum sið venju- lega tveir prestar og djákni. Þar heyrðu 4 bænahús og öll uppi- standandi er Ólafur biskup Röngvaldsson visiterat* staðinn árið 1486. Voru þau á þess- um bæj um: Svertingsstöðum, Söndum, Bálkastöðum og Þuy- íðarstöðum. 2. Efri Núpur eða Núpur i Miðfirði. Þar var ftdmilisprest- ur og fylgdu fjögur bænMs, á Aðalbóli, Kollufossi, Barkar- stöðuro og Rófu. Síð'ar heyrðu bæn'ahúsin á Bark-arstöðum og RLófu undir Staðarbakka. 3. Staðarbakki. Þar var Jóns kirkja baptista og tveir prestar eða prestur og djákni. 4. Torfastaðir. Þar var al- kirkja, en þjónað frá Staðar- bakka. 5. Bjarg i Miðfirði. Grettis- saga segir að Ásmundur faðir Grettis léti kirkju gera að Bjargi. Og 1486 er þar hálf- kirkja og þjónað frá Staðar- bakka. 6. Reykir í Miðfirði. Þar er kirkju getið 17. apríl 1392 og 1432 er þar talin vera hálf- kirkja. 7. Kirkjuhvammur eða Hvammur í Miðfirði. Þar var Tómasarkirkja erkibiskups og var þar heimilisprestur. Bæna- húsa er getið árið 1318 bæði á Ánastöðum og Kárastöðum. 8. Ós. Þar er getið hálfkirkju árið 1432. I núverandi Melsstaðarpresta- kalli hafa því áður verið að minnsta kosti fjögur presta- köll, átta kirkjur, þar af þrjár hálfkirkjur og að auki ekki færri en 10 bænhús, og senni- lega fleiri. Tj arnarprestakall: Þar voru þessar kirkjur: 1. Tjórn á Vatnsnesi. Þar var Maríukirkja. Þar var prestur og skyldi hann (1318) syngja til Sauðadalsár, Illugastaða, Saur- bæjar, Valdalækjar og Krossa- ness. Virðist þá hafa verið kirkja á Sauðdalsá, en síðar (1394) er þar talið vera bæn- hús. 2. lllugastaðir. Þar var hálf- kirkja. 3. Saurbær. Fjórðungskirkja. Að Valdalæk, Krossanesi og Sauðadalsá hafa verið bænhús. 4. Vesturhópshólar eða Hólar í Vesturhópi. Þar var Jóns kirkja baptista og var þar IV. Efnishyggjan. Efnishyggja (materialismi) ftefnist sú vísinda- og heim- spekistefna, sem átti sitt blóma- skeið frá miðri 19. öld og fram yfir aldamótin síðustu. Efnishyggjan afneitar klár- lega andanum. Hún telur að eingöngu sé til efnisheimur. — Þessi efnisheimur lýtur ákveðn- um lögmálum, þessvegna er hægt að skýra hann og skilja. Lögmálin eru lykillinn að hon- um. Einna yfirgripsmest þess- ara lögmála er orsakalögmálið, sem allt tengir órofaböndum. Heimurinn er ein geisiflókin og stórbrotin vél, þar sem eitt hjól- ið knýr annað. Andi eða Guð, er ekki til, nema þá í hæsta lagi sem einhver óskiljanleg frum- orsök, er setti vélina í gang í upphafi, og sem í rauninni var þýðingarlaust að brjóta heilann um. Maðurinn var aðeins smá- hjól í vélinni, er varð að snúast þar knúinn áfram og bundinn af vélarheildinni sjálfri. Hann lék sér að vísu að því stundum að dunda við þá sjálfblekkingu, tveggja presta skylld (söng- prestur og ölmusuprestur). 5. Ægissíða. Þar var hálf- kirkja á Sauðadalsá, en síðar Hólum. 6. Ásbjarnarnes. Hálfkirkja og þjónað frá Hólum. I Tjarnarprestakalli hafa verið tvö prestssetur og að minnsta kosti sex kirkjur og þrjú bænahús. Breiðabólsstaðarprestakall Þar voru kirkjur sem hér segir: 1. Breiðabólsstaður. Þar voru tveir prestar, djákn og sub- djákn. Þaðan var sungið á eina hálfkirkju og tvö bænhús. Eigi veit ég víst hvar hálfkirkja þessi hefur staðið. Má vera að hún hafi verið að Miðhópi, en þar er bænhús, er Ólafur biskup Rögnvaldsson vísiterar staðinn 1486. 2. Ásgeirsá. Þar sátu prestar og heyrðu þar undir þrjú bæn- hús, að Auðunarstöðum, Galt- arnesi og Dal. 3. Lækjamót. Þar var hálf- kirkja og þjónað frá Ásgeirsá. 4. Viðidalstunga eða Tunga í Víðidal. Þar var Jóhannesar kirkja baptista og sat þar prest- ur. I Breiðabólsstaðarprestakalli voru þrjú prestssetur og 4—5 kirkjur en fimm bænhús. að hánn hefði írjálsan vilja og jafnvel ódauðlega sál. En í raun- inni lá til grundvallar hverri hans athöfn ytri orsök eða or- sakir, sem ákvörðuðu breytni hans og fjötruðu viljann, þótt hann gerði sér ekki grein fyrir því. Valfrelsi hans var hugar- burður einn. Trú hans á Guð og ódauðleika sálar sinnar hégóm- inn einber. Þessi vélgenga efnisveröld var sá heimur, sem efnishyggj- an taldi mönnum trú um að væri hinn sanni raunveruleiki, og færði að því mörg rök og stór. Ýmsir létu sannfærast af þeim rökum og afsöluðu sér bæði Guði, sálu sinni og ódauð- leikanum. Þó varð efnishyggjan aldrei alráð í neinu landi. Marg- ir héldu fast við trú sína á and- ann og andleg verðmæti, þrátt fyrir öll hin vísindalegu rök og staðhæfingar. IV. Veilur efnishyggjunnar koma í Ijós. Lengi var litið svo á, að hvert efni væri samsett af frum- eindum (Atomum), er væru Kirkjunum hefir verið endurgreitt söluverð seldra prestsmata Með lögum nr. 15 frá 15. maí 1942 var gerð sú breyting á áður gildandi lögum um sölu á prests- mötu, að „andvirði prestsmötu, sem þegar er seld eða seld verð- ur, renni til kirkna þess presta- kalls, sem naut hennar áður, og skiptist jafnt milli þeirra“. Það hefir reynst allmikið verk og tafsamt að rannsaka það hvaða prestsmötur hafa seldar verið á undanförnum áratug- um og við hvaða verði, því langt er um liðið síðan slík sala hófst. Hefir biskupsskrifstofan fram- kvæmt þá athugun og sent ráðu- neytinu skrá um þær seldar prestsmötur .svo og söluverð þeirra, er hún fann ábyggilegar heimildir um. Ennfremur var lagt til, að ríkið keypti þær möt- ur, er hvíldu á jörðum í þess eign, og féllst ráðuneytið á það. Athugun á þessum málum, og endurskoðun í ráðuneytinu var ekki lokið fyrr en nú í vetur og andvirði hinna seldu mata end- urgreitt af ríkinu. Jafnframt hinir óbreytilegu oé ódeililegu kjarnar alls efnis. Hin svo- nefndu samsettu efni voru þannig byggð, að ákveðin tala ólíkra frumeinda myndaði heild- ir þær eða eindir, er malakyl nefndust. Vatn er t. d. þannig samsett að 2 atom af vatnsefni og 1 af súrefni sameinast og verður af eitt molekyl af vatni. I öðrum efnum gat tala atoma í hverju molekyli skipt tugum og jafhvel hundruðum. Allt studdi þetta mjög kenningu efn- ishyggjunnar um hinn vélræna heim, þar sem allt laut órjúf- andi lögmálum. En svo kemur byltingin. Rannsóknartækjunum fleygir fram. Og þá kemur í ljós að atomið er ekki frumkjarni efn- isins heldur heill heimur út af fyrir sig byggður svonefndum öreindum hlöðnum positivu og negativu rafmagni. En hvað er svo sjálf öreindin? Sumt virðist benda til, að hún sé nokkurs konar arða eða korn, aðrar rann- sóknir virðast sýna, að hún sé fremur örsmár orkuhnykill, eða jafnvel aðeins ölduhreifing. Helzt mætti ætla, ef nokkurt efni er á annað borð til, að ör- eindin sameini í sér það hvoru- tveggja, er nefnist andi og efni, en andinn sé það, sem stjórnar. Um þetta segir James Jean í bók sinni Physice and Philosaphy (bls. 204) að óþarft sé lengur að líta á anda og efni sem and- stæður, er útiloki hvor aðra. Þeg ar sagt er að öldurnar stjórni öreindunum, er það í raun og veru hið sama og að segja, að andinn stjórni efninu. Sueinn 'Uíh ueinn l/ iKinc^ur: Trú og nútím a þekking samþykkti ráðuneytið tillögur um skiptingu prestsmötufjárins á milli kirknanna, samkvæmt áðurgreindum lögum. Þetta fé var um síðustu ára- mót lagt inn á reikning við- komandi kirkna í Hinum alm. kirkjusjóði og reikningshöldur- um kirknanna send tilkynning um hve há upphæð af andvirði seldrar prestsmötu kæmi í hlut hverrar kirkju. Meginþorri allra prestsmata í landinu er nú seldur og kirkj- urnar fengið andvirði þeirra. En söluverð þeirra mata, er síð- ar verða seldar, mun að sjálf- sögðu verða lagt inn é reikning viðkomandi kirkna jafnótt og það berst biskupsskrifstofunni. S. V. Húsameistari ríkisins kominn heim Húsameistari ríkisins, pró- fessor Guðjón Samúelsson er nýlega kominn heim frá Sví- þjóð. Dvaldi hann þar um hríð í því skyni að leita sér lækninga. Var hann tvívegis skorinn upp og virðist hafa fengið bót meina sinna. Kirkjublaðið fagnar því að hann er heim komin. Er það ósk vor að hans megi sem lengst njóta við í mikilvægu og merki- legu starfi sínu. Annað atriði kom einnig í ljós, er kollvarpaði gjörsamlega sjálf um grundvelli efnishyggjunnar, hinni vélgengu og lögmáls- bundnu veröld. Það hefir ekki tekist að sýna fram á það, þrátt fyrir ýtrustu rannsóknir, að ör- eindirnar hagi sér yfirleitt í samræmi við nokkur -lögmál, sem fundin hafa verið, þær fara sinna ferða, að því er virðist, eins og þeim sjálfum sýnist, en hegða sér engan veginn eins og hjól í vél. Og þar með fauk grundvöllurinn undir sjálfu or- sakalögmálinu út í veður og vind. Úr því ekki er hægt að reiða sig á öreindirnar, hvernig þær hagi sér, þá er atominu ekki heldur treystandi, því það er ekki annað en samsafn þessara dutlungafullu öreinda. Á strang vísindalegan hátt er því ekki lengur hægt að fullyrða um það, að ákveðin orsök hafi í för með sér ákveðnar afleiðingar. Slíkt er undir öreindunum komið, en enginn þekkir þær til hlýtar eða veit hvaða dutlungar geta í þær dottið. Eigi að sýður sýnir reynslan, að orsaka lögmálið gildir yfir- leitt í hinum sýnilega heimi. En það er ekki hægt að fullyrða, að það gildi undantekningarlaust, vegna þess að kenning efnis- hyggjunnar um vélgenga ver- öld hefir ekki staðist próf reynslúnnar. En hvernig á þá að gera sér grein, fyrir þeirri röð og reglu, sem ríkja virðist í náttúrunni? Reynslan sýnir, að orsakalög- Framh. á 4. síðu.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.