Kirkjublaðið - 04.07.1949, Síða 1

Kirkjublaðið - 04.07.1949, Síða 1
VII. árg. Reykjavík, 4. júlí 1949. 12. tbl. Landakirkja í Vestmannaeyjum I Vestmannaeyjum er nú að- eins ein kirkja, Landakirkja, og hefir svo verið síðan um 1837. Sama ár og kristnin var lög- tekin (1000) var kirkja byggð í Vestmannaeyjum, svo sem frá er .skýrt í Ólafs sögu Tryggva- sonar. Var það Klemenzkirkja og mun sennilega hafa staðið á eða í nánd við eyri þá, sem enn er nefnd Klemenzeyri. í máldaga Árna biskups þor- lákssonar fyrir Nikulásarkirkju í Kirkjubæ, um 1269, er bæði getið um Péturskirkju fyrir ,,ofan leiti“ og Klemenzkirkju, er þá var útkirkja frá Kirkj.u- bæ. Virðist því þá hafa verið þrjár kirkjur í eyjum. í máldögum frá því um alda- mótin 1500 er getið Andreas- kirkju fyrir ofan leiti og Kirkju bæjarkirkju, en ekki kirkju að Klemenzeyri, og virðist það benda til, að sú kirkja hafi þá verið úr sögunni. Um 1573 var svo kirkjan flutt frá Ofanleiti að Löndum. Núverandi Landakirkja er býggð úr tilhöggnum steini um 1780, og var upphaflega turn- laus og án forkirkju. Hafa farið fram á henni meiri háttar að- gerðir og breytingar, oftar en einu sinni. Margt gamalla og góðra gripa eru í kirkju þessari. Má þar nefna ljósahjálma tvo, annan frá 17. en hinn frá 18. öld, tvær kirkjuklukkur aðra frá 1617 en hina frá 1743. Kirkjan er í umsjá safnaðar. Henni er prýðilega vel við hald- ið, og áhugi mikill á því að fegra hana og prýða, bæði húsið sjálft og umhverfið. Hin árlega Prestastefna ís- lands (Synodus) var háð í Reykjavík dagana 21.—23. júní síðastl. Sátu hana rúmlega 70 prestvígðir menn. Er það lítið eitt færra en undanfarin ár, enda munu ýmsir prestar bæði af Vestfjörðum og Norð- ur- og Austurlandi, hafa síður átt heimangengt vegna þess hve tíðarfar var erfitt í vor á þeim slóðum, enda vegir sum staðar ekki orðnir færir bifreiðum. Prestastefnan hófst að venju með guðsþjónustu í Dómkirkj- unni. Séra Jósef Jónsson pró- fastur að Setbergi prédikaði, en biskupinn þjónaði fyrir altari.' Flestir prestanna mættu hempu klæddir. Guðsþjónustunni lauk með altarisgöngu. Kl. 4.10 e. hád. var presta- stefnan sett í Háskólakapell- unni. Sú athöfn hófst á því að Þórarinn Guðmundsson fiðlu- leikari lék einleik á fiðlu við undirleik Páls Kr. Pálssonar, er nýlega hefir lokið námi erlend- is í orgelleik. Síðan las biskup rítningarkafla og flutti bæn, en að því loknu sungu prestarnir sálminn: Vor Guð er borg á bjargi traust. Þessu næst á- varpaði biskup prestana, bauð þá velkomna til þessarar presta stefnu. Hann drap á þau nánu og innilegu tengsl, sem jafnan hefðu verið á milli prestanna og safnaðanna. Prestarnir hefðu, fremur en aðrir embættismenn þjóðarinnar, verið vinir hennar og ráðgjafar, bæði í andlegum og veraldlegum málum. Þjóðin gerði þess vegna ávalt miklar kröfur til prestastéttarinnar. Allir söfnuðir landsins þráðu að hafa góðan prest, er þeir gætu treyst, sem leiðtoga og vini. Hvatti hann til árvekni í hinu mikilsverða vökumaims- starfi, benti á að verkefnin væru mörg og aðkallandi og kvaðst fagna því, að prestarnir fengju nú enn tækifæri til þess að ræða sameiginlega áhuga- mál sín og kirkjunnar. „Ég vildi óska þess“, sagði biskup, „að vér færum heim af þessari prestastefnu einlægari, sterk- ari, samstilltari, en umfram allt betri lærisveinar Jesú Krists, auðugri af fórnarhug og trú á algóðan Guð og föður vorn, sem er þjóð vorri athvarf frá kyni til kyns“. Að lokinni setningarræðu sinni, gaf biskup ítarlegt yfir- lit um störf og hag kirkjunnar á hinu liðna synodusári. Breytingar á starfsliði kirkj- unnar urðu fremur litlar á ár- inu. Enginn þjónandi prestur lézt, en einn lét af embætti, séra Magnús Már Lárusson á Skútu- stöðum, er gegnt hefir kennslu- störfum undanfarið við guð- fræðideild Háskólans og senni- lega heldur þeirri kennslu áfram. Tveir guðfræðikandidatar vígðust á árinu. séra Andrés Ólafsson settur prestur að Stað í Steingrímsfirði og séra Þórar- inn Þór, settur prestur í Stað- arprestakalli á Reykjanesi. Úr hópi fyrrverandi presta hafa tveir dáið á árinu, þeir séra Einar Thorlacius f. prest- ur að Saui'bæ á Hvalfjarðar- strönd og prófastur í Borgar- fjarðarprófastsdæmi og séra Vigfús Þórðarson f. prestur að Eydölum. Minningu þessara mætu presta vottuðu fundar- menn virðingu og þökk með því að rísa úr sætum. Eins og kunnugt er, var vor- ið 1947 tekin upp sú nýbreytni, að koma á prestaskiptum um eins árs skeið milli íslenzku þjóðkirkjunnar og systurkirkn- anna íslenzku vestan hafsins, Séra Valdimar J. Eylands prest- ur Fyrsta lútherska safnaðar í Winnipeg kom hingað ásamt fjölskyldu sinni og settist að á LJtskálum en sóknarpresturinn þar, séra Eiríkur Brynjólfsson, fluttist með sína fjölskyldu til Winnipeg og tók þar við þjón- ustu safnaðar séra Valdimars. Þessi prestaskipti urðu til gagns og ánægju á báðar hliðar, og hafa enn styrkt bræðraböndin á milli kirknanna. Þar sem séra Eiríkur kom ekki heim, fyrr en prestastefnunni 1948 var lokið, notaði biskup þetta tækifæri til þess að bjóða hann velkominn heim og þakka honum og séra V. Eylands hið ágæta starf, er þeir hefðu af hendi leyst. Prestaköll landsins eru nú 112 að tölu þar af 3 með tveim prestum, svo alls væru þjónandi prestar landsins 115, ef öll prestaköll væru setin. Óveitt eru alls 17 prestaköl. I 4 þeirra eru settir prestar en 13 er þjón- að af nágrannaprestum og eru' þau þessi: 1. Hofteigsprestakall í N.- Múlaprófastsdæmi. 2. Mjóafjaröarprestakall í S. Múlaprófastsdæmi. 3. Sandfellsprestakall í A.- Skaptafellsprófastsdæmi. 4. KálfafellsstaSarprestakall í sama prófastdæmi. 5. Þingvallaprestakall í Ár- nesprófastsdæmi. 6. Staóarhólsþing í Dalapró- fastsdæmi. 7. Brjánslækjarprestakall í Barðastrandarprófastsd. 8. Sauðlauksdalsprestakall í sama prófastsdæmi. 9. Hrafnseyrarprestakall í V. ísafjarðarprófastsdæmi. 10. Staðarprestakall í A'öalvík í N. ísafjarðarprófastsd. 11. Ögurþing í sama prófasts- dæmi. 12. Árnessprestakall í Stranda prófastsdæmi. 13. Skútustaðaprestakall í S.- Þingeyj arpróf astsdæmi. Þjónandi prestar voru því í fardögum 102 þar af 4 settir en 98 skipaðir. Vígðar hafa verið á árinu Út- fararkapella í Fossvogskirkju- garði í Reykjavík og Hallgríms- kapella á Skólavörðuhæð, en það er neðri hæð kórbyggingar hinn ar fyrirhuguðu Hallgrímskirkju í Reykjavík. Meiri háttar við- gerðir fóru fram á eldri kirkj- um og má þar einkum nefna Bessastaðakirkju, er gerð var upp að verulegu leyti. Smíði Laugarnesskirkju í Rvík, er að verða lokið og kirkjan sennilega vígð á næsta hausti eða vetri. Lokið var við byggingu þriggja prestsseturshúsa, en fjögur eru í smíðum. Viðgerðir fóru fram á ýmsum eldri prests- setrum. Enn eru þó að minnsta kosti 30 prestssetur, þar sem bygging er enn léleg eða jafn- vel engin, og útihús vantar enn mjög tilfinnanlega á fjölda prestetra og háir það eðlilegum búskap á þessum jörðum. Á árinu var skipuð 5 manna nefnd af kirkjumálaráðherra til þess að gera tillögur um endur- reisn Skálholtsstaðar. Eiga sæti 1949 í þeirri nefnd auk biskups, dr. Björn Þórðarson, Sigurbjörn Einarsson dósent, Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri og Þorsteinn Sigurðsson bóndi að Vatnsleysu. Nefndin hefir samið frumvai'p til laga um end- urreisn Skálholts, þar sem gert er ráð fyrir að ríkið byggi dóm- kirkju í Skálholti og reisi þar bústað fyrir vígslubiskup Skál- holtsbiskupsdæmis hins forna og verði þessum framkvæmd- um lokið fyrir 1956. Stofnaðir voru 9 kirkjukórar á árinu og eru þeir nú alls 133. Söngskóli Þjóðkirkjunnar var starfræktur síðastliðinn vetur undir stjórn söngmálastjóra og nutu þar kennslu 33 nemendur. Biskup visiteraði á árinu Dala prófastsdæmi og Vestmanna- eyjar. Ennfremur heimsótti hann ásamt tveim guðfræði- nemum skólana að Hvanneyri, Reykholti og Varmalandi í Borgarfirði. Ennfremur skýrði biskup frá för sinni á biskupaþingið í Lambethhöllinni í Englandi á síðastliðnu sumri og öðrum kirkjulegum þingum erlendis, er fulltrúar frá íslenzku kirkj- unni sóttu og ýmsu fleiru varð- andi kirkjulegt starf á árinu, svo sem kirkjulegum fundum og mótum víðsvegar á landinu, út- gáfu bóka og blaða um kirkju- leg málefni, æskulýðsstarfsemi o. fl. og minntist í því sambandi sérstaklega á K. F. U. M. og K. F. U. K. í Reykjavík, er bæðu áttu 50 ára starfsafmæli á ár- inu. Þá lagði hann og einnig fram skýrslu um messugjörðir og altarisgöngur. Messur innan þjóðkirkjunnar voru alls 3909 og altarisgestir um 6 þúsund. Messurnar eru nokkru fleiri en árið á undan. Þess er vert að geta í þessu sambandi, að þrátt fyrir það að prestum hefir mjög fækkað hér á landi á síð- astliðnum 60 árum, og þrátt fyrir það að allmörg köllin hafa verið prestslaus undanfarið ár eins og áður er framtekið, er messufjöldinn á landinu nú tæp- lega 200 messum lægri en hann var fyrir 60 árum, samkvæmt skýrslum það ár. Benda þessar Framh. á 4. síðu.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.