Kirkjublaðið - 29.08.1949, Page 1

Kirkjublaðið - 29.08.1949, Page 1
VII. árg. Reykjavík, mánudaginn 29. ágúst 1949. 14. tbl. Ljósavatnskirkja Kirkju að Ljósavatni í S.- Þingeyj arsýslu er getið í Kirknaskrá Páls biskups um 1200. Sennilega hefur þó kirkja verið reist þar mjög skömmu eftir kristnitökuna árið 1000, því þar var þá höfðingjasetur, og ef rétt er, að Þorgeir goði, sá er fyrstur sagði upp þau lög að fslendingar skyldu kristinn sið upp taka, hafi varpað goða- líkneskjum sínum í Goðafoss, er sennilegt, að hann hafi þá jafn- framt látið kirkju gera að Ljósavatni. Samkvæmt Péturs- máldaga urn 1394 er þar Niku- lásarkirkja og goldið þangað af 8 bæjum. Þar skal þá vera bæði prestur og djákn. Sam- kvæmt kaupbréfi 24. maí 1433 (Dipl. ísl. IV., bls. 531—32) hefur kirkja verið á Efsta Felli í Ljósavatnsþingum. Mun hér sennilega átt við þá jörð, er nú heitir Fremstafell, enda segir í jarðabók Árna Magnússonar, að þar hafi bænahús að fornu verið. Stendur þar þá enn skemma með girðingu um. Eru þetta sennilega leifar hinnar fornu kirkju. Nú er Ljósavatnskirkja út- kirkja frá Þóroddsstað og hef- ur svo verið mjög lengi. Núverandi 'kirkja á Ljósa- vatni er timburkirkja fremur lítil, turnlaus og ekki ásjáleg hið ytra, en að innan fremur snotur, enda vel við ’haldið. Hún er byggð árið 1892 og safnaðar- kirkja. ----------------- Prestssetriö í Hruna brunnið Prestsseturshúsið í Hruna brann til kaldra kola hinn 11. ágúst síðastl. Mjög litlu varð bjargað og sumt heimafólk slapp nauðlega úr eldinum. — Vonandi verður hægt að hefja smíði nýs prestsseturshúss í Hruna, þegar á þessu hausti. fféjörn 'yijcit^núóóon prófeiior: Játningarritin og íslenzka þjóðkirkjan SynoduserirLcli 1949 Fyrir réttum fjörutíu árum, á prestastefnu, sem haldin var að Þingvöllum vorið 1909, var meðal annarra mála til umræðu „játningahaft og kenningar- frelsi“, og flutti Jón lektor Helgason, síðar biskup, inn- gangserindi að þeim umræðum. Nefndi hann erindi sitt „Prest- arnir og játningarritin“, og birtist það sama ár í tímaritinu Skírni. Tilefni þess, að þetta mál var þá rætt, mun hafa verið það, að það ár var verið að undirbúa útgáfu nýrrar Helgisiðabókar íslenzku þjóðkirkjunnar, og tók biskup til umræðu á prestastefn unni fleiri atriði, er til greina komu við samningu hinnar nýju helgisiðabókar. En ástæðan til að þessu máli var hreyft í sam- bandi við endurskoðun helgi- siðanna var sú, að uppi höfðu verið innan kirkjunnar ákveðn- ar raddir um það, að létta bæri af prestum því heiti, sem þeir höfðu um skeið orðið að vinna við vígslutöku, og svo var orð- að samkvæmt konungsúrskurði 1888, að presturinn lofar því, „í augsýn allsvaldanda Guðs, að kappkosta að boða guðsorð hreint og óblandað, eins og það er kennt í heilagri ritningu og trúarjátningum vorrar kirkju“. -Áður hafði um nær tveggja alda skeið verið tekinn eiður af prestum við vígslutöku, er fól hið sama í sér, nema þar var vitnað til „játningabóka hinna dönsku kirkna“. Allmiklar um- ræður höfðu orðið um afstöðu presta til játningarritanna með- al íslendinga vestan hafs næstu ár á undan, og heyrðust þar sterkar raddir um það, að binda bæri presta fastar við játning- arnar en verið hefði í íslenzk- um söfnuðum Vestur-íslend- inga. Voru forvígismenn þeirr- ar stefnu dr. Jón Bjarnason og séra Björn B. Jón.sson, en séra Friðrik J. Bergmann var helzt til andsvara. En hér á landi var sú stefna sterkari, er miðaði til kenningafrelsis, og var biskup- inn, Þórhallur Bjarnarson, ein- dreginn fylgismaður þeirrar stefnu. Birti hann m. a. í Nýju Kirkjublaði í jan. 1908 bréf- kafla frá séra Zophoníasi Hall- dórssyni, sem þá var nýlátinn, og er einn sá kafli um kenninga- frelsið. Er það bréf ritað 1895, og sýnir það, að þetta mál hafði haft allmikinn aðdraganda í ís- lenzku þjóðkirkjunni. Um af- stöðu séra Zophoníasar í þessu máli segir Þórhallur biskup: „Hann er í þessum bréfum sín- um hrópandi rödd um það, að kenningarfrelsið er fyrir öllu til þess að prédikandi prestar fái aftur fótað sig“. Sama árið birt- ist í Skírni löng ritgerð eftir Harald Níelsson, síðar pró- fessor, „Um kenningarfrelsi sor, „Um kenningarfrelsi presta“. Flytur hann málstað kenningarfrelsisins af rökfestu og mælsku, og vitnar til hlið- stæðrar þróunar meðal annarra Norðurlandaþjóða. M. a. tekur hann upp orð Th. Klaveness: „Að binda kirkjuna við játn- ingarritin er að lýsa yfir því, að kirkjan eigi að standa þar kyrr í þekkingu sannleikans, sem hún eitt sinn hefur komizt, og ekki fara lengra“. Það er alkunnugt, að sú stefna þjóðkirkjunnar, sem mörkuð var á prestastefnunni á Þingvöllum 1909, var hin sama og kom fram í málflutn- ingi þeirra merku forystu- manna hennar, sem nú hafa ver- ið nefndir. f tilefni af fyrir- lestri Jóns Helgasonar „skor- aði prestastefnan á biskup í samráði við handbókarnefndina að undirbúa breytingu á presta- heitinu og leggja fyrir næstu prestastefnu". Til þess kom þó ekki, að mál- ið væri aftur lagt fyrir presta- stefnu, því að hin nýja helgi- siðabók var fullprentuð fyrr og hafði hlotið konunglega stað- festingu 22. maí 1910. Með því var numið úr gildi prestaheitið sem fyrirskipað hafði verið með konungsúrskurðinum frá 1888, þar sem vígsluheitið í helgisiða- bókinni frá 1910 felur í sér „að prédika guðs orð hreint og ó- mengað, svo sem það er að finna í hinum spámannlegu og post- ullegu ritum, og í anda vorrar evangelisku lúthersku kirkju“. Um leið er fallin úr gildi heit- binding presta íslenzku þjóð- kirkjunnar við játningarritin, og hefur hún ekki verið tekin upp síðan. Mér hefur þótt rétt að rifja stuttlega upp þessa atburði, þegar nú skal rætt um játning- arritin og íslenzku þjóðkirkj- una, því að af þeim má sjá, hver er afstaða íslenzkra þjóð- kirkjupresta til játningarrit- anna, að því leyti sem tekur til þess heits, sem þeir hafa gefið á vígsludegi sínum. Um liðlega tveggja alda skeið höfðu þeir verið eiðbundnir eða heitbundn- ir við játningarrit, eiðbundnir við „játningabækur hinna dönsku kirkna“ frá því farið var að fylgja hér fram kirkju- ritúali Ivristjáns konungs V. upp úr árinu 1687, er það var fyrirskipað í Norskum lögum sama konungs, enda þótt aldrei muni það ritúal hafa verið lög- leitt hér á landi, og fram til ársins 1888, er prestaeiðnum var breytt í prestaheit, og síð- an heitbundnir við „trúar“ játningar vorrar kirkju“, unz helgisiðabókin nýja var staðfest 1910. Síðan er kenningarfrelsi íslenzkra þjóðkirkjupresta við- urkennt, innan þeirra tak- marka, sem vígsluheit þeirra setur þeim, „að prédika Guðs orð hreint og ómengað, eins og það er að finna í hinum spá- mannlegu og postullegu ritum, og í anda vorrar evangelisku lúthersku kirkju“. Játningar eru þar ekki lengur nefndar á nafn. Næst skal vikið að hinni al- mennu lagalegu hlið málsins: Er íslenzka kirkjan að lögum Dr. theol Alfred Jörgensen í heimsókn hér Dr. Alfred Jörgensen er víð- kunnur maður fyrir störf sín að mannúðarmálum á vegum dönsku kirkjunnar. Hann er kandidat í guðfræði, en hefur ekki tekið prestsvígslu. Hann er talinn víðlesnastur og lærð- astur Lúthersfræðingur í Dan- mörku, enda á hann Lúthers- bókasafn, sem mun hið merk- asta, sem til er í einkaeign. Dr. Jörgensen var hér í boði Elliheimilisins Grund. Hann flutti hér prédikun í kómkirkj- unni og tvo fyrirlestra um líkn- armál. Fyrirlestrarnir áttu skil ið að vera betur sóttir, en raun varð á, því þeir lýstu eldlegum áhuga göfugs manns að láta gott af sér leiða og hann benti á margt, sem vér íslendingar hefðum gott af að leggja okk- ur á hjarta. Dr. Alfred Jörgensen er mik- ill vinur íslands og efast ég ekki um að hann muni oft láta til sín heyra erlendis um það, sem hann sá og heyrði í þessari fyrstu ferð sinni til íslands. — Með honum komu hingað dr. Nörgaard yfirlæknir, sem er kunnur læknir í Danmörku og frú hans, sem er dóttir dr. Jörgensen. Fyrir starf sitt að líknarmál- um hefur dr. Jörgensen hlotið viðurkenningu og heiðurs- merki frá fjölmörgum þjóðum í Evrópu. S. S. bundin við ákveðin játningarrit, og ef svo er, þá hvaða játningr arrit? Ég býst við, að öllum komi saman um, að ástæðulaust sé að leita raka í því máli lengra aft- ur en til siðaskipta. Kirkju- skipun Kristjáns konungs III. var lögtekin í Skálholtsbiskups- dæmi 1541 og í Hólabiskups- dæmi 1551, en í henni er ekki að finna nein ákvæði, er lögfesti eða ákveði viss játningarrit fyrir íslenzku kirkjuna, að öðru en því, að fyrirskipað er að syngja Credo in unum deum, þ. e. hina svonefndu Níkeu- játningu, í guðsþjónustunni. Kirkjuskipun Kristjáns kon- ungs fjórða, sem lögleidd er á íslandi 1622, mun ekki gera neina breytingu í þessum efn- Framh. á 4. síðu.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.