Kirkjublaðið - 29.08.1949, Blaðsíða 3
KIRKJUBLAÐIÐ
3
Séra Þorstemn Briem
In memoriam
Séra Þorsteinn Briem fyri’v.
prestur í Garðaprestakalli á
Akranesi og prófastur í Boi’g-
arfjarðai'prófastsdæmi andaðist
í Reykjavík 16. ágúst eftir langa
vanheilsu. Hann var þjóðkunn-
ur maður innan kirkju og utan.
Ekkert mannlegt lét hann sér
óviðkomandi og vildi bæta úr
hverju böli. Miklir hæfileikar
og vitsmunir, lærdómur og
hyggindi var honum gefið í ó-
venju mæli, en um fram allt gaf
Guð honum hina dýrmætustu
gjöf: viðkvæmt hjarta. Þess-
vegna var hann einn áhrifa-
ríkasti predikari sinnár sam-
tíðar hér á landi. Áhrifa hans
gætir á mai'gvíslegum sviðum í
athafna- og fi'amkvæmdalífi
þjóðarinnar, þar sem hann varð
mikilsvirtur og áhrifaríkur full-
trúi hennar á Alþingi og í i'áð-
herrastól. Einnig gætti hann
fjölmargra trúnaðarstarfa sem
öll fóru honum svo prýðilega úr
hendi, að betur var ekki á kos-
ið. — Heill og framfarir þjóð-
ar sinnar bar hann heitt fyrir
brjósti, svo innilega unni hann
Islandi, íslenzkri þjóð og tungu.
Rit hans og í’æður voru í hátíða-
skrúða íslenzkunnai’, sem lék
honum á vörum, „grætandi mál
á grátins tungu, gleðimál í ljúf-
um kjörum“. — Það var un-
un að lesa allt sem hann skrif-
aði, þar var andríki orðsnilld
og ljóðræn fegurð og þó hófst
allt í hærra veldi við að hlusta
á hann flytja orðið. Þar var
hjarta hans með, lofgjörð og til-
beiðsla, sorg og gleði, trú og
kærleikur. I rödd hans ómaði
þetta allt. Þessvegna fannst öll-
um að hann talaði til þeii’ra. I
hverri predikun hans var eitt-
hvað fyrir alla og oftast varð
það ógleymanlegt — talað
frá hjarta til hjarta. — Hann
hefði átt að njóta betri heilsu
og lifa lengur hér meðal oss.
Okkar fámenna þjóð, sem hef-
ur svo mikla þörf fyrir starf og
leiðsögn sinna beztu manna
mátti ekki við því að missa
hann frá störfum. Árið 1946
varð hann að láta af embætti.
Þá var hann rúmlega sextugur,
f. 3. júlí 1885 að Fi'ostastöðum
í Skagafirði og voru foreldrar
hans Ólafur Briem síðar bóndi
að Álfgeirsvöllum og alþingis-
maður Skagfirðinga og Hall-
dóra Pétursdóttir, kona hans.
Sr. Þorsteinn tók stúdents-
pi’óf 1905 og candidatspróf í
guðfræði 1908. Ái'ið eftir að
hann lauk candidatsprófi stund-
aði hann framhaldsnám ei’lend-
is og kynnti sér kii'kjulega stai’f
semi á Norðuxdöndum.
10. júlí síðastl. voru fjörutíu
ár liðin fi’á prestvígslu hans,
og þjónað í 4 pi’estaköllum:
Garðaprestakalli á Álftanesi,
Grundarþingum í Eyjafirði,
Mosfellsprestakalli í Grímsnesi
og Garðapi'estakalli á Akranesi,
en þar lengst eða í 25 ár. Hann
var tvíkvæntur og lifir hann
síðari kona hans, Emilía Pét-,
ursdóttir Guðjohnsen, en fyrri
kona hans Valgerður Lái'us-
dóttir Halldórssonar fríkii’kju-
prests andaðist 1924. Dætur
þeirra fjórar eru búsettar tvær
í Reykjavík, ein í Svíþjóð og ein
í Noregi. Séra Þorsteinn átti
jafnan fagurt heimili. yfir því
var göfugur andi og tign kristi-
legs heimilislífs.
Vígsla séra Þoi’steins var
vígsla til þjónustu við Jesúm
Ki’ist, frelsarann, konunginn,
hinn eilífa Guðs son. Hann var
höndlaður af Kristi, með hon-
um vildi hann lifa og deyja í
hans nafni. Innan kirkju ís-
lands gleymist aklrei vitnis-
bm-ður séi-a Þorsteins, svo heit-
ur var hann, sannur og einlæg-
ur. Öll prestsþjónusta hans var
fögur og hrífandi, svo að af
bar; hvert prestsverk vann
hann af frábærri alúð og inni-
leik, vandvii’kni og skyldu-
rækni. Þar var hann ógleyman-
leg fyrii’mynd. Gott hefði það
verið og holít fyrir unga guð-
fi-æðikandidata^ sem hugðu til
prestsþjónustu að vera með
honum um skeið og öðlast und-
irbúning til prestsstarfa. Síðari
ár ævi sinnar vann hann að
miklu verki um íslenzkan sálma-
kveðskap, og er sái't til þess að
hugsa að hann fékk ekki lokið
því.
Séi'a Þorsteinn var ljúfmann-
legur og innilegur í allri fram-
komu, svipurinn fríður og bjart
ur, augun djúp og fögur með
einkennilegum ljóma, handtak-
ið hlýtt, þétt og ti’aust. Hann
var virðulegur í allri fram-
göngu og vakti eftirtekt hvar
sem hann fór.
Kii’kjan og þjóðin eru fátæk-
ari við fráfall hans. Guð gefi
oss marga slíka menn. — Guð
blessi minningu hans.
Eiríkur Brynjólfsson.
------------------
Vegleg minningargjöf
Hinn 6. júní síðastl. á annan
dag Hvítasunnu, bai’st Kálfa-
tjarnai’kii’kju vegleg minning-
ai’gjöf, þjónustubikai’ar (sér-
bikarar) úr silfri haglega gerð-
ir, og voi’u þöir notaðir í fyi-sta
sinn þann sama dag við altaris-
göngu að aflokinni fei’mingu.
Sóknarpresturinn séra Garð-
ar Þoi’steinsson minntist gjaf-
arinnar fi’á altari kii’kjunnar
með þakklæti frá kirkju og
söfnuði, ’ til gefandanna, sem
eru systkinin Sigui’ður, Jónína,
Guðrún, Margrét, Magnús og
Vilboi’g fi’á Innri Ásláksstöðum
á Vatnsleysusti’önd og er gjöfin
til minningar um foi’eldra
þeiri’a Ingibjörgu Jónsdóttur og
Magnús Magnússon.
Færum við fyrir hönd kii'kju
og safnaðar gefendunum, okkar
innilegasta þakklæti fyrir kær-
komna gjöf og alla velvild og
hlýhug til Kálfatjarnarkirkju.
Sóknarnefndin.
------3-Stí*------
Minningarathöfn
í Skútustaöakirkju
Laugardaginn 9. júlí síðastl.
var haldin minningarathöfn í
Skútustaðakii-kju í tilefni þess
að þann dag voru liðin 100 ár
frá fæðingu Ái-na próf. Jóns-
sonar á Skútustöðum, en hann
var fæddur á Litluströnd í Mý-
vatnssveit 9. júlí 1849.
Ekkja hans, frú Auður Gísla-
dóttir, börn þeiri-a og tengda-
börn efndu til þessarar minn-
ingarathafnar, og var þar sam-
ankomið full tvö hundruð
manns, eða svo mai’gt sem
kirkjan rúmaði.
Samkoman hófst kl. 2 með
messugjörð, sem sr. Gunnar
Ániason á Æsustöðum fram-
kvæmdi, sonur sr. Ái-na heit-
ins, og var hún hin virðuleg-
asta.
Kirkjan var skreytt blómum.
Kirkjukór Skútustaðakirkju
annaðist sönginn.
I lok messugjörðarinnar af-
henti sr. Gunnar kirkjunni að
gjöf, frá frú Auði og börnum
hennar, tvo þríarmaða ljósa-
stjaka úr silfri — en logað hafði
á þeim á altarinu við guðsþjón-
ustuna — til minningar um sr.
Árna og prestsþjónustu hans
við Skútustaðakirkju, en hann
annaðist hana í 25 ár — frá
1888 til 1913.
Eru stjakarnir áleti-aðir í
hvers minningu þeir eru gefnir
og frá hverjum — og eru hinir
fegui’stu.
Frú Hólmfríður Pétursdóttir
á Arnax’vatni þakkaði fyrir
hönd safnaðarins þessa veglegu
gjöf og þann hlýhug og rækt-
arsemi sem hún væri sprottin
af.
Að aflokinni messugjörð var
lagður blómsveigur — knýttur
blómum úr mývetnskri mold —
á leiði sr. Árna sál — en kii’kju-
kórinn söng erindið: „Fagra
dýra móðir mín“.
Þá buðu aðstandendur öllum
gestum til samkomuhúss og
voru þar framreiddar rausnar-
legar veitingar.
Er menn höfðu þegið þær, var
aftur gengið til kii'kju, voru
þar fluttar max’gar í'æður, en
stuttar, og sungið á milli —
ýmist almennur söngui’, eða
Karlakór Mývatnssveitar. Rifj-
aði eldra fólkið þar upp minn-
ingar sínar frá starfsárum sr.
Árna og þeirra hjóna, en nú ei’u
liðin 36 ár, frá því þau fluttu
burtu, en 33 ár frá andláti hans.
Kom glöggt í Ijós hve sterk
ítok þau áttu í huga þess og
urðu margir til að minnast
(fermingarundirbúnings undir
handleiðslu sr. Árna, en hann
var með þeim ágætum, sem
'aldi'ei mun gleymast þeim er
kynntust.
Síðast töluðu þau sr. Gunnar
Árnas5n, frú Auður Gísladóttir
og Vilhjálmur Þ. Gíslason.
Að lokum sungu allir: „Fað-
ir andanna“.
Veður var ágætt og mun dag-
urinn ógleymanlegur öllum
þeim, sem þar voru staddir.
i.
.... >«3- ----
Ferð um norður
Múlasýslu á vegum
Kirkjuráðs
Séra Magnús Guðmundsson í
Ólafsvík og Dr. Árni Árnason,
héraðslæknir, eru nýlega komn-
ir heim úr rúmlega hálfsmánað-
ar ferð um Norður-Múlasýslu.
Var ferð þessi farin að tilhlut-
an Kirkjuráðs og kostuð af
Prestakallasjóði. Lögðu þeir af
stað í för þessa hinn 11. júlí og
komu heim aftur 30. s. mán.
Alls héldu þeir samkomu á 11
kirkjustöðum. Hófust þær með
guðsþjónustu, er séra Magnús
flutti, en að henni lokinni flutti
Dr. Árni Árnason erindi um
trúarleg og siðfræðileg efni. Að
lokum talaði séra Magnús nokk-
ur hvatningar- og árnaðarorð
til safnaðanna, en sóknarprest-
arnir þökkuðu fyrir sína hönd
og safnaðarins.
Aðsóknin var mjög misjöfn,
enda heyannir víða að hefjast,
og fólk bundið við margskonar
annir. Þó telja þeir félagax’nii',
að sóknin hafi mátt kallast
mjög sæmileg, eftir atvikum og
víða góð, einkum þó á útisam-
komu á hinu nýja íþi’óttasvæði,
er Samband ungmennafélaga
Austurlands hefur komið sér
upp á Eiðum.
í ítai’legri skýrslu um ferð
þessa, er séra Magnús hefur
sent Kirkjublaðinu, kemst hann
að lokum svo aðorði:
„Þegar ég nú hugsa um ferð-
ina eftir að vera kominn heim,
þá spyr ég mig: Er hægt að
vonast eftir nokkrum ái’angri
af slíki’i fei’ð? Ég finn, að þeiri’i
spurningu get ég ekki svarað.
Árangurinn fel ég honum, sem
ávöxtin gefur.
Ég vil enda þessi orð mín með
því að þakka öllum þeim, sem
við heimsóttum, ágætar móttök-
ur. Ég þakka öllum sóknarprest-
um í Norður-Múlasýslu þeirra
Séra R. Magnús Jónsson
hálfníræöur
Séra Run. Magnús Jónsson, .......
Hinn 18. þ. mán. átti hann
85 ára afmæli. Hann var px-est-
ur á Stað í Aðalvík í 29 ár.
Þetta er eitt af ei’fiðustu presta-
köllum landsins og afskekt, eins
og allir vita. En hann undi vel
að Stað. Hann sagði við mig, er
hann fékk, vegna lasleika, lausn
frá störfum 1934: „Ef ég væi’i
núna ungur kandidat, mundi ég
ekki skoða huga minn um að
sækja um Stað í Aðalvík. Hvergi
er eins fi’jálslegt og gott að
vei'a. Hvei’gi er fegui'ra".
Séi-a Magnús er glæsilega gáf-
aður maður og vinur vina sinna.
Nú er hinn karlmannlegi og
sterki rnaður kominn á kné
vegna fangabragða ellinnar.
Hann hefur ekki lengur fótavist,
en hefur um alllangt skeið dval-
ið í Sjúki’ahúsi Isafjarðar.
Kirkjublaðið sendir honum
blessunai'óskir á ævikvöldi hans.
S. S.
miklu fyi’ii’höfn fyrir okkui’,
fyrir allt það, sem þeir lögðu á
sig svo að ferð okkar mætti tak-
ast vel og góður árangur af
henni vei’ða. Einkum þakka ég
prófastinum á Hofi hans miklu
og góðu fyrirgreiðslu, en hann
skipulagði ferð okkar og veitti
okkur mai’gháttaða aðstoð.
Ég þakka - söfnuðunum og
safnaðarfólkinu í Norður-Múla-
sýslu, þar sem við komum. Ég
þakka þeim mörgu, sem lögðu 1
það á sig að sækja guðshús til
okkar um hábjargræðistímann,
öllum, sem sýndu og sýna á-
huga á málefnum kirkju og
ki’istindóms. Náðin Drottins
voi’s Jesú Krists sé með þeim
öllum.
En umfram allt þakka ég hon-
um, sem leiddi okkur og bless-
aði í allri fei’ðinni“.
Óveittu prestaköllin
Athygli skal vakin á því, að
umsóknarfi'estur um Sauðlauks-
dalsprestakall og Hólsprestakall
í Bolungarvík, er auglýst voru í
síðasta blaði, er útrunninn hinn
1. október næstkomandi.