Kirkjublaðið - 12.09.1949, Side 3
KIRKJUBLAÐIÐ
3
Vilhjálmur Þór
sextugur
Vilhjálmur Þór forstjóri átti
fimmtíu ára afmæli hinn 1. þ.
m. Hann er fyrir löngu lands-
kunnur fyrir störf sín, bæði á
sviði verzlunar og viðskipta og
þjóðmála. Hann er af allri þjóð-
inni viðurkenndur fyrir stórhug
og dugnað. Kirkju- og kristin-
dómsmálin eiga þar sem hann
er sannan vin og stuðnings-
mann. Þegar Akureyrarkirkja
var í byggingu átti hann sæti í
sóknarnefnd kirkjunnar og gaf
hann og kona hans frú Rann-
veig, vandað hljóðfæri í kirkj-
una, hið fyrsta Hamond-orgel,
er kom hingað til lands. Vil-
hjálmur á sæti í Kirkjuráði ís-
lands.
Kirkjublaðið óskar honum
heilla og blessunar í nútíð og
framtíð. S. S.
-----------------
Játningarritin....
Framh.
hér hjá oss fram yfir 1800' eins
og áður er minnzt á. Vestur-
kirkjan tók þó ekki játninguna
upp óbreytta, heldur bætti inn
í hana einu orði, filjoque, og
syninum, þar sem talað er um
frá hverjum heilagur andi er
út genginn og varð þessi breyt-
ing ein megin-orsök þess, að
austur- og vestur-kirkjurnar
skildust að fullu árið 1054.
Aþanasíusarjátningin er
kennd við Aþanasíus biskup í
Alexandríu, sem talinn hefur
verið einn mesti áhrifamaður á
Níkeuþinginu, og harðast gekk
fram á móti villuAríusar. Það
hefur þó sannazt, að játningin
er ekki frá honum runnin, ekki
heldur samin í anda hans, því
að hún snýst aðallega um kenn-
ingar, sem ekki komu fram fyrr
en alllöngu eftir hanas daga. —
Margt bendir til, að hún sé orð-
in til í vesturkirkjunni, senni-
lega fyrir 670, því að þá virðist
vera vitnað til hennar í kirkju-
fundarsamþykkt. — Játningin
fjallar aðallega um tvö kenn-
ingaratriði: fyrri kafli hennar
um þrenninguna, en síðari kafl-
inn um holdtekju Krists og eðli
hans. Hún hefur aldrei verið
almennt þekkt hér á landi. Eft-
ir upphafsorðum sínum er hún
oft imLid „Quicunque vult“ eða |
Hmn almenni
kirkiufundur
Þegar upphaflega var boðað
til hinna almennu kirkjufunda
hér á landi, vakti það og það eitt
fyrir forgöngumönnum málsins,
að slíkir fundir presta og sókn-
arnefnda landsins mættu verða
til þess að efla og glæða áhug-
ann á kristilegu starfi, vekja
safnaðarvitund og safnaðarlíf
og styrkja þannig kirkjuna og
kristindóminn í landinu. Hitt
var. aldrei ætlunin, að þeir fund-
ir ættu að verða vettvangur
deilna um trúfræðileg ágrein-
ingsefni og því síður að þar
bæri að gera nokkrar bindandi
samþykktir um þau kenningar-
atriði, sem einkum væri ágrein-
ingur um innan kirkjunnar. —
Sjálft form kirk j ufundanna
gerði allar slíkar samþykktir að
hreinni fjarstæðu. Hér var ekki
um að ræða fulltrúasamkomur
sérstaklega kjörinna fulltrúa
kirkjunnar, heldur voru á
kirkj uf undina boðaðir auk
sóknarprestanna allir safnaðar-
fulltrúar og sóknarnefndir
landsins, en þær eru vitanlega
kjörnar í allt öðrum tilgangi en
þeim að setja prestunum með
fundarsamþykktum nokkrar
reglur um það, hversu þeir
skuli haga kenningu og boðun
fagnaðarerindisins. Þessir fund-
ir voru góðir og gagnlegir
kirkjunni á meðan þeim var
haldið innan þeirra takmarka
sem til var ætlazt í upphafi. Þar
skiftust menn á skoðunum. Þar
sögðu menn frá reynslu sinni.
Þar glæddu menn áhuga hvers
annars, þar var hvatt til átaka
og aukinna starfa, og þar tókst
mikilsverð 'kynning manna frá
fjarlægum stöðum sem sameig-
inleg áhugamál tengdi saman.
Yfirleitt voru kirkjufundirnir
með þeim blæ, að fundarmenn
fóru þaðan ánægðir og auðgaðir
að áhuga og starfslöngun fyrir
málefni kristindómsins og
kirkju.
Síðasti kirkjufundurinn, sem
haldinn var í Reykjavík fyrir
tveim árum, varð því miður
„Symbolum quicunque“, þ. e.
játningin „Sérhver sá“, og legg-
ur áherzlu á, að enginn geti orð-
ið hólpinn, nema hann trúi því,
sem í játningunni stendur.
Þótt þessar þrjár játningar
séu nefndar hinar almennu, er
þess þó að gæta, að einungis ein
þeirra, Níkeujátningin, er talin
hafa játningargildi í grísk-
kaþólsku kirkjunni, og það vit-
anlega í óbreyttri mynd sinni,
án filioque. Er þá engin játning
eftir, sem orði til orðs sé viður-
kennd af öllum kirkjudeildum,
og auk þess eru til ýms minni
kirkjufélög, sem hafa jafnvel
engar játningar.
Niðurlag í næsta blaði.
sorgleg undantekning og bar
allt annan svip en fyrri fundir.
Enda munu flestir hafa farið ó-
ánægðir heim af þeim fundi og
ýmsir höfðu við orð að slíka
fundi mundu þeir aldrei sækja
framar. Það kom fljótt í Ijós á
fundinum að hópur manna und-
ir forustu fáeinna íhaldssamra
presta og trúboða leitaðist við
að gera fundinn að vettvangi
trúfræðilegra deila og sundr-
ungar. Var svo að sjá, að þessir
menn hefðu beinlínis hafið lið-
samdrátt og skipulagsbundin
samtök í þessu skyni. Og þeim
heppnaðist þetta áform. Um-
ræður urðu allar með öðrum
blæ en áður höfðu tíðkast. Og
í fundarlok tókst þeim að bægja
biskupi landsins frá því að eiga
framvegis þátt í unclirbúningi
almennra kirkjufunda, bola
burtu þeim mönnum, er átt
höfðu sæti í undirbúningsnefnd
kirkjufundanna, sumir frá upp-
hafi þeirrar hreifingar, svo sem
séra Friðrik Rafnar vígslubisk-
upi, próf. Ásmundi Guðmunds-
syni formanni Prestafélags fs-
lands, Valdimar Snævar f.
skólastjóra og Sigurði Halldórs-
syni forstöðumanni fríkirkju-
safnaðarins í Rvík, en velja í
þeirra stað menn úr sínum hópi
eingöngu og þar á meðal ýmsa
þá, sem þjóðin vissi lítil eða
engin deili á.
Með þessu háttalagi að úti-
loka þessa menn frá allri þátt-
töku í undirbúningi kirkjufund-
anna og velja í stjórn þeirra
þá menn eina, sem tilheyrðu
þeirri guðfræðistefnu, sem að-
eins örlítill hluti prestanna og
þjóðarinnar aðhyllist, var í
raun og veru sú hugsjón, sem
vakti fyrir forgöngumönnum
hinna almennu kirkjufunda frá
upphafi, gjörsamlega fyrir borð
borin. Undir hinni nýju forustu
gat naumast orðið um almennan
kirkjufund að ræða framar. —
Þetta mun og kirkjuráði hafa
verið ljóst, þar sem það hefur
eigi enn veitt fjárstyrk til
kirkjufundar á þessu ári, en
undanfarið hefur það jafnan
styrkt þessa starfsemi.
Ef til vill hefði mátt lagfæra
það mikla vígslspor, er stigið
var á síðasta kirkjufundi, með
því móti að fjölmennur kirkju-
fundur hefði haldinn verið á
hentugum tíma, þar sem valdir
hefðu verið í stjórn kirkjufund-
anna framvegis menn, er þjóð-
in gæti borið traust til. En í
stað þess að gefa fólkinu tæki-
færi til þess að mæta á slíkum
fundi, hefur hin nýja undirbún-
ingsnefnd nú fyrir skömmu
boðað kirkjufund í Reykjavík,
síðai'i hluta októbermánaðar í
haust, örfáum dögum.fyrir al-
þingiskosningar. Óheppilegri
fundartíma var ekki unnt að
velja þar sem almennar kosn-
ingar til Alþingis standa þá
fyrir dyrum og gera fundar-
sóknina með öllu ómögulega úr
dreifbýlinu að minnsta kosti
fyrir þá, sem bundnir eru við
kjörstjórnarstörf og raunar
miklu fleiri.
Það má því hiklaust búast við
að þessi fundur verði yfirleitt
ekki sóttur nema þá af nokkr-
um mönnum úr Reykjavík og
næsta nágrenni hennar. Flestir
þeirra, sem þangað eru boðaðir
úr hinum fjarlægari héruðum,
munu sitja heima, enda er það
sennilega réttasta svarið eins
og allt er í pottinn búið.
Þessi fundur, ef af honum
verður, getur aldrei orðið al-
mennur kirkjufundur. Hann er
boðaður á þeim óheppilegasta
tíma, sem hægt var að finna.
Hann er boðaður af þeim mönn-
um, sem einhliða fylgja þeirri
guðfræðistefnu, sem allur þorri
þjóðarinnar og prestar landsins
ekki aðhyllist. Hann er því og
hlýtur að verða í eðli sínu ein-
hliða samkoma þeirra fáu sem
aðhyllast ortodoksa guðfræði
stefnu líka þeirri sem séra
Magnús Guðmundsson hefur
verið að lýsa hér í blaðinu en
ekki almennur kirkjufundur
Þjóðkirkju Islands.
-------—-—
Abide with me
Þijðing Matth. Jochumssonar.
Ver hjá mér, herra, dagur óðum
dvín,
ó, drottinn, ég hef lengi saknað
þín,
í æskuglaumnum gleymdi sál
mín þér,
í gleðidraumnum uggði ég lítt
að mér.
En þegar loksins lækka tók mín
sól,
ég leita fór og spyrja: Hvar er
skjól?
En veröld gegndi: Veika dauð-
ans hey,
þín von er fánýt,-----guð þú
finnur ei.
Þá hræddist ég: I húmi þessu
ég dey,
ég hrópa tók, ef guð minn finn
ég ei.
Og brjóst mitt tók að buga kvöl
og nauð, —
þá birtist þú og gafst mér lífs-
ins brauð.
Þá lukust upp mín augu, herra
kær,
hve ásýnd þín var náðarrík og
skær,
ó, hvílík sæla hressti og gladdi
mig,
ó, hvílík sæla, guð, að finna þig,
0, herra, dvel nú það, sem eftir
er,
og aldrei framar lát mig týna
þér,
því mér er betri kvöl við Jesú
kross
en konungstign, ef missti ég því-
líkt hnoss.
Aöalfundur Presta-
félags Suðurfands
Aðalfundur Prestafélags Suð-
urlands var haldinn á Þingvöll-
um, sunnudaginn og mánudag-
inn 28. og 29. fyrra mánaðar.
Hófst fundurinn með guðs-
þjónustu í Þingvallakirkju kl. 5
á sunnudaginn. Séra Björn
Magnússon prófessor predikaði.
Er fundarmenn höfðu snætt
saman í Valhöll um kvöldið, var
aftur gengið til kirkju. Séra Sig-
urður Einarsson flutti þar er-
indi. Hann gaf því ekki nafn,
en það fjallaði um trúarhug-
myndir fólksins í landinu, eins
og þær eru í dag. — Þess-
ari samverustund lauk með
kvöldbænum, er undirritaður
annaðist.
Mánudagsmorguninn kl. 9V2
hófst fundur að nýju í Þing-
vallakirkju með morgunbænum
séra Jóns Þorvarðssonar pró-
fasts í Vík. Var síðan gengið til
aðalfundarstarfa. Minntist for-
maður eins látins félaga á síð-
asta starfsári, hins ástsæla
fyrrv. dómprófasts í Reykjavík,
séra Friðriks Hallgrímssonar.
Heiðruðu fundarmenn minn-
ingu hans með því að rísa úr
sætum. Þá var reikningur fé-
lagsins samþykktur og stjórnin
endurkjörin með skriflegri at-
kvæðagreiðslu, en hana skipa:
Séra Hálfdán Helgason form.,
séra Sigurður Pálsson og séra
Garðar Svavarsson.
Að aðalfundarstörfum lokn-
um flutti séra Eiríkur Brynjólfs
son erindi, er hann nefndi:
„Minningar úr Vesturheimi“,
einkar létt og skemmtilegt og
voru fundarmenn honum inni-
lega þakklátir fyrir.
Næst á dagskrá var umræðu-
efni fundarins: ,.Hvað og hvern-
ig eigum vér að prédika“. Frum-
|mælandi var séra Jakob Jóns-
son. Urðu umræður fjörugar og
jstóðu lengi dags. Virtust allir
sammála um hver ætti að vera
þungamiðja prédikunarinnar,
en skoðanir skiptust um „hvern-
ig“ prédika skyldi. Niðurstöður
varð auðvitað ekki um að ræða,
hvað snerti þennan síðari lið,
en vel máttu þær umræður all-
ar verða mönnum örvun og
hvatning og óneitanlega brugðu
þær Ijósi yfir margt.
Að þessum umræðum loknum
flutti séra Sigurður Pálsson
mjög athyglisvert erindi, er
hann nefndi: „Kirkjan“.
Var nú degi tekið að halla og
lauk fundinum með því að allir
fundarmen gengu til altaris.
Annaðist formaðurinn séra
Háldán Helgason prófastur þá
þjónustu. Garðar Svavarsson.
Senn slokkna öll mín litlu gleði-
ljós,
og líf mitt fjarar út við dauð-
ans ós,
— og húmið stóra hylUr mína
brá:
Ó, herra Jesú, vertu hjá mér þá.