Kirkjublaðið - 12.09.1949, Qupperneq 4
Þakkið Drottni, ákallið nafn
hans, og gjörið máttarverk hans
kunn meðal þjóðanna.
(Sálm. 105, 1. v.).
Mánudagmn 12. sept. 1949.
Verið fullkomnir, áminnið
hvor annan, verið samhuga, ver-
ið friðsamir.
(II. Kor. 12, 11).
Gullbrúðkaupsk væ ði
Hinn 30. júní síðastl. áttu gullbrúðkaup hin merku og
vinsælu hjón, séra Stefán B. Kristinsson f. sóknarprestur að
Völlum í Svarfaðardal og prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi
og kona hans frú Sólveig Pétursdóttir (f. Eggerz) en þau hjón
eru nú búsett í Hrísey.
Þenna dag heimsóttu þau margir vinir og góðkunningjar
og flutti þá Valdimar Snævarr f. skólastjóri þeim kvæði það, er
hér fer á eftir:
Hljóðs bið ég yður,
heyrendur mínir.
Slá vil ég slakan
streng veikróma.
Mæra vil ég milding
munarkæran,
leyfa ljóðstöfum
lofsæla frú.
Þá var ég ungur
á aldarmorgni,
örsnauður drengur
á Austurlandi.
Hart var í ári,
hart var í búi.
Leiðir lokaðar
lítilmagna.
Mér er í minni
matarstritið,
þrotlaust erfiði,
þröngur kostur.
Margur maður
mun þess ei hafa
bætur beðið
að banadægri.
Lokuð var leið
að lindum mennta
meðalmönnum
á morgni aldar.
Brann þó í brjósti
býsna mörgum
ljúfsár löngun
til lærdómsframa.
Aðeins auðnaðist
afreksmönnum
að ná til linda
latneskra fræða.
Herðar og höfuð
hátt þeir báru
yfir fjöldann,
er einskis naut.
Settu þeir svip
á sveit og staði
lyftu læknisdómi,
lærðu skóla,
sungu drottni dýrð,
— dunaði kór —
höfðu forystu
í félagsmálum.
Einn hinn ítrasta
allra þeirra
hyllum vér í dag
hjartans glaðir,
— þann, er grös græddi,
guðsvilja kenndi,
söng drottni dýrð
í dal Svörfuðar.
Lágt bar þá Velli,
lutu burstir,
er þangað héldu
hjónin ungu.
Hikað var ei,
en hart var sótt.
Gjörðist brátt
garður frægur.
Sótt var í Velli
senn hvað leið
holl ráð og heil
til húsfreyjunnar.
Lagði hún jafnan
líknandi hönd
yfir manna mein,
þótt mæddist sjálf.
Hátt bar Velli,
er hús fylltust
glöðum gestum
á góðum degi.
Hátt var hlegið,
hærra sungið,
engum ofaukið,
engum gleymt.
Ljúft er að minnast
liðinna stunda.
Gott er að hittast
á heillastundu.
Gaman að njóta
gullbrúðkaupsdags
ykkar ágætu,
ástsælu hjón.
Margt er að þakka
á mörgum sviðum.
Góð var kynning
á gömlu Völlum.
Lengi mun lifa
í lýða minni
orðstírr frábærra
öðlingshjóna.
Mér varð reikað
í morgun snemma
um Vallatún
vafið döggvum.
Sýn mér gaf:
Ég sá hvar risu
blóm af beði. —
báðu fyrir kveðju.
Heyrði ég rétt?
Hringdu ei klukkur?
Ómar ei kirkjan
af ástar kveðjum?
Kór kvað við
og hvelfdir bogar:
Heill sé honum
hirðinum trúa!
Heill hvíli yfir
heimili ykkar,
elska guðs.
ástúð vina,
glaður geisli
gæfusólar,
heiðbjarmi skær
hnígandi dags.
Slaknar strengur,
slætti skal hætt.
Kveðjum er skilað,
kvæði lýkur.
Þökk fyrir ótal
yndisstundir.
Guð blessi ykkur,
göfugu hjón!
Ari Sfefánsson
sjötugur
Ari Stefánsson meðhjálpari
við Hallgrímskirkju í Reykja-
vík varð sjötugur 18. ágúst síð-
astliðinn. Hann er fæddur á
Þverhamri í Breiðdal, en bjó
lengst af að Laufási í Kirkju-
bólsþorpi í Stöðvarfirði, unz
hann fluttizt til Reykjavíkur
1928.
Á Laufási stundaði Ari sjó-
inn af miklu kappi, en lagði auk
þess fyrir sig smíðar, og eftir
að hann kom til Reykjavíkur,
vann hann í þjónustu pósthúss-
ins við smíðar og eftirlit. —
Þegar farið var að messa í Hall-
grímssókn, urðum við svo
heppnir að fá Ara fyrir með-
hjálpara. Hann hafði áður ver-
ið meðhjálpari austan lands, og
var kunnur að því að vera ein-
lægur áhugamaður um kirkju-
mál. Það hefur komið í ljós, að
Ari er ekki aðeins góður með-
hjálpari „í kórdyrunum“, held-
ur er öll hans umgengni um
kirkjuna og umsjá hennar með
sérstökum ágætum. Hreinlæti,
reglusemi og stundvísi ber vott
um það, að í meðvitund með-
hjálparans eru það helgir dóm-
ar, sem hann hefur umsjá með.
Ari er ákveðinn og einlægur
trúmaður, en eins og flestir al-
vörumenn, hefur hann næmt
auga fyrir því, sem broslegt er.
Ari meðhjálpari á allmikið safn
af kýmnisögum, en safnar fleiru
Hann er náttúruskoðari, sem
sérstaklega hefur lagt sig eftir
að safna fallegum og sérkenni-
legum og sjaldgæfum steinum.
Kemur einnig þar fram eftir-
tektargáfa hans og smekkvísi.
Bókamaður er Ari, og ann mjög
öllum fróðleik. Hann lítur á
góðar bækur sem góða vini. 1
samkvæmum og annars staðar
þar sem gleði er á ferðum, er
Ari hrókur alls fagnaðar, og
tekur þátt í dansinum með lífs-
fjöri hins síunga manns. Þar
sem fólk safnast að hljóðfæri til
söngs, kann Ari vel við sig.
Sjálfur er hann söngvinn og
heimili hans hefur jafnan verið
gleðinnar staður.
Kona Ara heitir Marta Jóns-
dóttir, og hafa þau hjónin verið
samhent í öllu sínu starfi. —
Þau eiga heima á Vífilsgötu 21
hér í bæ, og njóta þeirrar á-
nægju á efri árum sínum, að
hafa dætur sínar í nágrenni við
sig, og - margir Austfirðingar
halda áfram að njóta hinnar
gömlu Laufás-gestrisni hjá Ara
og Mörtu og dætrum þeirra.
Þessi grein um minn góða
vin og samverkamann verður
ekki lengri, enda er jeg ekki
viss um, að hann hafi gott af
meiru í einu. — En ég vil að
lokum þakka honum og konu
hans allt gott, sem ég og mitt
Hátíð í
Sunnudaginn 21. ágúst var
mannmargt í Skálholti. Er
sjálfsagt langt síðan annar
eins mannfjöldi hefur verið þar
saman kominn til hátíðarhalda.
Skálholtsfélagið gekkst fyrir
þessari hátíð og er áformað, að
efnt verði til sams konar til-
breytni í Skálholti á hverju
sumri eftirleiðis.
Eins og kunnugt er, vinnur
Skálholtsfélagið að kirkjulegri
endurreisn í Skálholti. Þeix’ri
meðvitund vex styi'kur með
þjóðinni, að ekki verði lengur
við það unað, að hinn foi’ni
kii’kjulegi og menningarlegi
höfuðstaður landsins sé í van-
hirðu og smánai’legri niðurlæg-
ingu. Öllum landslýð er kunn-
ugt, hvernig Skálholt var í’eitt
og rúið, um leið og biskupsstóll-
inn var lagður þar niður sam-
kvæmt erlendu valdboði á ein-
hvei’ju dapui'legasta skeiði í
sögu landsins. Dómkirkjan var
rifin, gripum hennar sundrað
og öðrum eignum. Eftir var af-
ræktur þjóðai’helgidómur, eins
og sár í hjartastað lands og
þjóðar. Öll saga Skálholts síðan
ber vott um niðurníðslu og
ræktarleysi. Loks komst stað-
urinn í opinbera eigu fyrir
nokkrum árum. En af opin-
berri hálfu hefur ekkert verið
gert á þá átt að bæta fyrir það,
sem miður hefur farið. Loks var
samþykkt á Alþingi að reisa
búnaðai’skóla í Skálholti.
Þótt gott eitt sé um slíka
stofnun að segja út af fyrir sig,
geta landsmenn ekki séð, að með
þess konar frakvæmdum sé Skál
holt endurreist í raun og veru
né helgustu minningar þjóðai’-
innar x-æktar og virtar á við-
unandi liátt. Þeir telja, að Skál-
holt verði ekki reist úr rústum
með öðru móti en því, að það
fái hlutverk að nýju í kix-kjulífi
landsmanna. Skálholtsfélagið er
samtök áhugamanna um þetta
mál. Það er öllum opið, sem vilja
vinna að kii’kjulegi'i enduri'eisn
í Skálholti. Það mai’kmið, sem
það stefnir að fyrst og fi’emst
er, að vígslubiskupinn í Skál-
holtsbiskupsdæmi foraa vei’ði
Skálholtsbiskup með aðstþðu til
að láta til sín taka og setja svip
á staðinn. í skjóli og framhaldi
fólk höfum notið af þeirra
hendi, og af hálfu samstarfs-
fólksins við kirkjuna vil ég
einnig þakka. Þar hefur sam-
starf meðhjálparans við prest-
ana, söngfólkið og söfnuðinn
ávalt verið gott.
Jakob Jónsson.
Skálholti
slíkrar ráðstöfunar má ætla, að
Skálholt mundi enn að nýju
skapa sér sögu, sem yrði í sam-
ræmi við þær minningar, sem
við það eru bundnar.
Um þetta stefnumál, svo og
endurreisn dómkirkjunnar, mið-
ar félagið við níu alda afmæli
biskupsstólsins, en það er
skammt framundan, á hvíta-
sunnu 1956.
Hátíðin í Skálholti sunnudag-
inn 21. ágúst var vel sótt, bæði
af fólki úr Reykjavík og hér-
aðsbúum og fór hið bezta fram.
Veður var fagurt, glaðnaði til
um hádegi og gerði hlýtt sól-
skin. Hin mikla náttúrufegurð
í Skálholti naut sín vel.
Messa hófst kl. 1. Biskupinn,
dr. Sigurgeir Sigurðsson, þjón-
aði fyrir altari, dr. Páll Isólfs-
son lék á orgelið og kór dóm-
kirkjunnar í Reykjavík söng
undir stjórn hans. Séra Sigur-
bjþrn Einarsson prédikaði. I
messulok flutti biskupinn ávarp
frá altari, þar sem hann rakti
nokkuð afskipti sín af Skál-
holti, viðleitni sína til þess að
fá stjórnarvöldin til að sýna
kirkju og stað einhvern sóma.
Ekki rúmaði kirkjan nærri
alla, sem viðstaddir voru, en
gjallarhorn fluttu það, sem
fram fór í kirkjunni um allan
staðinn.
Að lokinni messu var stutt
hlé en síðan hófst samkoma úti.
Dr. Bjarni Jónsson, vígslubisk-
up, flutti ræðu, minnti á nokk-
ur minnisstæð atvik úr sögu
Skálholtsstaðar. Þá flutti Matt-
hías Þórðarson, prófessor, er-
indi, las upp kafla úr ritgerð
um Skálholt eftir Guðmund
skáld Magnússon og kynnti
fornmenjar og þrnefni. Dóm-
kirkjukórinn sþng milli atriða.
Þorsteinn Sigurðsson á Vatns
leysu í Biskupstungum stýrði
útisamkomunni. Að lokum var
kjörin nefnd héraðsmanna til
þess að hafa forgöngu um sam-
tök innan héraðs um viðreisn
Skálholtsstóls. í nefndinni eru:
Séra Eiríkur Þ. Stefánsson,
prófastur, Torfastöðum; Páll
Hallgrímsson, sýslumaður, Sel-
fossi; séra Sigurður Pálsson,
Hraungerði; Þorsteinn Sigurðs-
son, bóndi Vatnsleysu og Ásgeir
Eiríksson, kaupmaður, Stokks-
eyri.
Hróbjartur Bjarnason, kaup-
maður, Reykjavík, sleit sam-
komunni með nokkrum orðum
fyrir hönd Skálholtsfélagsins,
þakkaði þátttöku og aðstoð og
hvatti til einbeittra átaka um
framkvæmd hugsjónanna um
Skálholt. S. E.