Kirkjublaðið - 17.10.1949, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 17.10.1949, Blaðsíða 1
VII. árg. 17. október 1949 17. tbl. Brautarholtskirkja á Kjalarnesi Brautarholtskirkju á Kjalar- nesi er getið í kirknaskrá Páls biskups um 1200. Þar var Niku- lásarkirkja og var bændaeign. Hún er nú útkirkja frá Mos- felli. Á Kjalarnesi voru að fornu kirkjur, bæði á Esjubergi, Þerney og Hofi, auk Saurbæjar- kirkju. Bænahús var á Álfsnesi. Brautarholtskirkja var af- hent söfnuðinum árið 1894. Nú- verandi kirkja í Brautarholti er timburkirkja með turni á þaki, reist árið 1857. Síðan hefir hún verið járnklædd utan og hlotið ýmsar aðgerðir og má enn telj- ast all stæðilegt hús, þótt nú sé orðin meira en níutíu ára göm- ul. Tvær umsóknir um Hólsprestakall Um Hólsprestakall í Bolung- arvík sækja þeir, séra Guð- mundur Guðmundsson, er um skeið var prestur að Brjánslæk og séra Sigurður M. Pétursson settur prestur að Breiðabólsstað á Skógarströnd. Kosning fer væntanlega fram í þessum mán- uði. Um Sauðlauksdalsprestakall barst engin umsókn. —---------------- Gjöf til kirkjusjóðs Grafarness Til viðbótar því, sem sagt var í síðasta blaði um 2000 króna gjöf til nýrrar kirkju í Grafar- nesi, skal það tekið fram sam- kvæmt upplýsingum frá héraðs- prófasti, að gjöf þessi var gef- in til minningar um Runólf Jónatansson f. oddvita Eyrar- sveitar og meðhjálpara í Set- bergskirkju, og er gjöfin frá börnum hans. Frá alþjóðaþingi frjáls- lyndra guðfræðinga í Amsterdam Dagana 19.—25. júlí síðastl. kom saman 'í Amsterdam al- þjóðaþing fyrir frjálslyndan kristindóm og trúfrelsi. Frá undirbúningsnefndinni hafði komið boð til kristilega stúdenta félagsins Bræðralags, í Rvík um þátttöku í þingi þessu, og varð það að ráði, að ég sækti þingið sem gestur fyrir hönd fé- lagsins. Að þingi þessu stóð alþjóðleg- ur félagsskapur, Sem nefnist International Association of Religious Freedom (I. A. R. F.), og geta frjálslyndar kirkjur og félög frjálslyndra kristinna manna átt aðild að félagsskap þessum. Þing þetta, sem var hið þrett- ánda slíkra þinga, kom saman í Amsterdam í Hollandi 19. júlí í sumar. Fyrsta daginn var þing- ið sett og skipað í starfsdeildir. Þingið starfaði í fjórum deild- um, sem menn gátu valið um þátttöku í, en deildirnar voru þessar: 1. Þjóðfélagsmáladeild. Við- fangsefni hennar var bar- áttan milli einstaklings- hyggju og samfélagshyggj u, er þriðji möguleikinn til? 2. Guðfræði- og kennimennsku- deildin. Viðfangsefni hennar var: hið jákvæða hlutverk frjálslynds kristindóms. 3. Trúaruppeldisdeildin. Við- fangsefni hennar var: hvern ig ber að haga trúarlegu upp- eldi æskulýðsins. 4. Heimatrúarbragðadeildin. Viðfangsefni hennar var: af- staða frjálslynds kristin- dóms til annarra heimstrú- arbragða. Forseti þjóðfélagsmáladéild- ar þingsins var Dr. R. V. Holt, frá Manchester. 1 ályktun þeirr- ar deildar, sem er í tólf liðum, segir meðal annars: Vér erum sannfærðir um að aðeins á vegum trúarinnar sé unnt að sigrast á erfiðleik- um samtíðar vorrar og vér lítum svo á, að allir þeir, sem játast kristnir menn, eigi að taka höndum saman um þetta markmið. Vér trúum því að allir menn eigi að líta á sjálfa sig sem ráðsmenn, sem fyrir Guði og náunga sínum eigi að bera ábyrgð á þeim gjöfum, sem þeim hafa verið gefnar og þeim heimsgæðum, sem þeir hafa undir höndum, og að virða beri rétt sérhvers manns til að geta lifað frjáls undan ótta og skorti, búa við þjóð- félagslegt öryggi, góð vinnu- skilyrði og hæfilega hvíld og menntun. Oss er ljóst, að hið ábyrga þjóðfélag frjálsra manna verður að byggjast á því að mönnunum sé veitt trúarleg siðferðisleg og þjóðfélagsleg menntun engu síður eh hin vitsmunalega og tæknilega, og vér mótmælum alvarlega sérhverri viðleitni kirknanna í þá áttina að nota ríkisskól- ana til áróðurs fyrir sig. Vér vitum ekki, hvað fram- tíðin kann að bera í skauti sér, og oss er ljóst að leiðin til farsælla lífs kann að liggja eftir vegum, sem oss eru huld- ir enn. En vér erum sannfærð ir um, að hin bjartari fram- tíð bíður vor ekki nema því aðeins að vér berjumst með öllum þeim kröftum, sem Guð hefur gefið oss í huga, sál og anda til þess að greiða henni veg. Og að ef vér höfum full- an vilja á því að nota alla krafta vora í þjónustu Guðs og til blessunar fyrir menn- ina, þá getum vér lifað í ör- uggu trausti og von til Guðs um að upp af rústum hins gamla rísi ný og betri fram- tíð. Þegar Guð sér tímann til þess fullnaðan; * I þingdeildinni, sem fjallaði um guðfræðileg og kennimann- leg efni var forseti Dr. F. Buri, frá Basel í Sviss. Ályktanir þeirrar deildar voru í sex liðum þessar: Hin guðfræðilega deild hins þrettánda alheimsþings fyrir trúarlegt frelsi hafði þriggja daga umræður um, hver ætti að vera hinn jákvæði boðskapur frjálslynds kristindóms, og þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsum efnum komum vér oss saman um þessar ályktanir: 1. Vér trúum á Guð, hinn ó- mælanlega og eilífa skapara heimsins og mannsins, sem með því að skapa manninn í sinni mynd hefur gefið honum vegsemd, sem hann getur aldrei glatað. Hann hefur sett manninn sem tak- markaða en frjálsaveru and- spænis sér, til þess að mað- urinn megi gefa sjálfan sig honum í trausti og kærleika. 2. Vér trúum því, að maðurinn geti notað frelsið, sem Guð hefur gefið honum, annað- hvort sér til hjálpræðis eða tortímingar. Ef hann keppir að sjálfselskufullum mark- miðum tortímir hann sjálf- um sér, ef hann opnar hjarta sitt fyrir Guði og náunga sínum finnur hann hið sanna líf. 3. Vér trúum því, að Kristur birti oss hina guðlegu elsku. Hann sýhir oss föðurinn, sem vér getum snúið oss til í allri sekt vorri og neyð. Hann sýnir oss náungann sem bróður vorn, sem vér berum ábyrgð á í allri sekt hans og neyð. 4. Vér trúum því, að vér eigum að lifa samfélagslífi á jörð- unni, fyrir kærleika Guðs, vera óþreytandi og kærleiks- rík í starfinu fyrir heiminn, og að vér eigum að leita Guðríkisins í óþreytandi starfi fyrir meðbræður vora. 5. Vér trúum því, að Guð gefi oss á hverjum tíma nægileg- an skerf sannleikans til þess að vér getum fundið veginn til að lifa. Þekking vor er í molum. Vér þorum ekki að þröngva upp á aðra þeim sannleika, sem oss hefur ver- ið gefinn, eða staðhæfa það, að hann muni vera hinn end- anlegi sannleikur á öllum komandi tímum. Þar sem andi Guðs er, þar er frelsi. 6. Vér trúum því, að þannig sé Guð með oss, að vér höf- um frjálsræði til að gera Framh. á 3. síðu. Jubilprestur Hinn 15. þ. m. átti séra Hall- dór Jónsson á Reynivöllum 50 ára prestskaparafmæli. Vígðist hann prestsvígslu 15. október 1899 af herra Hallgrími Sveins- syni biskupi. Fór hann þá að- stoðarprestur til séra Þorkels Bjarnasonar að Reynivöllum í Kjós. Fékk hann síðan veitingu fyrir Reynivallapi’estakalli, sam kvæmt kosningu safnaðarins, 7. júní 1900. Hefur hann ávalt þjónað því prestakalli síðan. Ævisaga séra Halldórs verð- ur ekki rakin hér að þessu sinni. Hann er fyrir löngu þjóðkunn- ur maður. Hefir hann verið brautryðjandi um mörg fram- fara- og menningarmál. Hann hefir verið búhöldur mikill og setið staðinn vel. Ritað mikið í blöð og tímarit um landbúnaðar- mál, bent á mikilvægar leiðir fyrir þjóðina á sviði fjármála, samið sönglög og gegnt marg- víslegum trúnaðar- og forystu- mannsstörfum fyrir hreppsfé- lag sitt og sýslufélag. En prests- starfið var honum þó alltaf hug- stæðast og kærast, enda hefir hann ávalt verið mjög skyldu- rækinn prestur. — Hann hefir stutt sóknarbörn sín eftir megni og verið þeim ráðgjafi og faðir. Hann á líka miklum ást- sældum að fagna. Enn er séra Halldór fullur á- huga og starfar hvern dag af miklu fjöri að hugsjónamálum sínum og hugðarefnum. Kona séra Halldórs, Kristín Hermannsdóttir Johnsens sýslu- manns á Velli í Hvolhreppi and- aðist 30. júní 1941. Vinir séra Halldórs senda honum allir innilegar blessunar- óskir og samfagna honum að hafa fengið að starfa jafn lengi og raun er á orðin að þeim mál- efnum, sem hann ann og hefir þráð að fórna sér fyrir. Kirkjan biður Jubilprestin- um allra heilla og blessunar og þakkar honum dygga þjónustu. S. S.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.