Kirkjublaðið - 31.10.1949, Blaðsíða 1
VII. árg.
Mánudagur, 31. október 1949.
18. tbl.
Séra Jón Thorarensen:
VETRI HEILSAÐ
Útvarpsræða 1. vetrardag 1949.
Brefttingsslaða-
kirkja á Flaft-
eyjardal.
Brettingsstaðakirkja á Flat-1
eyjaral í Suður-Þingeyjarpró- ■
fastsdæmi er timburkirkja meði
forkirkju og turni reist árið
1897. Áður hafði þar eigi verið
kirkja. En með landshöfðingja-
bréfi 9. maí 1894 er leyft að
flytja Flateyjarkirkju þangað,
og var svo kirkjan á Brettings-:
stöðum byggð þrem árum síðar. ■
Kirkju í Flatey á Skjálfanda'
er getið í Auðunnarmáldaga um j
1318 og er þar talin eiga tólft-'
ung eyjarinnar auk jarða á
Flateyjardal, þar á meðal Brett-
ingsstaði. Þangað er tollur gold-1
inn af 7 bæjum. Rúmum 100 ár-;
um síðar eða árið 1429, er Jón
’ ■ j
biskup Vilhjálmsson ritar mál-
daga kirkna í Þingeyjarsýslu, [
er Flateyjarkirkja fallin en
gripir hennar hafa verið fluttir
að Grenjaðarstað og Nesi. Eigi
er heldur kirkju getið í Flatey
í kirknaskrá Ólafs biskups Rögn
valdssonar um 1461. Hvenær'
kirkjan í Flatey hefir verið end-1
urreist, er mér eigi kunnugt, en .
um 1712 telur Árni Magnússon |
þar kirkjustað, og getur þáj
einnig um hálfkirkju í Vík í
Flateyjardal. Sú kirkja er nú-!
löngu af tekin en Flateyjar-j
kirkja flutt að Brettingsstöðum
laust fyrir síðustu aldamót eins
og áður segir.
Nú er allmikill hugur í Flat-
eyingum að reisa kirkju sína
að nýju og hefir þegar verið
safnað allverulegu fé í því
skyni.
í biskupsvisitazíu 1921 er
kirkjan talin eiga lítinn silfur-
kaleik með patínu og tvo ljósa-
stjaka litla. Er þess þar getið
að gömul altaristafla úr Flat-
eyjarkirkju hafi þá fyrir
skömmu verið seld Þjóðminja-
safninu.
Brettingsstaðakirkja er út-
kirkja frá Hálsi í Fnjóskadal.
Dagar mannsins eru sem grasið,
hann blómgast sem blómið á
mörkinni, þegar vindur blæs á
hann er hann horfinn.
Sálm. 103, 15—16.
Þessi orð hebreska sálma-
skáldsins minna oss á hverful-
leik lífsins. Skáldið sjer í anda
hve lík lögmál speglast í lífi
mannanna og í blómaskrauti
jarðarinnar. Hann sér hvernig
upp úr skauti jarðarinnar koma
grænar fíngerðar nálar sem
boðuðu að blóm væru á leiðinni
að fagna nýju sumri og sól, með
því að vaxa upp, og á hátindi
fegurðar sinnar að breiða út
blómkrónur með alls kyns litum,
skrauti og fegurð. Og hann sá
líka hvernig það lá fyrir öllum
gróðri að fölna aftur, missa lita-
skraut sitt, hníga og falla til
foldarinnar aftur. Hann sá hve
þetta var örstutt stund, sem
blómleggurinn hafði kraft. til
þess að brosa á móti lífinu og
sólarylnum með krónuna og hve
hinir bleiku litir haustsins og
hin hvíta héla vetrarins var fyrr
en varði komin yfir blómskrýdd-
an völlinn. Og hann sá í anda
hve líf vort mannanna var þessu
líkt í öllum höfuðatriðum. Hann
sá litlu börnin fæðast eins og
litla brumhnappa út úr ættar-
tré sínu og hann sá þau vaxa
upp, verða fegurri með hverju
árinu og verða eins og sterkan
blómlegg til þess að bera fagra
ávexti fyrir foreldra sína og
ættir. Og hann sá menn vaxa
upp til þess að bera ávexti og
koma mörgu í framkvæmd á
heimsins vísu, en hann sá líka,
að mennirnir voru eins og fín-
gerð blóm, sem ekki þola að vind
urinn blási án þess að brotna,
hníga út af og deyja.
Og þegar hann hugsaði um
það hve líf mannsins er hverfult
og veikt þá kom honum í hug lík-
ingin frá blómunum og hann
mælti:
Dagar mannsins eru sem gras-
ið, hann blómgast sem blómið
á mörkinni, þegar vindur blæs
á hann er hann horfinn.
Veturinn er kominn, og sum-
ar horfið í tímans djúp og í
sannleika er það svo, að þegar
vér minnumst horfinna sól-
skinsdaga með gróðri og hita
sem hann byggði vonir sínar á.
þá eigum vér mikils að sakna.
Og þó að veturinn sé fyrir þá, er
njóta heilsu og krafta, oft far-
sæl og fögur árstíð, þá minnir
hann oss samt á dauðann í ríki
lífsins eins og skáldið segir:
Hvar eru blómin sæl frá sumri
ungu, und snjónum hvíla þau í
vetrargröf.
En hvernig er þetta með vet-
urinn nánar séð. Er það rétt að
hann vinni sigur á gróðri jarð-
arinnar? Já á þeim gróðri, sem
vor jarðnesku augu fá greint,
en á lífi rótanna og frækornanna
fær hann eigi unnið, svo að jafn
vel helfrosinn svörðurinn er
þrátt fyrir allt þrunginn af
gróðurmagni og þeim eiginleik-
um að rísa upp til nýs lífs í
nýrri og bjartri fegurð.
Máttur frækornanna er ein
stórkostlegasta opinberunin um
eilífa lífið, um upprisuna frá
dauðum, sem er kjarninn í krist
indóminum. Og þegar vér höf-
um alla vora æfidaga, vor eftir
vor, þessa miklu opinberun og
sönnun um upprisuna frá dauð-
um, hví skyldum vér þá efast
eða vera lítiltrúuð á upprisu vor
sjálfra, hví skyldum vér þá gera
höfundi lífsins þá sorg, að efast
um forsjón hans og visku oss til
handa. Þar eð Guðs forsjón vak-
ir yfir mætti hvers frækorns
þótt það hvíli í helfrosinni jörð,
hversu miklu fremur mun hann
þá vaka yfir eilífðareðli vor
mannanna og leiða oss frá dauð-
anum yfir til lífsins. Og með
þessu erum vér þá komin að oss
sjálfum, að mannlegu eðli og
forlögum mannlegs lífs, en við
það miðast allur boðskapur
kristinnar trúar. I lífi mann-
anna skiptist á sumar og vetur.
Það er ekki aðeins að þeir sem
komast á elliár hafi lifað svo
til vor, sumar og haust eins og
blómin, heldur skiptist á sum-
ar og vetur í andlegu lífi mann-
anna á hvaða tíma æfinnar sem
er, eftir því hvaða reynsla mæt-
ir þeim. Og það skiptir mestu
máli. Og í þessari lífsreynslu
sést það bezt hve skjótt hefur
sól brugðið sumri, hve vonirnar
geta brostið og hve maðurinn
getur á hvaða tíma æfinnar sem
er horfið frá sumri og sól inn í
skugga sorgar og andstreymis
þegar tekið er frá honum það,
En þegar það er hlut-
skipti allra jarðarbarna, að
sjá af þeim sem þeir elska, og
oft svo snögglega og óvænt, þá
hlýtur það að skipta mestu máli
fyrir manninn, að gera upp sem
fyrst við sig þann reikning sálar
lífsins og það viðhorf, er lýtur
að eðli og forlögum mannlegrar
sálar. Og hverri stund sem eytt
er án þess að eignast örugga
vissu um þetta höfuðmál lífsins,
henni er illa eytt. Því vér vitum
hvorki daginn né stundina. Vér
töluðum áðan um kraftaverk
það, er gerist með frækornið og
hversu miklu fremur mun þá
Drottinn allsherjar vaka yfir
oss og lífi voru, sem erum öll
dýru verði keypt eins og postul-
inn segir, og í sannleika eins og
dýrar byggingar þegar vér er-
um komin upp, enda eigum vér
að vera Guðs musteri. Eins og
maðurinn birtist oss hið ytra en
einnig ósýnilegur, því kjarni
hans er sálin, þannig eru til tveir
heimar, sá sýnilegi og hinn and-
legi sém er þýðingarmeiri en
þó ósýnilegur. Allir menn hafa
með sál sinni samband við þenn-
an ósýnilega heim, hvort sem
þeir vita af því eða ekki, Og ef
maðurinn vill ekki fljóta sof-
andi að feigðarósi verður hon-
um að skiljast að bak við allt
sem gerist er andlegur heimur,
andleg lögmál, sem ráða öllu í
vorum sýnilega heimi.
Biblían er full af frásögn-
um, um sýnir, drauma, sál-
farir, yfirnáttúrlegar lækning-
ar, upphafning á þyngdarlög-
málinu, en fyrst og síðast ættum
vér að minnast þess, að hún seg-
ir oss frá dýrðlegri upprisu Jesú
Krists. Þegar þetta er allt haft
í huga, sem í biblíunni er sagt, á
það að vera heilög skylda hvers
kristins manns að hafa opna sál
fyrir öllu því, sem dulrænt er,
fyrir öllu smáu og stóru er ger-
ist í lífi voru mannanná og ekki
verður rakið til þessa heims né
[þess sem sýnilegt er, því í öllu
: slíku er hinn andlegi og æðri
heimur að opinbera sig á marg-
an hátt fyrir sál mannsins. Þá
verður maðurinn einnig færari
um að hverfa frá sumartíðinni
inn í ríki vetrarins, hvort sem
átt er við slíkt í bókstaflegum
skilningi eða andlegum, þegar
hann sjálfur eða hans nánustu
fölna og hverfa héðan af jörðu.
Vér vitum að það er svo erfitt
að lifa slíkar stundir, að þá er
aðeins örugg vissa um fram-
haldslíf og endurfundi hinu-
megin, eina huggunin og eina
hugsunin sem í bæninni til
Drottins styrkir oss. Að flytjast
inn í annan heim, tekur litla
stund að dauðanum loknum, en
enga lýsingu á því eigum vér
enn í dag, er sé viðurkennd. —
Hinu er vissa fengin fyrir að
margar verur að handan eru við
staddar þann atburð og taka á
móti oss. Hafi maðurinn engar
illar venjur eða tilhneigingar
sem fylgja honum héðan, og sem
hann þarf fyrst að losna við, þá
getum vér vænst þess að hans
bíði fljótt glæsilegt tímabil til
þroska og sjálfsgöfgunar. Því er
það kappsmálið mesta að fara
héðan sem hreinastur á sálinni
því dauðinn breytir á engan hátt
eðli mannanna.
Enginn verður góður við það
að deyja, hafi hann ekki verið
það á jörðunni. En höfuðatriðið
er þó, að vor allra bíður æðra líf,
eilíft líf, þar sem vér fáum upp-
fyllingu á þeim fyrirheitum
Guðs að vinna oss upp, — sigra
sérhvað það í oss sjálfum, er
tafið hefir þroska vorn svo vér
öll getum orðið hrein og fögur
blóm í hans eilífu sumar dýrð.
Þú, sem hefur mist ástvin þinn,
sem gaf þér svo góðar minning-
ar um sig, er hann eða hún fór,
ég bið þig að minnast þess að
hafir þú verið fullviss þess, að
með honum bjó þrá til þess að
verða þér og öðrum til góðs,
hversu miklu meir mun það þá
verða metið þar sem hann dvel-
ur nú.
Og á þeim brautum blessunar
eru þeir margir hverjir komnir
lengra en oss dreymir um og því
lengra sem líður, þess meiri von
eigum vér um fullkomna og
gleðilega móttöku frá þeirra
hálfu er vér flytjum héðan. Og
með þessari trú og vissu skulum
vér styrkja sálir vorar nú á þess-
um nýja vetri og alla tíma og
minnast þess að veturinn, dauð-
inn og hverfulleikinn birtist að
eins jarðneskum augum vorum,
en í raun og sannleika er allt -
lífið séð frá Guðs hæðum sífeld
og látlaus för áfram til full-
komnunar og þroska, til sigur-
hæða og sólar.
Guð gefi yður öllum gleðileg-
an og farsælan vetur.