Kirkjublaðið - 31.10.1949, Page 2

Kirkjublaðið - 31.10.1949, Page 2
2 KIRKJUBLAÐIÐ kemur út hálfsmánaðarlega, ca. 25 blöð á ári. Auk þess vandað og 8tórt jólahefti. Verð kr. 15.00 árg. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Sigurgeir Sigurðsson, biskup. Utanáskrift blaðsins er : KIRKJU B’LA'ÐIÐ Reykjavík. — Pósthólf 532. Tekið á móti áskrifendum í síma ísafóldarprentsmiðja h.f. Sú þfóð geður liiaÓf sem irúir á liiió. Séra Halldór Kolbeins flutti prédikun 6. ágúst 1949 á þjóð- hátíð Vestmannaeyinga. Ræðu sína nefnir hann Hugsjónir há- menningar. — Eftirfarandi er kafli úr ræðunni: Vér vitum öll, hvernig jarð- bundin hugsun, meira að segja, þó hún sé mótuð af kærleika í viðskiptum manna og sambúð, fær aldrei fullsvalað lífsþorsta göfugustu manna. — Jarð- bundnar vísindarannsóknirhafa á voru tímum svo blindað hugi eigi fárra manna, að fyrir þeirra augum er þessi jörð og það, sem henni tilheyrir allt, sem skiptir máli, í mannlífi. — Ýmsir menntamenn íslenzkir hafa reynt það böl, sem af þess- ari blindu stafar og sumir lýst þeim fögnuði, sem fyllir hjart- að, er aftur birtir af degi sann- leikans. Einn í þeirra hópi er skáldið Einar Kvaran. Hann var hinn mikli spyrjandi og leit- andi og sá aðeins myrkur fyrir augum, ef öllu væri lokið við aðkomu dauðans. En fyrír rannsókn og raun- sæja hugsun, gekk hann úr skugga um, að sá lifir í blekking, sem hugsar að jarðlífið sé allt. Og þegar honum birtist ljósið hrópaði sál hans fagnandi: Þín náðin Drottinn nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér. í þinni birtu hún brosir öll, í bláma sé ég lífsins fjöll.- Lífsins fjöll eru hin himnesku sólarlönd eilífrar tilveru. Og sá, er lifir í vitund um þá hina miklu sigurgöngu til lífsins landa sem þeim er heitið, er elska Guð. hann á nýja veröld, því að jarðlífið er ekki nema brú til hinna eilífu heimkynna. -----En er Jesús sá mannfjöld- ann, gekk hann upp á fjallið. Og hann gekk ekki einungis upp á fjall til þess að flytja þar hið mikla ljóð um samlífið á jörð- unni. Hann gekk einnig upp á fjallið Golgata. — Og sú mikla, dimma fjallsýn varð síðan böð- uð upprisuljósinu. — Svo að menn mega vita, að lífið eitt er eilíf eign. Að enginn dauði er til. Og allir mega sjá í bláma lífsins fjöll. Hvað er framundan? Er það Séra Lárus Halldórsson: Sjómennirnir og kirkjan. Sjómannatrúboð í einhverri mynd er til með flestum þjóð- um kristnum, þeim er farmenn eiga eða fiskveiðar stunda. í því starfi hefir kirkjan reynt að ná til þeirrar stéttar þjóð- félagsins, sem starfa síns vegna fer'alla jafnan á mis við tæki- færi sem aðrir hafa til að njóta góðs af boðun hennar og sam- félagi. Biskup fór þess á leit við mig að ég segði lesendum Kirkju- blaðsins eitthvað frá þessu starfi, en ég kynntist því nokk- uð á Norðurlöndum í sumar sem leið. Vandi minn er aðeins vera í hátt á annað hundrað bæjum. Þarna innir sjómanna- trúboðið það starf af hendi að fylgja farmönnunum eftir, hvar í veröldinni sem er, með sem mest af þeim gæðum, er kirkj- an og heimilið hafa að veita. — Starfsmennirnir heimsækja skipin, sem fyrst eftir að þau koma í höfn, fara í vitjanir á sjúkrahúsin, sjómannaheimili og yfirleitt hvern þann stað þar sem finna má norrænan mann — sér í lagi sjómann — sem eitthvað væri hægt fyrir að gera. * .. , , ^ . I kirkjunni eru haldnar reglu sa að mjog er orðugt aS segja bundnar gl,ðsþjó„„st„r, þar er „okkuð sem nemur frá sro|sa(nast á hítíðastundnm En miklu malefm 1 Utllll bfaðagrein. [ Muti hins daglega starfs Vel ég því þann kostinn að á stöðinni fer fram í lesstofunni, sleppa með öllu sögu starfsem-i0/svvl ■„_,___ . * . . , , . sem opm er lengri eða skemmri ínnar, sem þo er milt.l og merkí- tima daglega Þal. crll iðaIega leg þott ekki se hun ykja long. hafðar margskonar samveru. Líet nægja að geta þess, að Sjo- stundjr og smáskemmtanir og mannatruboðið hofst a Norður- löndum síðari hluta aldarinnar sem leið og hefir síðan aukizt og margfaldast, ekki hvað sízt að blessunaríkum ávöxtum. Hér vildi ég geta nokkurra atriða um starfið eins og það er í dag, verð því að stikla mjög á stóru. „Sjómannamissionin" er sjálf stætt starf hvers um sig af oft glatt á Hjalla. En annars sitja sjómenn þar við „reyk og rabb“ yfir kaffibolla, líta í blöð að heiman, velja sér góða bók úr hillunni eða skrifa bréf sín, ellegar hlusta bara á útvarpið. Hegða sér í einu orði sagt rétt eins og heima hjá sér. Enda er j það markmiðið, að þarna sé XT * , , ,,. , sem heimilislegast. Viða eru Norðurlondunum, þott'samstarf , ., o, . , , ,,, ,., , „ , , (kuluspil og fleira þesshattar til se alltaf toluvert. En auk þess (,,,,. T . . ,. a , e.v , , . , j. . dægrastyttmgar. Þarna geta skiptist starfið í hverju landi í tvær sjálfstæðar greinar, sem hver um sig er oftast óháð hinni í starfsemi og stjórn. Þetta er annars vegar: Starfið meðal far- manna, mestmegnis rekið í er- lendum hafnarbæjum; og hins vegar: starfið meðal fiski- manna, sem nær eingöngu fer fram í heimalandinu. í Noregi, Danmörk og að miklu leyti í Svíþjóð eru þetta aðskildar starfsdeildir, sem reyndar hafa hvor um sig nóg með viðfangs- efnið á sínum reit akursins. En markmiðið er hjá þeim hið sjómenn fengið geymda fjár- muni sína um lengri eða skemmri tíma, eða senda heim. Þvotturinn þarf máske að ganga fljótt, því skipið liggur stutt. Sjómannastofan sér um að allt þess háttar komist í kring á réttum tíma, og sjó- maðurinn losnar við mikið vafst ur og ef til vill leit að þvotta- húsi, sem gerir honum kleift að fá fatnaðinn með sér í túrinn. Fleira mætti telja af þessu tagi, svo sem það að aðstoða sjómenn við innkaup í búðum * , . o. fl. Víða geta skipshafnir sama: „að stuðla að framgangi i „ , „ , „ , , , ., j fengið bokakassa með ser a sjo- Guðs rikis meðal norrænna sjo-1. manna“. Þetta starf er unnið; bæði með beinni boðun fagnað- arerindisins meðal þeirrar stétt- ar, sem sjaldnar á þess kost en aðrir þjóðfélagsþegnar að hlusta; og sömuleiðis með hverskonar félagslegri starf- semi og mannúðarverki, sem tök eru á að þjóna sjófarendum með. 1 hafnarbæjum um víða ver- öld eru norrænar sjómanna- kirkjur og stöðvar. Þær munu sú mikla hamingja, að þjóð vor eignist í ríkum mæli þessa ei- líf ðarvitund ? Að hún reisi tjaldbúðir sínar á ummyndunar- fjalli fullrar vissu um eilíft líf ? Eitt er víst: Sú þjóð getur lif- |er að; sem trúir á lífið. inn, stofnað er til ferðalaga um nágrennið, séð um íþrótta- keppni milli skipshafna, og þannig mætti lengi telja það sem heyrir til daglegum störf- um á sjómannastofunum. Þetta, sem sagt er, á einnig við um starfið á sjómannaheim- ilum heimastarfsins („Fisker- missionen“) .Þau eru víðsvegar, hvar sem sjómanna er von og einhver tiltök að starfrækja sjómannaheimili. Víða eru þau mjög snotrar og góðar vistar- verur, t. d. fannst mér mörg af heimilunum dönsku hjá Inden- landsk sþmandsmission til fyr- irmyndar hvað aðbúnað snertir. Annars er nú unnið að því að koma bæði húsum, starfstækj- um og starfstækni í það horf, tímarnir krefjast, en allt auðvitað miðað við að auka möguleika þess, sem er hið raun verulega markmið starfsins. Sjómannaheimilin í hafnar- bæjum og fiskiþorpum eru hvíld arstaðir, tómstundavettvangur, mötuneyti og oft gistihús eða raunveruleg heimili sjómann- anna. En mestu skiptir þó að þar er þeim flutt orð hins eilífa lífs. • Innlendu heimilin eru erlend- um sjómönnum samskonar griðastaður og sjómannakirkj- urnar og stofurnar í hafnar- borgum annarra landa verða þeim mönnum, er þangað leita. Danir eiga tvö dvalarheimili fyrir sjómannsekkjur. Annað þeirra heimsótti ég og leist mjög vel á fyrirkomulag allt og andann, er þar ríkti. Það voru Norðmenn, sem gerðu að veruleika þá hugmynd, sem reyndar var norsk einnig, „að setja kjöl undir sjómanna- heimilið". Veiðiflotinn er á ferð og flugi, ekki síst um síldveiðitímann, og ekki eru allsstaðar sjómanna- heimili. En sjómenn hafa hins vegar lært að meta starfið af viðkynningunni og það orðið þeim kært og ómissandi. Því var það að „Betelskipin“ norsku fóru á flot og fylgdust með veiðiskipunum. Skip þessi eru ekki aðeins kirkja sjómannanna og sam- komustaður í tómstundum, heldur einnig pósthús þeirra og, ef mað þarf, gistihús, en síðast og ekki sízt sjúkrahús flotans. Starfsliðið upi borð er valið með það fyrir augum, að fullnægja megi þessu hlutverki. Hjúkrun- arkonan um borð annast þá sjúku sem ekki eiga í annað hús að venda og stendur í sambandi við næsta lækni í landi. S j ómannatr úboð í ýmsum löndum, svo sem Englandi og Frakklandi hefir nú hug á að eignast og starfrækja slík skip eftir fyrirmynd Norðmanna. Norðmenn eiga nú tvö svona skip, og hið þriðja á döfinni. Þrjú skip hafa þeir áður átt, sem nú hafa endað sitt skeið, þar af tvö fyrir aldurs sakir. Nýju skipin eru fullkomin ný- tízkuskip. Ég átti þess kost að vera tímakorn um borð í öðru þeirra (Elieser IV) og kynnast hluta af starfseminni, þótt reyndar væri hálfgert hlé milli vertíða. Þar er samkomusalur, sem tekur 280 manns í sæti, sjúkrasalur með 34 rúmum, 4 baðklefar, allmargar þilfarská- etur, sem ætlaðar eru sjúkling- um eða gestum, eftir atvikum. Öll hafa skip þessi heitið „Elie- zer“ — eftir hinum trúa þjóni Abrahams, er rak erindi hús- bónda síns og sonar hans. Hlut- verk þeirra er samskonar. Og í öllu bera þau nafn sitt með rentu. En nú hlýtur öll þessi starf- semi utan lands og innan að kosta mikið fé. Hjá „Den indre sjömannsmission" í Noregi, sem er „fiskimannamissionin" þar í landi voru útgjöld ársins 1948 um hálf önnur milljón króna. Svipað er um önnur félög að segja. Hvaðan koma peningarn- ir? Ríkisstyrkur er enginn, ekk- ert opinbert framlag frá nein- um aðilja. Það fé, sem starfið þarfnast, fæst með frjálmm framlögum eingöngu. Starfsemin er skipulögð sem smáfélög, er síðan mynda með sér stærri félagsdeildir, sem að lokum eiga sér sameiginlega að- alstjórn, er sér um fram- kvæmdir út á við og hefir tauma starfsins í hendi sér. Þetta á við bæði um starfsemi sem rek- in er utan lands og innan. Að- alstjórnin sér m. a. um útgáfu sjómannablaða, ræður starfs- menn bæði til sérstakra staða og eins til ferðalaga heima fyrir í starfsins þágu. En smáfélögin víðsvegar um landið leggjast öll á eitt að safna því fé sem þarf og styðja starfið á allan þann hátt, sem hugsast má innan frá, ef svo mætti segja. I þessu skyni eru notuð hver þau ráð, sem kærleikurinn fær upphugsað, beitt hvers kyns fórnfýsi og stuðningi allsstaðar þar sem leggja þarf hönd á plóginn. Það eru máske ekki hvað síst konurnar, sem þarna eru að verki. Víða hafa verið myndaðir og skipulagðir sérstakir hópar kvenna, er sameinast um að vinna fyrir þetta málefni sjó- manna. Sjómannatrúboðið telur sig ekki geta án þessara hópa verið. Einn af ferða-framr- kvæmdastjórum Indenlandsk sömandsmission í Danmörku, hefir t. d. það sérstaka verkefni á hendi að skipuleggja og efla þessa kvennahópa, því að þýð- ing þeirra er augljós og þeir einn mikilsverðasti þáttur starfsins. Reynslan er sú, að starfsemi sjómannatrúboðsins hefir síður en svo verið óþörf. Blessunin er margvísleg ög nær til margra. Hér er á ferðinni sá þátturinn í starfi kristinnar kirkju, sem almenningur skilur hvað bezt að einhverja þýðingu hefir og einhverju er fórnandi fyrir. Vafamál er það, hvort aðrar greinar kristilegs starfs eiga meiri ítök í hjörtum þegnanna almennt en einmitt þetta starf með þjóðum, sem eiga marga af sínum beztu sonum á sjó. Við, íslendingar erum sjó- mannaþjóð. En sjómenn okkar hafa farið mikið til á mis við slíkt starf, sem hér hefir*verið lýst. Kirkja Krists á íslandi á þar marga sonu, sem hún nær ekki til með gjafir sínar og gæði á annan hátt en þann að hún fari með þau til þeirra, þangað sem þeir eru að starfi. Og það getur hún gert, því það er í fyllsta samræmi við hlutverkið, sem henni er ætlað að vinna.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.