Verktækni - 2018, Blaðsíða 40

Verktækni - 2018, Blaðsíða 40
RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR Þak1: Úthagi + torf Þak2: Úthagi +jarðv Þak4: Gras + torf Þak5: Gras+jarðv. M Std M Std M Std M Std Ágúst 0,85 0,15 0,92 0,07 0,79 0,27 0,91 0,10 Sept 0,59 0,19 0,68 0,15 0,67 0,13 0,70 0,28 Okt 0,31 0,27 0,50 0,27 0,19 0,42 0,40 0,38 Nóv 0,55 0,21 0,64 0,21 0,58 0,16 0,73 0,15 Des 0,42 0,01 - - 0,52 0,05 0,60 0,10 Tafla 7. Lækkun afrennslistoppa Kp (Qmax,10mín). Skýring: M = meðaltal; STD = staðalfrávik hámarksafrennsli um að meðaltali 70% í samanburði við hefðbundin bárujárnsþök. Því er ekki önnur ástæða að ætla að ef gróðurþök eru vel byggð og reglulega viðhaldið að þau muni sýna sambærilega vatnafræðilega virkni og erlendis, nema kannski á veturnar. Frekari rannsóknir á vetrarvirkni eru nauðsynlegar. Erlendis er lögð áhersla á að halli sé nægjanlegur og að drenlag sé til staðar til að koma í veg fyrir að jarðvegurinn verði vatnsósa sem skemmi gróðurinn. Að sama skapi má halli ekki vera svo mikill að gróðurinn losni og renni af þakinu. Þykkt jarðvegslags er að jafnaði sá hönnunarþáttur sem ákvarðar mest vatnafræðilega virkni léttra gróð- urþaka. Mosagróinn úthagi með 5-7 cm þykku undirlagi stóð sig vel bæði vatna- og fagurfræðilega allt árið um kring án nokkurs viðhalds í þessari rannsókn. Hins vegar fleytti 3 cm þykkt lag af torfi á hvolfi ekki grasi í gegnum 2-3 vikna þurrkatímabil í Reykjavík, grassvörður- inn skemmdist og leit lengi illa út. Af þessu er dregin sú ályktun að 3 cm jarðvegslag sé of lítið fyrir Ísland, mælst er með amk. 7 cm. Einnig er mikilvægt að velja þurrkþolnar gróðurtegundir, t.d. villtan gróður af vel drenandi jarðvegi. Einnig mætti nýta sérræktaðar þurrkþolnar tegundir, m.a. gras- og blómplöntur. Forðast beri grófgerðar og hávaxn- ar tegundir sem hafa lítið þurrkþol, og krefjast meiri vatnsgeymslu eða vökvunar. Létt gróðurþök eru skilgreind sem Meðan rannsóknin gaf til kynna að notkun torfs á hvolfi sem rótarlag leiði til sambærilegrar vatnsheldni og jafn þykkur jarðvegur, þá vega minnkað álagsþol, heilbrigði, þurrkþol og þ.a.l. styttri endingartími á móti. Þessi rannsókn náði yfir eitt gróðurtímabil eftir að þakið var byggt. Ekki er hægt að álykta þannig um langvarandi virkni sem ræðst af mörgum þáttum, bæði gæði upprunalegu hönnunar og uppsetn- ingu, svo og viðhalds þakanna. Að lokum, létt gróðurþök eru þunn og hafa því takmarkaða vatns- rýmd í samanburði við aðrar blágrænar ofanvatnslausnir. Rannsóknin leiddi í ljós að vatnsheldni og lækkun úrkomutopps innan hvers atburðar sé mest háð úrkomumagni, þeim mun meiri sem úrkoman er bæði innan atburðar og fyrir atburð, þeim mun lægri virkni. Því er ekki hægt að treysta á létt gróðurþök ein og sér til þess að minnka flóða- vanda í þéttbýli, til þarf mismunandi lausnir með mismunandi eigin- leika. En gróðurþök þjóna mikilvægu hlutverki að dreifa álagi og tímasetningum á minni flóðtoppum. Þakkir Verkefnið hlaut fjárhagslegan stuðning frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Byggingardeild Háskóla Íslands byggði tilraunaaðstöðuna undir handleiðslu Þorkels Gunnarssonar garðyrkjustjóra. Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson tæknimaður hjá verkfræði og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands veitti ráðgjöf og hjálpaði við mælingar. Hlyni Bárðarsyni doktor í líffræði og Ágústu Helgadóttur líffræðingi er þakk- að fyrir að mæla gróður þakanna. MogT og Veðurstofa Íslands fá þakkir fyrir hjálp við öflun veðurgagna. Halldóra Hreggviðsdóttir, framkvæmdastjóri Alta ehf. fær þakkir fyrir endurgjöf á inntak rann- sóknarinnar, en hún var prófdómari á báðum meistarverkefnunum sem greinin byggir á. Heimildir Ágúst Elí Ágústsson (2015). Græn þök á Íslandi. MS ritgerð. Reykjavík: Háskóli Íslands. Alta ehf (2016). Blágrænar ofanvatnslausnir - innleiðing við íslenskar aðstæður. Reykjavík: Alta. Ampim, P. A., Sloan, J. J., Cabrera, R. I., Harp, D. A., og Jaber, F. H. (2010). Green Roof Growing Substrates: Types, Ingredients, Composition and Properties. Journal of Environmental Horticulture, 28(4), 244-252. Bengtsson, L., Grahn, L., og Olsson, J. (2005). Hydrological function of a thin extensive green roof in southern Sweden. Nordic Hydrology, 36(3), 259- 268. Berglind Orradóttir, Ólafur Arnalds og Jóhann Þórsson. (2006). Ísig vatns í jarð- veg: Áhrif gróðurs og frosts. Reykjavík: Fræðaþing landbúnaðarins. Berndtsson, J. C., Emilsson, T., og Bengtsson, L. (2006). The influence of extensi- ve vegetated roofs on runoff water quality. Science of the Total Environment, 355, 48-63. FLL (2014). Guidelines for the planning, Construction, and Maintenance of Green Roofing. Green Roofing Guideline. Germany. Dunnett, N. (2006). Roofs for Biodiversity: Reconciling Aesthetics with. Fourth Annual Greening Rooftops for Sustainable Communities Conference, Boston 11-12 maí 2006. Eyrún Pétursdóttir (2016). Key Factors for the Implementation of Sustainable Drainage Systems in Iceland. MS ritgerð. Reykjavík: Háskóli Íslands. Getter, K. L., Rowe, D. B., og Andresen, J. A. (2007). Quantifying the effect of slope on extensive green roof stormwater retention. Ecological engineering, 31, 225-231. Halla Einarsdóttir (2018). Árstíðabundin virkni grænna þaka á Íslandi. MS rit- gerð. Reykjavík: Háskóli Íslands. Hathaway, A. M., Hunt, W. F., & Jennings, G. D. (2008). A Field Study of Green Roof Hydrologic and Water Quality Performance. Transactions of the

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.