Verktækni - 2018, Blaðsíða 4

Verktækni - 2018, Blaðsíða 4
Opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða LÍFSVERK lífeyrissjóður ¬ Engjateigi 9 ¬ 105 Reykjavík ¬ www.lifsverk.is ∫ Meiri ávinningur réttinda ∫ Hagstæð sjóðfélagalán ∫ Sjóðfélagalýðræði ∫ Jákvæð tryggingafræðileg staða ∫ Ábyrg fjárfestingastefna ∫ Val um sparnaðarleiðir Lykillinn að góðri framtíð er að hugsa um hana strax Munið Sjúkrasjóð VFÍ Mikilvæg réttindi fást með aðild að Sjúkrasjóði VFÍ sem er fyrir félagsmenn á almennum markaði. Þau skapast við lögbundið framlag atvinnurekanda. Sjóðfélagar öðlast rétt til úthlutunar þegar iðgjöld hafa borist í sex mánuði, þar af síðustu þrjá mánuði samfellt. Athugið að í sumum tilvikum er skilyrði um eins árs aðild að sjóðnum. Einungis félagsmenn í VFÍ geta átt aðild að sjóðnum. Dagpeningar eru greiddir í allt að 120 daga eftir að samnings- eða lögbundinni kaupgreiðslu vinnuveitanda lýkur. Stjórn sjóðsins er heimilt að framlengja tímann í allt að 150 daga og greiða hluta dagpeninga ef sjóðfélagi getur ekki stundað fulla vinnu. Upphæð dagpeninga er 80% af meðal iðgjaldagreiðslum í sjóðinn sl. 12 mánuði. Þó ekki hærri upphæð en ein milljón á mánuði. Sjúkrasjóður VFÍ hefur sérstöðu að því leyti að sjóðfélagar safna í svokallaðan „pott“ og fá úr honum ýmiss konar heilsustyrki. Hámark árlegrar styrkupphæðar nemur 75% af árs iðgjöldum viðkomandi sjóðfélaga. Heimilt er að safna iðgjöldum þriggja ára. Greiddur er styrkur vegna eftirfarandi: líkamsrækt, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkranudd, kirópraktor, meðferð hjá sálfræðingi, hjúkrunarfræðingi, félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa eða sambærilegum viðurkenndum meðferðaraðila. Foreldranámskeið, krabbameinsskoðun, hjarta-, lungna- og æðaskoðun. Gleraugu, linsur og heyrnartæki, lyf, tannlækningar, lýtalækningar og aðrar lækningar sem styrkþegi ber kostnað af. Vegna skertra launatekna við langvarandi veikindi maka og/eða barna greiðir sjóðurinn dagpeninga í allt að 60 daga. Greidd er eingreiðsla að fjárhæð kr. 3 milljónir fyrir 75% örorkumat eða hærra og lækkar í réttu hlutfalli við minna örorkumat. Greiddar eru viðbótargreiðslur vegna fæðingarorlofs jafn lengi og sjóðfélagi nýtur greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði. Viðbótargreiðslur eru vegna andvana fæðingar eða fósturláts. Eru hlutfall af launum sem iðgjöld hafa verið greidd af og er miðað við sl. tólf mánuði fyrir andlát sjóðfélaga. Maki eða sambýlingur fær jafngildi einna mánaðarlauna og börn yngri en 18 ára jafngildi hálfra mánaðarlauna. Til aðstandanda sem stendur straum af kostnaði við útför er greidd ein milljón króna. Vegna fjárhagslegra áfalla vegna andláts maka, sambýlings eða barns sjóðfélaga er greitt jafngildi einna mánaðarlauna. Greiddur er styrkur allt af 75% af útlögðum kostnaði að hámarki ein milljón króna. Greiddur er styrkur allt af 75% af útlögðum kostnaði að hámarki ein milljón króna. Endurgreitt er 75% af útlögðum kostnaði að hámarki 300 þúsund krónur. (Lazeraðgerðir: 150 þúsund kr. hvort auga) Veikindi eða slys Heilsustyrkir – líkamsrækt o.fl. Veikindi maka eða barna Varanleg örorka Fæðingarorlof Dánarbætur Tæknifrjóvgun Ættleiðing Augnaðgerðir Mikilvægt! Almennt gildir að forsenda endurgreiðslu er framvísun frumrits fullgildra greiðslukvittana vegna útlagðs kostnaðar. Skattfrjáls styrkur til heilsueflingar er kr. 55 þúsund á almanaksárinu. Til að nýta þennan rétt verða umsóknir að berast fyrir 1. desember ár hvert. Þess vegna er best að senda inn umsókn um leið og greiðsla hefur verið innt af hendi. Þessar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og gildandi starfsreglur sjóðsins. Við hvetjum félagsmenn eindregið til að kynna sér vel starfsreglur sjóðsins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Verkfræðingafélags Íslands www.vfi.is

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.