Morgunblaðið - 16.08.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Afsal vegna sölu skipanna Ægis og Týs var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í gær. Festi Fagur ehf. kaup á skipunum tveimur og fór að undir- ritun lokinni fram virðuleg kveðju- athöfn um borð í Ægi og Tý við Sundahöfn. „Áhafnir beggja skipa tóku þátt í fjölmörgum eftirminnilegum björgunarsfrekum. Ægis og Týs bíður nú nýtt hlutverk og óhætt er að segja að þau hafi reynst hin mestu happafley,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Fyrrverandi skipverjar drógu skutfánann niður á meðan starfs- menn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók við fána Ægis og Ásgrímur L. Ás- grímsson, framkvæmdastjóri að- gerðasviðs, tók við fána Týs. Þar með lauk áratuga farsælli sögu skipanna í þágu íslensku þjóðar- innar. Varðskipið Ægir var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1968 og var í rekstri Landhelgisgæslunnar til ársins 2015. Ægir tók þátt í 50 og 200 mílna þorskastríðunum og áhöfn hans beitti togvíraklipp- unum frægu á breskan togara í fyrsta sinn þann 5. september árið 1972. Varðskipið Týr var afhent Land- helgisgæslu Íslands í mars árið 1975 og kom mikið við sögu í 200 mílna þorskastríðinu þar sem það klippti á togvíra fjölda togara, bæði breskra og þýskra. Skipið fór nær alveg á hliðina þegar breska freigátan Falmouth sigldi tvívegis á Tý og laskaði hann verulega. Fagur ehf. kaupir varðskipin Tý og Ægi - Áhafnir beggja skipa tóku þátt í mörgum björgunarafrekum - Fagur ehf. festi kaup á skipunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kveðjustund Fyrrverandi skipverjar drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelg- isgæslunnar stóðu heiðursvörð. Óhætt er að segja að skipin hafi reynst hin mestu happafley. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynsla Áhafnir beggja skipa tóku þátt í fjölmörgum eftirminnilegum björgunarafrekum en Ægis og Týs bíður nú nýtt hlutverk. Fagur ehf. festi kaup á skipunum tveimur sögufrægu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há- skóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra, hyggst fylgja eftir hugmynda- fræði sinni um ráðuneyti óháð staðsetningu og starfa um land allt. Áslaug Arna mun færa skrifstofu sína staka í fjarvinnuaðstöðu um land allt á kjörtímabilinu og hefst handa með fyrirkomulagið á fimmtu- daginn með því að starfa frá Snæ- fellsbæ. „Hugmyndin kviknaði þegar ég íhugaði hvernig ráðuneyti sem væri búið til árið 2022 myndi starfa. Ráðu- neytið sjálft er samkvæmt lögum staðsett í Reykjavík, en mig langar til að skrifstofa mín geti verið víðar um land,“ segir Áslaug Arna í sam- tali við Morgunblaðið. Fyrir liggur áætlun um starfsdaga í nokkrum plássum í ár en til stendur að fyr- irkomulagið haldi sér allt kjörtíma- bilið og að stöðum fjölgi á hverju ári þar sem ráðherra mun starfa. Þó segir Áslaug Arna að dagarnir geti hliðrast til eftir skyldum í Reykjavík – líkt og gagnvart Alþingi. „Mér finnst þetta vera ein leið til að sýna fram á að ráðuneyti þurfi ekki að vera eins og þau hafa alltaf verið,“ segir hún. “Ég hef haldið reglulega opna við- talstíma í Grósku í Reykjavík en mun nú líka halda opna viðtalstíma á þeim stöðum þar sem skrifstofa mín verður hverju sinni, segir hún. Ás- laug bætir við að auk þess muni hún sinna hefðbundnum ráðherrastörf- um í fjarvinnu þar sem hún er stödd á hverri stundu, svo sem að taka fjar- fundi við starfsfólk sem kann að starfa í Reykjavík. Áslaug Arna seg- ir mikilvægt að fá að kynnast starf- semi sem tengist ráðuneytinu um allt land og fá innblástur frá fólki. Spurð hvort að hringferðir þing- flokks Sjálfstæðisflokksins undan- farin ár hafi sömuleiðis veitt henni innblástur, segir Áslaug Arna að tækifæri hafi skapast í hringferðun- um til að kynnast starfi víðs vegar um landið. Það hafi komið sér vel og opnað augu þingmanna fyrir áskor- unum annarra kjördæma. „Ég held að bæði felist tækifærin í að kynnast þáttum sem tengjast ráðuneytinu víða um land og að sýna fram á að hægt er að starfa víðs vegar um landið, á frábærum stöðum; skrif- stofum, opnum rýmum, þekkingar- setrum og svo framvegis.“ Spurð hvernig staðirnir hafi verið valdir, segir Áslaug Arna að hugað hafi ver- ið að dreifingu um landið . „Það er auðvitað rosalega erfitt að velja staði. Það eru svo margir spennandi hlutir að gerast víða í þekkingar- og nýsköpunarmálum. Þá eru fjar- skipta- og netöryggismálin ofarlega á baugi víða.“ karitas@mbl.is Ráðherra starfar um land allt - Áslaug Arna mun flytja skrifstofu sína milli hinna ýmsu bæja allt kjörtímabilið - Í samræmi við ráðuneyti sem er stofnað árið 2022 - Byrjar á fimmtudag Morgunblaðið/Hallur Nýsköpun Áslaug Arna háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur hlutverkinu alvarlega og ræðst í nýsköpun í ráðuneytisstörfum. Stýrihópurinn Brúum bilið, sem heldur utan um uppbyggingu leik- skóla í borginni, mun skila minnis- blaði til borgarráðs um stöðu leik- skólamála á fundi þess á fimmtu- daginn. Þetta segir Helgi Grímsson, sviðs- stjóri skóla- og frístundaráðs. Foreldrar mótmæltu því að hafa ekki fengið leikskólavist fyrir börn sín líkt og lofað var, í Ráðhúsinu á fimmtudag. Engar upplýsingar enn þá Hópurinn fundaði klukkan níu í gærmorgun ásamt Einari Þorsteins- syni, formanni borgarráðs, borgar- ritara og upplýsingastjóra borgar- innar. Þar var farið yfir innritun barna í leikskóla og stöðuna á fram- kvæmdum. Skoðaðar voru leiðir til þess að flýta framkvæmdum og möguleikar á nýtingu húsnæðis. „Við erum með minnisblað í mót- un en við erum ekki komin á þann stað að geta sagt til um neitt enn þá,“ sagði hann við Morgunblaðið. Líkt og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins í gær hefur sviðs- stjórinn nú fallist á að hjá Reykja- víkurborg hafi menn verið of fljótir á sér að bjóða fjölmörgum foreldrum leikskólapláss fyrir haustið. Morgunblaðið/Eggert Foreldrar Frá mótmælum leik- skólavistarlausra foreldra. Minnisblað í mótun um leikskólamál - Stýrihópur skilar fyrir fund á fimmtudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.