Morgunblaðið - 16.08.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Örn Gunnlaugsson segir í grein í
laugardagsblaði að í „þeirri
verðbólgu sem nú geisar er ill-
skásta leiðin að geyma sparifé á
verðtryggðum reikningi sem bund-
inn er til þriggja ára. Vextir ofan á
verðtrygginguna eru langt innan
við 1%.
- - -
En ekki er öll
vitleysan enn
sögð. Í 10% verð-
bólgu hirðir skatt-
mann 220.000 af
hverri milljón sem
höfuðstóllinn er
verðbættur með,
þannig að verð-
rýrnunin nemur í raun 22%. Tjón
vegna verðrýrnunar er hér skatt-
lagt. Rúsínan í pylsuendanum er
svo að verðbæturnar sem eftir
verða, og ná samt ekki hænufet
ásamt vöxtunum til að viðhalda
verðgildi sparifjárins, skerða elli-
lífeyrinn frá TR þegar kemur að
útgreiðslu hans.
- - -
Þær eru miklar mannvitsbrekk-
urnar sem hafa komið þessu
kerfi á og viðhalda því og eru aug-
ljóslega á mun æðra plani vits-
munalega en við almúginn sem lát-
um þetta yfir okkur ganga.
- - -
Þessir vitringar ættu eiginlega
að vera til sýnis í glerkössum
úti á Austurvelli í stað þess að vera
lokaðir af hálfsofandi inni í stein-
kumbaldanum þar, svo merkileg
eru þessi fyrirbæri. Var einhver að
tala um virðingu Alþingis? Að
skattleggja verðrýrnun og tjón
hlýtur að vera heimsmet, ekki bara
í skattlagningu heldur líka í
heimsku.“
- - -
Staksteinar þykjast muna að lof-
að hafi verið, fyrir ekki svo
mörgum kosningum, að breyta
þessari ómynd.
Örn
Gunnlaugsson
Verðrýrnun og
tjón skattlögð
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Tuttugu nemendur útskrifuðust í
síðustu viku úr verk- og raunvís-
indadeild Háskólabrúar Keilis.
Hafa nú 4.543 einstaklingar út-
skrifast úr námi við skóla
miðstöðvarinnar, þar af 2.371 af
Háskólabrú.
Dúx Háskólabrúar var Unnar
Geir Ægisson. Unnar, sem hefur
starfað sem sölufulltrúi hjá Íshest-
um, var í fjarnámi samhliða vinnu.
Hann fékk 9,79 í meðaleinkunn,
sem er næsthæsta einkunn í sögu
Háskólabrúar og sú hæsta við verk-
og raunvísindadeild skólans, sam-
kvæmt upplýsingum frá Keili.
Háskólabrú Keilis, sem er í eigu
ríkis, sveitarfélaga á Suðurnesjum
og verkalýðsfélaga, býður upp á
nám fyrir einstaklinga sem hafa
ekki lokið stúdentsprófi en stefna á
háskólanám eða vilja styrkja sig á
vinnumarkaði. Gildir námið til inn-
töku í allar deildir Háskóla Íslands.
Opnað verður næst fyrir umsóknir
á Háskólabrú í fjarnámi þann 1.
september næstkomandi fyrir nám
sem hefst í janúar 2023.
Tuttugu útskrifuðust
af Háskólabrú Keilis
Dúx Unnar Geir Ægisson var dúx Háskólabrúar Keilis með 9,79 í einkunn.
Útgáfa læknisvottorðs, sem hér-
aðsdómari aflaði á grundvelli lög-
ræðislaga, var liður í að veita heil-
brigðisþjónustu og því hægt að
kvarta yfir henni til landlæknis.
Þetta er niðurstaða umboðs-
manns í máli þar sem deilt hafði
verið fyrir dómi um kröfu ættingja
konu um að svipta hana lögræði.
Við meðferð dómsmálsins gaf
læknir út vottorð um heilsufar kon-
unnar. Hún kvartaði yfir vottorð-
inu til landlæknis á þeim grunni að
læknirinn hefði gert mistök við út-
gáfu þess. Landlæknir taldi að
kvörtunin lyti ekki að veitingu heil-
brigðisþjónustu og konan gæti því
ekki kvartað yfir vottorðinu til
embættisins. Heilbrigðisráðuneytið
staðfesti afstöðu landlæknis og vís-
aði stjórnsýslukæru hennar því frá.
Sú sem kvartaði til umboðs-
manns lést á meðan málið var til
meðferðar en með hliðsjón af al-
mennri þýðingu þess ákvað hann
að ljúka athugun sinni með áliti.
Umboðsmaður taldi að leggja yrði
til grundvallar að vottorð læknis
um eigin sjúkling væri liður í þeirri
heilbrigðisþjónustu sem samband
þeirra byggðist á. Hefði konan átt
lögvarinn rétt til að kvarta yfir
ætluðum mistökum læknisins við
það hvernig hann greindi heilsufar
hennar í vottorðinu. Landlækni
hefði því borið að taka kvörtunina
yfir störfum læknisins til með-
ferðar á þeim grundvelli. Öndverð
afstaða ráðuneytisins hefði ekki
samræmst lögum.
Vegna andláts konunnar voru
ekki efni til að beina tilmælum til
ráðuneytisins um að rétta hlut
hennar en umboðsmaður mæltist
til þess að framvegis yrðu tekin
mið af sjónarmiðunum í álitinu.
Jafnframt sendi hann landlækni
það.
Deila um vottorð til umboðsmanns
- Taldi stofnanir ekki hafa farið að lögum - Átti lögvarinn rétt til að kvarta