Morgunblaðið - 16.08.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 16.08.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022 Dönsk flugsveit kom til Keflavíkur- flugvallar síðastliðinn föstudag, 70 liðsmenn og fjórar F-16 orrustu- þotur. Danirnir munu annast loft- rýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland fram í miðjan september. Þetta er í fimmta sinn sem Danir leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit og taka þátt í verkefninu á Íslandi. Síðast var það 2018. Flug- sveitin tekur þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum í stjórnstöðvum Atl- antshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að flugvöllum á Ak- ureyri og Egilsstöðum fram til 20. ágúst. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en þar dvelja einnig flugsveitir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins við kafbátaeftirlit. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefn- isins í umboði utanríkisráðuneytisins og í samvinnu við Isavia, að því er fram kemur á heimasíðu Landhelgis- gæslunnar. sisi@mbl.is Mynd/Landhelgisgæslan Keflavík Dönsk F-16-orrustuþota við loftrýmiseftirlit hér á landi árið 2018. Dönsk flugsveit gætir loftrýmis Alls höfðu í gær í kringum sex þús- und manns skráð sig í Reykjavíkur- maraþon Íslandsbanka, sem fram fer næstkomandi laugardag í 37. sinn og svo bætist oft hratt í skrán- ingarnar á lokametrunum. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafull- trúi Reykjavíkurmaraþons, segist ekki búast við metári í skráningu, en söfnunin gangi mjög vel. „Í dag höfum við safnað um 54,5 millj- ónum, en þegar ég vaknaði í morg- un stóð söfnunin í 51,5,“ sagði hún í samtali í gærdag. Silja segir skipu- leggjendur hlaupsins vonast til þess að ná yfir 100 milljónum í söfnunar- styrki. „Eins og er vantar flesta þátttakendur í 10 km hlaupið, en við gerum ráð fyrir því að margir skrái sig á næstu dögum.“ Rás- markið verður á nýjum stað í ár og byrja allir hlaupið á Sóleyjargötu, en markasvæðið verður á sama stað og áður á Lækjargötu. Skemmti- hlaupið verður sameinað krakka- hlaupinu og er nú 3 km hlaup. Þó verður hægt að stytta sér leið og hlaupa 1,7 km. Á myndinni má sjá hlaupahóp Icelandair á ferðinni í hádeginu gær, að undirbúa sig fyr- ir hlaupið á laugardaginn. Hlauparar undirbúa sig fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka Bætist í skráningar í hlaupið Morgunblaðið/Hákon Mikið hefur verið um komur útlend- inga á Sjúkrahúsið á Akureyri í ár. Um þrefalt fleiri útlendingar hafa komið á sjúkrahúsið það sem af er ári en á sama tíma í fyrra, bæði á bráðamóttöku og til innlagna. Þessi fjölgun rímar ágætlega við fjölgun ferðamanna á milli ára. Í nýbirtum starfsemistölum sjúkrahússins fyrir fyrstu sex mán- uði ársins kemur fram að 491 ósjúkratryggður sjúklingur hafi komið á göngudeild spítalans en þeir voru 102 á sama tímabili í fyrra. Í ár hafa 22 ósjúkratryggðir einstakling- ar dvalið á Sjúkrahúsinu á Akureyri en voru 7 fyrstu sex mánuði ársins 2021. Fjöldi dvalardaga á tímabilinu janúar til júní í ár eru 15.972 og er meðalfjöldi legudaga 5,5. Flestir sjúklinganna eru lagðir inn í bráða- innlögn en þær eru 79% af heildar- innlögnum. Að meðaltali liggja 4,4 sjúklingar inni á hverjum tíma sem eru búnir í meðferð og bíða eftir end- urhæfingu eða plássi á hjúkrunar- heimili. „Mikið álag var á legudeild- um sjúkrahússins og var t.d. rúma- nýtingin 98,1% á skurð- og lyflækn- ingadeild í júlí,“ segir á heimasíðu spítalans. Þar er jafnframt rakið að tæplega 7.300 einstaklingar hafi fengið þjónustu á göngudeild og þar af 1.166 vegna krabbameinslyfja- gjafar. Það er um 10% fjölgun milli ára. Á bráðamóttöku eru 11.802 komur, sem er sambærilegt við sama tímabil í fyrra. hdm@mbl.is Þrefalt fleiri útlendingar - Mun fleiri útlendingar hafa þurft á þjónustu að halda á Sjúkrahúsinu á Akureyri í ár en í fyrra - Álag á legudeildum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Álag Nýbirtar starfsemistölur Sjúkrahússins á Akureyri sýna að fyrstu sex mánuði ársins hefur verið mikið álag á legudeildum sjúkrahússins. SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Hneppt peysa 7.990 kr Stærðir 42-64 Buxur 8.990 kr Stærðir 42-56 Skyrtukjóll 12.990 kr Stærði 42-64 Nýjar vörur í rvy Spennandi sendingar koma í hverri viku með nýjum haustvörum Sjáðu úrvalið eða pantaðu í netverslun www.curvy.is Opið í verslun Curvy við Grensásveg Alla virka daga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.