Morgunblaðið - 16.08.2022, Síða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022
Laugarnar í Reykjavík
w w w. i t r. i s
Frá og með 1. ágúst verður frítt
í sundlaugar Reykjavíkurborgar
fyrir börn þar til þau ljúka grunnskóla
– það er 1. ágúst árið sem þau verða 16 ára
DAGMÁL
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Ísland er og verður mikilvægasti
markaður 66°Norður, jafnvel þótt
sala á vörum félagsins gangi vel er-
lendis og muni á einhverjum tíma-
punkti gefa meiri tekjur en sala hér á
landi.
Þetta segir Helgi Rúnar Óskars-
son, forstjóri og einn eigenda
66°Norður, í nýjum þætti Dagmála
sem sýndur er á mbl.is í dag.
„Mér er alveg sama þótt annar er-
lendur markaður verði stærri í
tekjum, Ísland mun samt alltaf vera
okkar mikilvægasti markaður. Það
er héðan sem við komum, fyrirtækið
er stofnað hér og það mikilvægasta
fyrir okkur er að við séum viðeigandi
fyrir íslenska neytendur. Ef við töp-
um því, erum við búin að tapa teng-
ingu við rætur okkar,“ segir Helgi
Rúnar í viðtalinu. Þar er fjallað um
rekstur, sölu og markaðssetningu á
vörum 66°Norður, undirbúning að
opnun nýrrar verslunar í Lundúnum
og fleira.
66°Norður opnaði undir lok júlí
nýja verslun við Hafnartorg, við hlið
Edition-hótelsins og nýrra höfuð-
stöðva Landsbankans. Verslunin er
ellefta verslun félagsins hér á landi.
Þá hefur umtalsverðu fjármagni ver-
ið varið í endurbætur á öðrum versl-
unum á liðnum árum, samhliða því
sem aukin áhersla er lögð á sölu á
netinu. Félagið rekur jafnframt tvær
verslanir í Danmörku og stefnir að
því að opna verslun við Regent
Street í Lundúnum í nóvember, þá
fyrstu í Bretlandi. Í þættinum ræðir
Helgi Rúnar um það hvernig sú opn-
un hefur verið undirbúin, val á stað-
setningu hennar og af hverju verið sé
að opna verslun í Bretlandi.
Horfa vestur um haf
Helgi Rúnar segir að stefnt sé að
því að verslunin í Lundúnum verði
flaggskip 66°Norður erlendis. Að-
spurður um frekari vöxt segir hann
að auk Bretlands sjái hann fram á
vöxt í Bandaríkjunum. Bandaríkja-
menn séu nú stærsti hópur viðskipta-
vina á Íslandi (fyrir utan Íslendinga)
auk þess að vera veigamiklir í netsölu
félagsins.
„Við heyrum frá þeim Bandaríkja-
mönnum sem kaupa vörurnar að þeir
nefna gæði og endingu, og að útlit
vörunnar standi öðrum framar,“ seg-
ir Helgi Rúnar þegar hann er spurð-
ur um þennan áhuga Bandaríkja-
manna á vörum félagsins. Hann segir
þó að enn sé of snemmt að segja til
um það hvenær 66°Norður opni
verslun vestanhafs, en þó sé að því
stefnt.
„Nú einbeitum við okkur að Bret-
landi. Við þurfum að ná árangri með
þá verslun,“ segir Helgi Rúnar.
„Hvort síðan verður opnuð önnur
verslun í Bretlandi eða annars staðar
leiðir tíminn í ljós.“
Verði alþjóðlegt vörumerki
Fjárfestingasjóðurinn Mousse
Partners, sem stýrt er af fjölskyld-
unni sem á tískuhúsið Chanel, keypti
tæpan helmingshlut í Sjóklæðagerð-
inni sumarið 2019. Helgi Rúnar og
eiginkona hans, Bjarney Harðardótt-
ir, eru þó sem fyrr meirihluta-
eigendur, en Helgi Rúnar segir að
það hafi skipt félagið miklu að fá
sjóðinn inn í eigendahópinn.
„Þótt Íslendingar eigi vörumerki
þá er takmörkuð þekking á því að
byggja upp alþjóðleg vörumerki. Þar
þurftum við stuðning. Þau voru tilbú-
in að fara með okkur í þessa löngu
vegferð, að byggja upp sterkt alþjóð-
legt vörumerki,“ segir hann og bætir
við að innan sjóðsins sé mikil þekking
á uppbyggingu alþjóðlegra vöru-
merkja, auk þess sem alþjóðlegar
tengingar innan sjóðsins séu mikil-
vægar.
Samfélagsleg ábyrgð mikilvæg
Í þættinum er jafnframt rætt um
stefnu 66°Norður í samfélagsábyrgð,
sem Helgi Rúnar segir að sé samofin
vörumerkinu. Félagið fékk í fyrra,
fyrst íslenskra fyrirtækja, alþjóðlega
vottun B Corp en vottunina hljóta
þau fyrirtæki sem hafa uppfyllt
ströngustu kröfur um samfélagslega
og umhverfislega frammistöðu í
starfsemi sinni á ábyrgan og gagn-
sæjan hátt. Spurður nánar um þetta
segir Helgi Rúnar að sjálfbærni og
umhverfismál skipti miklu máli á öll-
um stigum í rekstri félagsins, allt frá
hönnun, framleiðslu og sölu.
„Sjóklæðagerðin hefur alltaf verið
samfélagslega ábyrgt fyrirtæki og
lagt áherslu á gæði og endingu,“ seg-
ir Helgi Rúnar.
Ísland er mikilvægasti markaðurinn
- Forstjóri 66°Norður segir félagið hafa alla burði til að byggja upp sterkt alþjóðlegt vörumerki
- Innkoma erlendra aðila reyndist mikilvæg - Ný verslun félagsins í Bretlandi þarf að ná árangri
Viðtal Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri og eigandi 66°Norður fjallar um
rekstur og stefnu félagsins í nýjum þætti Dagmála á mbl.is í dag.
Hugbúnaðarfyrirtækið Klappir
grænar lausnir hefur undirritað
samning um svo-
kallaða græna
lánsfjármögnun
við Nefco, Nordic
Green Bank.
Lánsfjárupp-
hæðin er trún-
aðarmál. Frá
þessu er greint í
tilkynningu.
Féð mun fyrir-
tækið nota til að
færa út kvíarnar í
Evrópu og Norður-Ameríku.
Sérhæfa sig í sjálfbærni
Eins og segir í tilkynningunni sér-
hæfa Klappir sig í hugbúnaðarlausn-
um í sjálfbærni. Þróar fyrirtækið
hugbúnað og tengir hann við staf-
rænt sjálfbærnivistkerfi sem gerir
rauntímasöfnun, geymslu, vöktun,
greiningu og skýrslugjöf upplýsinga
sem tengjast losun gróðurhúsaloft-
tegunda mögulega. „Lausnin hjálpar
fyrirtækjum og öðrum stofnunum að
bera kennsl á losunarþætti þeirra og
aðstoðar við að gera ráðstafanir til að
minnka kolefnisfótspor þeirra.“
Sjálfbærnilausn Klappa telur nú
þegar meira en 6.000 notendur á Ís-
landi og í Danmörku.
Veita tækni og reynslu
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri
Klappa, segir í tilkynningunni að al-
hliða samvinna, gagnastjórnun og
miðlun séu lykillinn að sjálfbærari
framtíð. „Við veitum tæknina og
reynsluna sem styður þessa mikil-
vægu þætti umbóta á sjálfbærni. Vökt-
un og tenging fyrirtækja á alþjóð-
legum grunni, í sjálfbærnilausn eins og
Klappir hafa þróað og selt síðan 2015
verður ómissandi þáttur í sam-
keppnis-, laga- og eftirlitsáætlunum
stofnana, sem og fyrir stjórnvöld á öll-
um stigum. Græn fjármögnun Nefco
gefur Klöppum tækifæri til að halda
áfram að vinna að grænni og sjálfbær-
ari framtíð og vaxa og sækja fram á al-
þjóðlegum mörkuðum,“ segir Jón
Ágúst. Hingað til hefur viðskipta-
vinum Klappa tekist að draga úr los-
un gróðurhúsalofttegunda um 21% á
þriggja ára tímabili og bætt til muna
úrgangsflokkun sína, eins og sagt er
frá í tilkynningunni.
Græn upplýsingakerfi
„Þetta er gott dæmi um að líta á
upplýsingakerfi sem grænar lausnir
sem stuðla að breytingu í loftslags-
málum. Við gerum okkur vel grein
fyrir því að það getur verið áskorun
fyrir mörg fyrirtæki að uppfylla þær
kröfur sem flokkunarkerfi ESB og ný
tilskipun um sjálfbærni skýrslugerð-
ar fyrirtækja, gerir til þeirra. Þessi
tegund af grænum hugbúnaðar-
lausnum hefur möguleika á að skila
árangri og við erum fús til að hjálpa
Klöppum á hinum alþjóðlega mark-
aði,“ sagði Thor Thorsteinsson, VP
Green Transition, Nordic SME’s hjá
Nefco í tilkynningunni. tobj@mbl.is
Klappir grænar lausnir
fær græna fjármögnun
- Notuð til að færa út kvíar í Evrópu og Norður-Ameríku
Sjálfbærni Skrifstofa dótturfélags Klappa í Kaupmannahöfn.
Jón Ágúst
Þorsteinsson
Áfram verða sett
takmörk á brottfar-
ir farþega frá Heat-
hrow-flugvelli í
Lundúnum. Að
sögn stjórnenda
flugvallarins hefur
gengið illa að end-
urráða starfsmenn
eftir kórónuveiru-
faraldurinn. Vegna
manneklu hafði
flugvöllurinn takmarkað fjölda
brottfarafarþega við 100 þúsund á
dag í sumar og áttu þær takmark-
anir að gilda fram í miðjan septem-
ber. Nú hafa takmarkanirnar verið
framlengdar til loka október.
Það mun hafa töluverð áhrif, þar
sem fjöldi Breta er vanur að ferðast
um miðjan október vegna vetrarfría í
skólum. Í frétt BBC um málið kemur
fram að haft hafi verið samráð við
þau flugfélög sem fljúga um völlinn
en tilgangurinn er sagður að tryggja
að flugáætlun um völlinn haldi, mið-
að við þann mannskap sem flugvöll-
urinn hefur yfir að ráða um þessar
mundir. Fyrr í sumar þurftu mörg
flugfélög að aflýsa flugferðum frá
Heathrow með stuttum fyrirvara.
Bresku flugfélögin hafa lýst yfir
vonbrigðum með þessa ákvörðun.
Eftir að hafa hækkað laun flugvall-
arstarfsmanna hafa þau, að eigin
sögn, náð að ráða fleiri til starfa og
telja að hægt verði að veita þá þjón-
ustu sem lagt var upp með í haust.
Áfram takmörk á
Heathrow-flugvelli
- Hefur áhrif á ferðalög Breta í október
Töskur Frá Heat-
hrow flugvelli
fyrr í sumar.
16. ágúst 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 136.41
Sterlingspund 165.61
Kanadadalur 106.71
Dönsk króna 18.859
Norsk króna 14.297
Sænsk króna 13.424
Svissn. franki 144.8
Japanskt jen 1.0206
SDR 180.68
Evra 140.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.6584