Morgunblaðið - 16.08.2022, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.08.2022, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022 Serhí Haídaí, héraðsstjóri í Lú- hansk-héraði, sagði í gær að Úkra- ínuher hefði náð að gereyðileggja höfuðstöðvar Wagner-hópsins í borginni Popasna með hárná- kvæmri stórskotahríð í fyrradag. Nokkrir fréttamenn á vegum rúss- neskra stjórnvalda greindu einnig frá árásinni í gær. Ekki var búið að staðfesta mann- fall vegna árásarinnar, en óstað- festar heimildir hermdu að allt að eitt hundrað málaliðar hefðu verið í byggingunni þegar hún varð fyrir árás Úkraínumanna. Haídaí sagði á Telegram-síðu sinni að Úkraínumönnum hefði ver- ið kunnugt um staðsetningu höfuð- stöðvanna vegna rússnesks blaða- manns. Úkraínska dagblaðið Ukra- inska Pravda sagði að Haídaí hefði þar vísað til Sergei Sreda, rúss- nesks blaðamanns, sem lét taka hópmynd af sér með málaliðunum og birti á samfélagsmiðlum hinn 8. ágúst síðastliðinn. Á myndinni mátti greina götu- skilti með nafni og húsnúmeri höf- uðstöðvanna og var myndin tekin snarlega niður. Afrit af henni gengu þó enn um samfélagsmiðla í gær. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki viðurkennt tilvist Wagner-hópsins, en málaliðar á vegum hans hafa tekið þátt í átökum í Líbíu, Malí og Sýrlandi, sem og í nokkrum ríkjum Afríku. Hefur hópurinn einkum haft sig í frammi í Donbas-héruð- unum tveimur frá því að innrásin hófst. Popasna liggur rétt sunnan borg- arinnar Severodonetsk í Lúhansk- héraði, sem er nú nær allt á valdi Rússa. Þá sprengdu skæruliðar í gær upp járnbrautarbrú í nágrenni Melítopol, sem er í Saporisjía-hér- aði. Var brúin í lykilhlutverki í birgðakeðju Rússa í suðurhluta Úkraínu. Ljósmynd/Sergei Sreda Wagner Hópmyndin afdrifaríka, sem leiddi til árásarinnar. Götu- skiltið sést uppi í vinstra horni. Um 100 Wagner- liðar sagðir fallnir - Ráðist á höfuðstöðvar málaliðanna Bandaríkjastjórn og Evrópusam- bandið for- dæmdu í gær herforingja- stjórnina í Búrma, einnig þekkt sem Mjan- mar, eftir að Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýð- ræðisaflanna í landinu, var dæmd í sex ára fangelsi í gærmorgun fyrir meinta spillingu. Áður hafði dómur á vegum her- foringjastjórnarinnar dæmt Suu Kyi í ellefu ára fangelsi, og á hún því nú eftir að afplána 17 ár í heild- ina. Þá bíða Suu Kyi enn ýmsar ákærur sem gætu enn framlengt fangavist hennar. Bandaríkjastjórn sagði að dóm- urinn væri móðgun við réttlætið og réttarríkið og skoraði á herfor- ingjastjórnina að sleppa henni úr haldi þegar í stað. BÚRMA Fordæma nýjan fangelsisdóm Aung San Suu Kyi Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kínversk stjórnvöld hófu aftur í gær- morgun heræfingar í nágrenni eyj- unnar Taívan, og fordæmdu um leið tveggja daga heimsókn bandarískra þingmanna, sem lauk í gær. Heimsókn þingmannanna átti sér stað einungis tólf dögum eftir að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar- innar, heimsótti eyjuna. Þeirri heim- sókn var einnig ákaft mótmælt af stjórnvöldum í Peking. Heimsóknin nú var ekki auglýst fyrir fram, en þingmennirnir funduðu meðal ann- ars með Tsai Ing-wen, forseta Taív- ans, í gær. Wu Qian, talsmaður kínverska varnarmálaráðuneytisins, sagði hins vegar að kínverski herinn myndi halda áfram að æfa sig og undirbúa fyrir stríð til þess að verja fullveldi Kína og landamæri, og um leið að „kremja allar birtingarmyndir“ á að- skilnaðarstefnu og sjálfstæði Taív- ana, sem og tilraunir erlendra aðila til að skipta sér af. Varaði Wu Banda- ríkjastjórn sérstaklega við tilraunum til að nota Taívan til þess að halda aftur af Kína. Fordæma æfingarnar Varnarmálaráðuneyti Taívans for- dæmdi æfingarnar og sagði ráðu- neytið í yfirlýsingu að það myndi fylgjast grannt með stöðunni. Hafði varnarlið eyjunnar tekið eftir um 30 herþotum Kínverja í Taívansundi á mánudaginn, og þar af hefðu 15 farið inn fyrir það svæði sem stjórnvöld á eyjunni segja vera lofthelgi sína, en Kínverjar hafa ekki viðurkennt hana. Joseph Wu, utanríkisráðherra Taí- vans, sagði í gær eftir fund sinn með bandarísku þingmönnunum að „al- ræðisvöldin í Kína“ gætu ekki skipað fyrir um hvernig „hið lýðræðislega Taívan eignast vini, vinnur sér inn stuðning, heldur þrautseigju sinni og skín líkt og viti frelsisins.“ Tsai Ing-wen sagði í sérstakri yfir- lýsingu um heimsóknina að hún hefði rætt við þingmennina um vilja sinn til að viðhalda núverandi ástandi við Ta- ívan-sund, sem og hagsæld og stöð- ugleika alls svæðisins á Indlands- og Kyrrahafi. Þá vísaði hún til innrásar Rússa í Úkraínu sem dæmi um þá „ógn sem stafar af alræðisríkjum gagnvart al- þjóðaskipaninni“ og þakkaði Banda- ríkjamönnum fyrir stuðning þeirra við eyjuna í ljósi þeirra hótana sem Kínverjar hefðu sent frá sér undan- farnar vikur. Hófu aftur heræfingar við Taívan - Heimsókn bandarískra þingmanna mælist illa fyrir í Peking - Um 15 herþotur flugu inn fyrir markalínu - Vara Bandaríkjamenn aftur við afskiptum - Tsai Ing-wen vill viðhalda núverandi stöðu AFP/Forsetaembætti Taívan Heimsókn Öldungadeildarþingmaðurinn Ed Markey, formaður sendinefnd- arinnar (2. f.h.) kynnir hér Tsai Ing-wen, forseta Taívan fyrir nefndinni. Bjarga þurfti tveimur ökumönnum á þurrt land eftir að Tretten-brúin, sem liggur yfir Löginn í Guð- brandsdal í suðurhluta Noregs, hrundi í gærmorgun. Einn bíll og einn vörubíll voru á brúnni þegar hún hrundi, en lögreglan sagði að tekist hefði að bjarga báðum öku- mönnum, sem væru við góða heilsu. Terje Krogsad, talsmaður lög- reglunnar, sagði við TV2 í gær að ekki væri hægt að fullyrða að eng- inn annar hefði verið á brúnni þeg- ar hún hrundi, en engar upplýs- ingar hefðu borist um að einhver annar hefði farið í ána. Brúin var reist árið 2012, og fékk síðast öryggisskoðun í júní. Árið 2016 voru gerðar athugasemdir við styrktarteina í brúnni, sem þóttu of stuttir miðað við núgildandi reglu- gerð. Hins vegar var ekki talið að- kallandi að bæta þar úr. Tveimur bjargað er brú hrundi AFP/Stian Lysberg Solum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.