Morgunblaðið - 16.08.2022, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.08.2022, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022 ✝ Ragnhildur Kjartansdóttir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1939. Hún lést á Landspít- alanum 2. ágúst 2022. Foreldrar Ragnhildar voru Lilja Ólafsdóttir frá Vík í Mýrdal, f. 5. júní 1912, d. 26. janúar 2006, og Kjartan Tómasson frá Holtum og síðar Árbæj- arhjáleigu í Rangárvallasýslu, f. 11. desember 1899, d. 9. mars 1986. Systur Ragnhildar voru Ragnheiður, f. 6. apríl 1935, d. 5. júní 1936, Kristín, f. 31. desem- ber 1936, d. 30. janúar 1998, og Katrín, f. 9. júní 1943, d. 2. nóv- ember 1944. Börn Ragnhildar og Hilmis eru: 1) Kjartan, f. 21. maí 1964, maki Elísabet Stefánsdóttir. Börn Kjartans eru a) Ragnhild- ur Anna, maki Árni Böðvar Barkarson. b) Kristbjörn Hilm- ir, maki Jenný Kristín Sigurð- ardóttir og eiga þau soninn Unnar Jaka, f. 19. ágúst 2020. c) Þorvarður Bergmann, maki Al- ína Vilhjálmsdóttir. d) Bergdís Lind, maki Kristján Arnfinns- son. 2) Jón Bergur, f. 19. maí 1971, maki Sigríður Árný Júl- íusdóttir. Barn þeirra er Æs- gerður Elín, maki Kristján Árni Jónsson. Ragnhildur starfaði lengst af við verslun, svo sem í Ólabúð, Kiddabúð og síðar versluninni Nóatúni. Ragnhildur og Hilmir stofnuðu leikfangaverslunina Leikborg árið 1980 og síðar söluturn við Smiðjuveg. Ragn- hildur hafði veg og vanda af rekstri hans og rak hann til margra ára. Útför Ragnhildar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 16. ágúst 2022, klukkan 13. Ragnhildur bjó fyrstu árin í Reykjavík við Laugaveg en flutti í Kópavoginn 1946 er foreldrar hennar keyptu þar hús sem síðar varð við göt- una Skjólbraut. Hinn 3. júní 1963 giftist hún Hilmi Þorvarðarsyni frá Vestmannaeyjum sem hún hafði kynnst á síld- arvertíð á Seyðisfirði 1962. Hann fæddist 26. september 1934 og lést 7. desember 2019. Foreldrar hans voru Elín Jóns- dóttir frá Ólafshúsum í Vest- mannaeyjum, f. 6. ágúst 1910, d. 6. mars 1993, og Þorvarður Ingvarsson frá Stokkseyri, f. 28. júní 1906, d. 31. janúar 1942. Í dag kveðjum við í hinsta sinn ástkæra móður mína, ömmu og langömmu barnanna minna og tengdamóður konunn- ar minnar. Það er sárt að kveðja þá sem maður hefur elskað allt sitt líf. En svona er lífið, líður alltof fljótt. Mamma var ein af frum- byggjum Kópavogs, flutti þang- að 1946 með ömmu, afa og eldri systur sinni. Maður getur bara ímyndað sér hvernig lífið var í þá daga, stríðið nýbúið og mikl- ar breytingar í íslensku sam- félagi. Sjö ára gömul á nýjum stað, húsið ekki einu sinni við götu, bara slóða. Skjólbraut varð til löngu seinna, en þar bjó hún þar til hún flutti með pabba í bílskúr á meðan þau byggðu hús á lóðinni fyrir neðan ömmu og afa. Þetta hefur verið harður tími og markar fólk án efa. Enda mamma alla tíð harðdug- leg. Sterkasta minningin af mömmu er hvað hún var dug- leg. Alltaf að, hvort sem það var að munda hamarinn eða hreinsa mótatimbur á Meðal- braut 18 sem þau pabbi byggðu, mála inni, þrífa eða vinna. Samt hafði hún allan tíma í heimi til að umvefja okkur bræðurna ást og umhyggju. Betri mömmu er ekki hægt að hugsa sér. Allar mínar æskuminningar eru um- vafðar mömmu. Mamma var best. Er pabbi var á sjónum sást þú um öll mál, man t.d. vel er þú fórst með mér í skólann fyrsta skóladaginn. Fannst reyndar erfitt er þú skildir mig eftir þar. Er ég var unglingur stofnuðu þau verslunina Leikborg í Hamraborg og vann ég þar stundum er stundir gáfust með mömmu. Þar réð hún ríkjum í nokkur ár. Góð ár, ég elskaði að vinna þar. Nokkrum árum síðar stofnaði hún söluturn við Smiðjuveg í Kópavogi. Þar átti hún góða tíma, seldi heimilis- mat í hádeginu. Varð reyndar svo vinsæl að þrátt fyrir snjó, rigningu og vind var í hverju hádegi biðröð langt út fyrir búðina og út á götu. Er aldurinn færðist yfir fannst henni erfitt að hafa ekk- ert að gera. Mamma og pabbi notuðu tímann til að ferðast eins og efni og aðstæður leyfðu. Alla tíð pössuðu þau upp á að njóta lífsins. Var þá ferðast á húsbíl eða farið í sólarlanda- ferðir. Þau kunnu að njóta sín saman. Pabbi kvaddi þennan heim fyrir tæpum þremur árum og var það mömmu erfitt. Hún missti sálufélaga sinn. En nú eru þau sameinuð að nýju. Ég trúi því og treysti að hann hafi tekið á móti henni og ég veit að það hafa orðið fagnaðarfundir. Elsku mamma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Ég sakna þín óendanlega mikið. Kjartan Hilmisson. Ragnhildur Kjartansdóttir ✝ Stefán Rafn Elinbergsson fæddist í Ólafsvík 16. desember 1961. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala Foss- vogi sunnudaginn 7. ágúst 2022. Foreldrar hans voru Gestheiður Guðrún Stef- ánsdóttir, f. 21. desember 1926, d. 1. ágúst 2014, og Elinbergur Sveinsson, f. 14. júlí 1926, d. 23. apríl 2015. Systkini Stefáns Rafns eru: Sigurður, f. 23. apríl 1949, Svanborg, f. 1. maí 1950, d. 26. júní 2003, og Sveinn Þór, f. 28. september 1956. Eiginkona Stefáns er Elísa- bet Sigfúsdóttir félagsráðgjafi mar, f. 2003, Ögmundur Steinar, f. 2010, og Una, f. 2012. 2) Heiðdís Huld, f. 1985, stjórnandi hjá Eimskip í Árós- um. 3) Freyr, f. 1989, slökkvi- liðsmaður í Árósum, sambýlis- kona hans er Sara Nybo Vinther, f. 1993, sálfræði- nemi. Stefán Rafn ólst upp í Ólafsvík, yngstur fjögurra systkina. Hann hóf nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, fór síðar í verklegt grunnnám í matvælaiðn í Hót- el- og veitingaskóla Íslands. Stefán Rafn átti langan starfsferil á sjó sem háseti og síðar matsveinn á togaranum Má frá Ólafsvík og ýmsum bátum fyrir vestan og síðar í Hafnarfirði. Þegar Stefán bjó í Danmörku vann hann við fiskeldi á Jótlandi. Frá árinu 2006 hefur hann verið starfs- maður Securitas, sem vakt- stjóri öryggisgæslu Lands- bankans við Austurstræti. Útför Stefáns Rafns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 16. ágúst 2022, klukkan 15. og fjölskyldufræð- ingur frá Hafn- arfirði, kynntust þau sumarið 1983 og giftu sig í Frí- kirkjunni í Hafn- arfirði 12. sept- ember 1987. Þau hófu búskap í Ólafsvík og bjuggu þar til árs- ins 1992 þegar þau fluttu til Hafn- arfjarðar. Árið 1997 fluttist fjölskyldan til Árósa í Dan- mörku og bjó þar til fjölda ára. Stefán og Elísabet hafa verið búsett í Kópavogi eftir heimkomu frá Danmörku. Börn Stefáns og Elísabetar eru þau: 1) Vaka Ýr, f. 1982, læknir í Reykjavík, gift Ólafi Ögmundarsyni, f. 1976, lektor við HÍ, börn þeirra eru Ingi- Hjartað mitt er brotið og á ég erfitt með að skynja að ég geti hlegið aftur eða verið fyndin. Pabbi minn var hrifsaður frá okkur á einu augnabliki sem enn er erfitt að trúa að hafi gerst. Hvaða skilning á að vera hægt að finna í þessari sorg? Pabbi minn mætti öllum eins og þeir eru, fordómalaus og hlýr, alltaf til í spjall og sýndi fólki innilegan og einlægan áhuga. Hann var svo fyndinn og klár, ég erfði húmorinn frá hon- um. Hann gerði allt fyrir okkur systkinin, mig, Vöku og Frey, sótti okkur, eldaði góðan mat, málaði, flutti fyrir okkur. Þegar ég var kvíðin kunni hann ein- staklega vel á mig, var einfald- lega til staðar með faðmlag og orðfáa huggun. Við höfðum bæði mikinn áhuga á tónlist og tón- leikum. Það var alltaf jafn gam- an að ræða við hann um tónlist og deila þeim áhuga. Að alast upp við öryggi og ást hef ég lært að er ekki sjálfsögð raun allra. Sama hvað ég og við ákváðum að gera, misgáfulegt, þá hefur alla tíð verið þessi stað- fasta tilfinning af stuðningi, hvatningu og ást. Stolt hans yfir okkur var oft í orðum en lang- mest sýnt í verki. Hæfni mín til að sýna hlýhug, taka á móti og gefa kærleika er lærð hegðun frá foreldrum mínum sem ég er þakklát fyrir. Pabbi minn gerði svo vel í þessu allt of stutta lífi sínu, eins erfitt og ég á með að lýsa sárs- auka mínum og söknuði til hans, þá er jafn sterkt í mér þakklætið yfir að hafa fengið þennan pabba. Að eiga unga foreldra sem gera sitt besta, alltaf, en líka fyrirmyndir í að efla sjálf- stæði okkar og styrkja eigið samband. Ég er þakklát fyrir þeirra vinskap og samlíf óháð okkur börnunum þeirra, sem var bara þeirra. Syrgi ég árin þeirra sem þau fengu ekki. Ósk mín er að ég beri með mér um ókomna tíð auðkenni- legt þakklæti fyrir að hafa átt þennan einstaka, ástríka, góða pabba sem hefur fært mér þau góðu gildi sem ég hef í lífinu. Að hafa alist upp undir handleiðslu hans og mömmu við gagnkvæmt traust, ást og virðingu veit ég í dag að er ekki sjálfsagt. Heppin ég að hafa átt akkúrat þennan pabba í þessu lífi. Endalaus ást til þín elsku pabbi minn. Heiðdís Huld Stefánsdóttir. Ég minnist fyrst litla bróður míns, Stefáns Rafns, á fæðing- ardegi hans, 16. desember 1961, en þá var ég rúmlega fimm ára. Eins og þá var títt voru heima- fæðingar algengar, ekki síst úti á landi. Ég man eftir Arngrími lækni þegar hann kom með læknistöskuna og strunsaði inn í svefnherbergi foreldra minna. Pabbi var ekki heima. Hann var úti á sjó, var þá staddur úti á rúmsjó, miðja vegu milli Noregs og Íslands. Hann og skipsfélag- ar hans voru að sigla heim til Ólafsvíkur nýsmíðuðum eikar- báti Víglundar Jónssonar, „Jóni á Stapa“, eftir að hafa sótt hann í skipasmíðastöðina við Gauta- borg í Svíþjóð. Fyrir nokkrum árum, í kjölfar fráfalls foreldra minna, rakst ég á skeyti sem pabbi minn fékk þangað sem þeir voru staddir við Færeyjar. Skeytið barst í talstöð bátsins frá Landsímastöðinni; stuttort og kjarnyrt: „Fæddur sonur, heilsast vel!“ Það var gaman að eignast lit- inn bróður til að leika við og gæta. Við systkini hans kölluð- um hann fyrsta árið Dedda! Hann varð strax hrókur alls fagnaðar og var það fram á síð- asta dag ævi sinnar. Það var hans ára enda vinmargur og eft- irsóknarverður félagsskapur í leik og starfi. Stefán Rafn var afar hlýr persónuleiki, glettinn og gamansamur, en umfram allt var hann afar umhyggjusamur um velferð ættingja og vina. Hann var enda afar frændræk- inn og tíður gestur hjá okkur og fjölskyldum barna okkar. Við hjónin, börn okkar, tengdabörn og ekki síst barnabörnin okkar áttum því láni að fagna að eiga góða tíma með Stefáni, allt frá því við stofnuðum fjölskyldu og fram á þennan dag. Fyrir þau dýrmætu tengsl og vináttu þökkum við hér. Okkar samferð hefur verið óslitin og metum við hana mik- ils. Hann var góður bróðir en einnig einlægur og tryggur vin- ur. Við þökkum þessa tíma okkar með honum og kveðjum hann með söknuði. Hlýjar minningar hlaðast nú upp og verða varð- veittar, ljúfsárar og skemmti- legar. Megi allar góðar vættir styrkja Lísu, Vöku Ýri, Heiðdísi Huld og Frey, maka þeirra og barnabörnin við þessi erfiðu tímamót. Sveinn Þór, Inga Jóhanna og fjölskyldur. Ástkær tengdasonur er fall- inn frá, missirinn er mikill fyrir okkur öll í fjölskyldunni. Stefán var mikill fjölskyldumaður og reyndist börnum sínum hinn besti faðir og barnabörnunum hinn eini sanni afi. Við kynnt- umst honum fyrir 39 árum þegar hann kom inn í fjölskyldu okkar. Hann kom frá Ólafsvík til Reykjavíkur til að fara í kokka- skólann en dóttir okkar og hann höfðu kynnst skömmu áður og fyrr en varði var hann fluttur til hennar/okkar. Lísa átti þá unga dóttur, Vöku Ýri, fædda 1982, og leit hann alla tíð á hana sem sína eigin, 1985 kom svo Heiðdís Huld og 1989 Freyr. Stefán og Lísa fluttu til Árósa 1997 með börnin, bjuggu þar í mörg ár hún en hún hóf nám í félagsráð- gjöf. Hún fékk góðan stuðning frá honum. Það er mikilvægt þegar konur fara í nám að eiga góðan að, sérstaklega þegar ekkert bakland er sem vantar þegar fólk fer til annarra landa. Eftir námið starfaði hún sem fé- lagsráðgjafi og bætti við sér- námi í fjölskylduráðgjöf o.fl. áð- ur en hún kom heim. Stefán og Lísa voru að byrja sitt sumarfrí, voru að undirbúa ferð í veiði norður í land og ætl- uðu að njóta lífsins. Þar væru þau núna ef lífið hefði ekki snúið svona á þau og hann farið einn í Sumarlandið. Eftir sitja syrgj- endur. Hans verður sárt saknað en minningin um góðan mann lifir. Kæri tengdasonur við þökkum þér samfylgdina, minning þín lifir. Lísa mín, börnin þín, barnabörn og tengdabörn, hug- ur okkar er hjá ykkur, við elsk- um ykkur. Mamma og pabbi. Elísabet og Sigfús Þór. Í dag er jarðsunginn minn kæri tengdafaðir, Stefán Rafn Elinbergsson, mér mjög kær vinur og veiðifélagi. Ég kynntist Stefáni árið 2007 þegar við Vaka hans fórum að draga okkur sam- an, og frá fyrstu kynnum var ljóst að um hjartagóðan mann var að ræða, Fjölskyldumann, með stóru F-i, því fjölskyldan var honum allt og hann sá til þess að við fyndum það öll. Stef- án var einn af hornsteinunum í okkar lífi, og þegar ég segi okk- ar þá á það ekki síst við um barnabörnin, sem hafa verið svo heppin að eiga afa sem elskar þau út fyrir öll endamörk heims- ins, skilyrðislaust. Og það var eitt af því sem skilgreindi hann sem manneskju, að hann tók fólki eins og það var. Hann var líka raunverulega áhugasamur um fólk, sem lýsir sér meðal annars í sögu sem Magnús vinur minn sagði mér um daginn. Fyr- ir nokkrum árum höfðu þeir hist í bankanum og enduðu með að spjalla í góðan hálftíma þar sem fram kom að Stefán fylgdist vel með í lífi vina minna og var alveg með á hreinu að við vorum að fara saman í veiði stuttu síðar. Stefán var þannig maður að fólk skipti hann máli, hann gat talað við alla og fólki leið vel í návist hans. Við Stefán höfum brallað mik- ið saman í gegnum tíðina og þau eru ófá skiptin sem hann hefur hjálpað okkur fjölskyldunni enda einkar greiðvikinn. Áhugi á fótbolta tengdi okkur og við fórum reglulega saman á völl- inn. Hins vegar var það stang- veiðin sem var okkar aðal sam- eiginlega áhugamál. Það var svo gaman og gefandi að fara með honum að veiða. Það var aldrei neinn asi, við vorum þarna í núinu. Oft var spjallað, en svo var Stefán þeim eiginleika gæddur að það var líka svo gott að þegja með honum, án þess að það væri óþægilegt. Mín síðasta minning með Stefáni er einmitt veiðiferð sem við fórum í nokkr- um dögum áður en hann féll frá. Lítið höfðum við orðið varir, fyrr en þegar líða fór á daginn þegar allt í einu opnaðist gluggi og Stefán setti í tvo væna silunga í tveimur köstum í röð. Glugginn lokaðist og við urðum ekki meira varir. Með glott á hvarmi á heimleiðinni gantaðist hann svo góðlátlega með að ég hefði núll- að, en oft var aflabrögðum öfugt farið og því þótti honum þetta pínu gaman. Þetta er minning sem ég mun alltaf bera með mér og gleðjast yfir því þarna var hann að gera það sem honum þótti einna skemmtilegast og ég fékk að taka þátt í því. Að hafa upplifað allar veiðistundirnar með honum er ómetanlegt og mikið mun ég sakna þess að geta ekki farið í fleiri veiðiferðir með mínum kæra veiðifélaga. Missirinn er mikill, en í hjarta okkar lifir minningin um ást- kæran afa, eiginmann, pabba, tengdaföður og vin. Ólafur Ögmundarson. Man það eins og það hafi gerst í gær þegar Stefán frændi minn fæddist. Það var í raun 14 árum áður en ég fæddist. Minn- ingabrotin af fæðingu Stefáns eru ótrúleg. Mamma heitin var þar sótt, handan götunnar í af- mæli bestu vinkonu sinnar, að aðstoða við fæðingu yngsta bróður síns. Sögurnar af þessum atburði eru nú sem ljós í minn- ingu míns fallna frænda. Stefán var einstakur í alla staði. Fyrstur til handa og fóta að aðstoða frændgarðinn þegar einhver þurfti á hjálp að halda og síðastur að klára. Var alltaf til staðar, hvort sem það var til samræðna eða verka. Hann var alltaf klár. Þrátt fyrir 14 ára aldursmun vorum við samferðamenn á margan hátt. Deildum sama áhugamáli, knattspyrnu, og gát- um rætt þau mál í þaula við hvert tækifæri en þó ætíð af stó- ískri ró enda liðin okkar búin að vera í tómu basli undanfarna áratugi. Minningarbrotið af Derby County-bollanum hans í eldhússkápnum hjá ömmu og afa í Skálholti 11 er einmitt eitt þeirra minningarbrota sem koma fram þessa dagana. Boll- inn var reyndar flottur en mikið notaður, í raun laskaður og allt að því ónothæfur en átti þó sinn stað í skápnum ef Stefán bæri að garði. Fjölskyldan var Stefáni allt. Hann lifnaði allur við þegar börn hans og Lísu bárust í tal ásamt barnabörnunum. Stoltið leyndi sér ekki og gleðin í frásögn af leik þeirra allra og starfi var gleðiefni. Þarna var hann á heimavelli og var í raun stoð þeirra allra og stytta. Eins var hann leitandi fregna af börnum mínum og hafði verulega gaman af því, því þetta skipti hann máli. Við þetta mjög svo skyndilega fráfall kveð ég því einstakan frænda og vin sem ég á eftir að sakna mikið. Hnyttinn innan marka, passlega skotfastur en fastur fyrir á heiðarlegan hátt er hann mér sem fyrirmynd í amstri dagsins með hversdag- legum faðmi, kærleik og hlýju. Birgir Örn og fjölskylda. Við skyndilegt fráfall Stefáns Rafns frænda míns rifjast upp öll sumrin í Ólafsvíkinni fögru og allar ánægjustundirnar sem við áttum saman þar. Við vorum systkinabörn og áttum í afar góðu sambandi. Báðir skírðir í höfuðið á Stefáni afa okkar. Ég bjó á sumrin í Skálholtinu hjá afa, ömmu og Siggu frænku en hann í næsta húsi fyrir ofan. Við lékum okkur mikið saman og brölluðum ýmislegt. Ég minnist með hlýju foreldra Stefáns þeirra Heiðu og Begga og systk- inanna Sigga, Svönu og Sveins sem sýndu mér einstaka góðvild og væntumþykju. Þegar við Vala bjuggum síðar í Ólafsvík, ég að kenna og hún í bankanum, þá var Stefán nánast daglegur gestur hjá okkur í kaffi eða mat og áttum við sem fyrr góðar stundir saman. Eins og oft ger- ist minnkuðu samskiptin þegar við fluttum og við fórum í mis- munandi verkefni hérlendis sem erlendis en alltaf héldum við þó góðu sambandi og sendum hvor öðrum kveðju á afmælisdögum okkar sem voru með nokkurra daga millibili í desember. Kurt- eis, glöggur, blíður, heiðarlegur, vingjarnlegur, traustur, áreið- anlegur og skemmtilegur. Allt eru þetta lýsingar á Stefáni frænda mínum. Hann var grjót- harður stuðningsmaður Víkings Ólafsvík og fylgdist vel með sínu liði. Og nú er þessi stóri og sterki maður horfinn á vit feðra sinna alltof snemma. Hans verð- ur sárt saknað. Við Vala sendum Lísu og allri fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Minning- in um góðan dreng lifir. Stefán Snær Konráðsson. Stefán Rafn Elinbergsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.