Morgunblaðið - 16.08.2022, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Njótið
sumarsins
30 ÁRA Carlos er fæddur
og uppalinn í borginni Val-
encia í Venesúela en fluttist
til Íslands 10 ára að aldri.
Hann býr í Garðabæ. Carlos
er tölvunarfræðingur frá Há-
skólanum í Reykjavík og er
hugbúnaðarsérfræðingur hjá
PayAnalytics. Áhugamálin eru
tækni og bílar.
FJÖLSKYLDA Carlos er í
sambúð með Andreu Helga-
dóttur, f. 1995, sérfræðingi
hjá Reiknistofu lífeyrissjóð-
anna. Foreldrar Carlosar eru
Sigurjón Ragnar Kárason, f.
1965, búsettur í Hafnarfirði,
og Ysabel Colon Maza, f.
1965, búsett í Garðabæ.
Carlos Ragnar Kárason Colon
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Auknar skuldbindingar vegna
barna og þörf til að komast að niðurstöðu
um starfsframa hafa átt hug ykkar allan.
Alls konar rannsóknarstörf einkenna dag-
inn.
20. apríl - 20. maí +
Naut Taktu til hendinni og gerðu breyt-
ingar á heimilinu. Farðu í stutt ferðalag eða
á listasafn, bókasafn eða í búðir sem þú
þekkir ekki.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Hlustaðu vandlega á þá sem leita
til þín með vandræði sín. Talaðu við fjöl-
skyldumeðlimi, taktu til á heimilinu og
bættu skipulag þitt.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það er ágætt að eiga sér draum en
hann getur aldrei leyst veruleikann af
hólmi. Og það hentar þér alls ekki.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú munt fá spennandi tækifæri til
ferðalaga og framhaldsmenntunar á næstu
fjórum til sex vikum.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Gerðu það sem þarf til þess að fá
næði. Farðu þangað sem snillingur getur
haft áhrif á þig. Allir sem þú talar við auka
við þekkingu þína og vit.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú gætir hafa orðið fyrir vonbrigðum
með nýja vinnu eða nýtt tækifæri sem þú
varst að öðlast. Hlustaðu á samviskuna.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Láttu ekkert koma þér á óvart
í dag. Gömul vandamál skjóta upp kollinum
og það reynist snúið að eiga við þau.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Hættu að reyna að ná sam-
bandi við manneskjuna sem þú átt erfitt
með að ná til. Kannski hlusta ekki allir í
heiminum, en alla vega þrjár mikilvægar
manneskjur.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Finndu einhverjar nýjar aðferðir
svo þú getir skilað þeim árangri í starfi sem
af þér er vænst. Hikaðu ekki við að biðja
aðra um aðstoð ef þarf.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er mikið eirðarleysi í þér í
dag. Forðastu að dragast inn í deilur ann-
arra og haltu þér til hlés ef hitna fer í kol-
unum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þegar verkefnaskráin er orðin
svona hlaðin eins og hjá þér er nauðsynlegt
að raða hlutunum upp í forgangsröð. Ein-
um kafla lýkur og annar hefst.
H
elgi Jónsson fæddist
16. ágúst 1952 í
Reykjavík og ólst
upp í Vesturbænum
en flutti svo í Þing-
holtin 45 ára og hefur búið þar síð-
an. Helgi dvaldist öll sumur á barns-
árunum í sveit hjá föðurfólki sínu í
Hrísakoti á Vatnsnesi. „Þetta var
afskaplega góður tími. Ef maður er
hjá góðu fólki þá þroskast maður
mikið við að vera í sveit. Ég var í
heimsókn í Hrísakoti í síðustu viku,
en systkinabarn mitt býr þar núna.“
Helgi gekk í Melaskóla, Haga-
skóla og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1972
og læknaprófi frá Háskóla Íslands
1978. Hann lauk svo sérfræðinámi í
lyf- og gigtarlækningum og doktors-
prófi frá Háskólanum í Lundi 1989.
Helgi hefur starfað á Landspítal-
anum og í Háskóla Íslands frá 1989.
Hann varð dósent 1995 og prófessor
2009 í gigtlækningum við HÍ. Hann
hefur kennt flestum unglæknum á
Íslandi á þeim tíma. Helgi fékk ný-
lega sérstök heiðursverðlaun Félags
læknanema fyrir „framúrskarandi
kennslu í áranna rás“. Á þessum
tíma hefur Helgi stundað margvís-
legar vísindarannsóknir og eftir
hann liggja meira en 100 vísinda-
greinar með meira en 5.000 tilvitn-
unum.
„Slitgigt hefur verið mitt aðal-
viðfangsefni og ég á mér ennþá
þann draum að finna „alvöru“ lyfja-
meðferð við henni. Ég er búinn að
starfa í þessu í 30 ár, en lyf sem
geta breytt gangi sjúkdómsins eru
ekki komin fram ennþá. Það er ekki
útséð með það, en þekkingin er orð-
in þannig að margt bendir til að á
næstu árum verði komin lyf sem
hafi áhrif á gang slitgigtar.“ Til mik-
ils er að vinna því flestallir fá slit-
gigt. Helgi var útnefndur heiðurs-
vísindamaður Landspítalans 2022.
„Nú lít ég svo á að byrji nýr kafli í
mínu lífi. Ég ætla að halda áfram að
fylgja eftir einhverjum sjúklingum,
en ég er með stofu uppi á Höfða, en
nú fer minni tími í vinnu og þá ætla
ég að gefa mér meiri tíma í vísinda-
rannsóknir og önnur áhugamál.“
Áhugamál Helga eru m.a. brids
og tangó. Hann byrjaði í skákinni en
fór út í bridsið. Hann var keppnis-
maður á yngri árum og var nokkr-
um sinnum í landsliði Íslands, síðast
á ólympíumótinu í brids 1980. „Ég
er ennþá að gutla í bridsinu og
keppi stundum, en er ekki í sama
flokki og áður. Málið var það að
þegar ég var í ólympíulandsliðinu þá
var ég kominn með fjölskyldu og
orðinn læknir og vísindamaður og
þá hefurðu ekki tíma til að spila
keppnisbrids. Það má segja að ég
hafi fórnað því fyrir aðra þætti í
mínu lífi.
Á miðjum aldri fórum við hjónin
að dansa argentínskan tangó og það
hefur gefið okkur mikið. Við höfum
nú dansað tangó í tugum borga um
allan heim, þar á meðal í Buenos
Aires. Ég hef verið á ráðstefnum
víða um heim og þá eru dansskórnir
með. Við höfum líka farið á tangó-
hátíðir þar sem fengnir eru bestu
kennarar í heimi, þá er kennt á dag-
inn og dansað á kvöldin.“
Fjölskylda
Eiginkona Helga frá 1972 er
Kristín Færseth, f. 24.1. 1952, fé-
lagsfræðingur, framkvæmdastjóri
Félags prófessora við ríkisháskóla.
Þau eru búsett í Þingholtunum í
Reykjavík. Foreldrar Kristínar voru
Einar Andreas Færseth, f. 1.1. 1925,
d. 28.11. 2010, iðnverkamaður í
Garðabæ, og eiginkona hans, Mar-
grethe Færseth (fædd Christian-
sen), f. 9.8. 1931, d. 12.9. 2004,
sjúkraliði og húsmóðir.
Börn Helga og Kristínar eru: 1)
Jón, f. 10.9. 1971, með doktorspróf
frá háskólanum í Lundi, dósent við
Linnéháskólann í Växjö í Svíþjóð.
Helgi Jónsson, prófessor í læknisfræði – 70 ára
Fjölskyldan Helgi, Kristín og börn, Jón, Guðrún Pálína, Einar Andreas og Helgi, í garðinum í Þingholtunum.
Draumurinn hvergi nærri úti
Í Vínarborg Helgi og Kristín á
tangóhátíðinni Tango Amadeus.
Iðunn Brynja Jónsdóttir og Signý Alda
Jónsdóttir héldu tombólu við Hall-
grímskirkju á Gleðidögum til styrktar
fólki frá Úkraínu. Þær færðu Rauða
krossinum afraksturinn, 14.832 kr.
Tombóla
Til hamingju með daginn