Morgunblaðið - 16.08.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.08.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022 CHRIS HEMSWORTH CHRISTIAN BALE TESSA THOMPSON TAIKA WAITITI RUSSELL WITH CROWE NATALIE AND PORTMAN Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ chicaco sun times New york times Rolling stone empire Tónlistar- og hljóðverkahátíðin Ung Nordisk Musik í Reykjavík hófst í gær, 15. ágúst, og stendur yfir til og með 21. ágúst. Fer hún fram víða um höfuðborgina og í nágrenni hennar og er nú haldin í 76. sinn en sú fyrsta var haldin árið 1946. Á hátíðinni er kastljósinu beint að yngstu kynslóð tónskálda og hljóðverkahöfunda frá Norður- löndunum og Eystrasaltsríkjunum. Þema hátíðarinnar í ár er „co·st- ructing“ en orðið er tilbúningur og í tilkynningu sagt lýsa samvinnu milli listamanna í ólíkum greinum. Munu gestir fá að upplifa margs konar tónlist og hljómlist eftir 39 höfunda. Á dagskrá eru 24 við- burðir af ýmsu tagi. Tónlistarskólar á Norðurlönd- unum stofnuðu upphaflega til há- tíðarinnar í kjölfar seinni heims- styrjaldar í því skyni að rífa niður landamæri og skapa vettvang sköp- unar fyrir ungt fólk. Dagskrá hátíð- arinnar má finna á slóðinni: ungnordiskmusik.is. Ung Nordisk Musik hafin í Reykjavík Bandaríski leik- arinn Ashton Kutcher segist heppinn að vera á lífi eftir að hafa orðið bæði blindur og heyrnarlaus af völdum sjálfs- ofnæmissjúk- dóms, vasculitis svonefnds, sem einnig rændi hann jafnvægisskyninu. Í frétt á vef The Guardian segir að leikarinn hafi sagt frá sjúkdómnum, sem veldur æðabólgum, í þættinum Running Wild With Bear Grylls: The Chall- enge. Sagðist Kutcher hafa greinst með sjúkdóminn fyrir tveimur árum og að það hefði tekið hann heilt ár að ná fullum bata. Sagðist Kutcher á tímabili hafa óttast á tímabili að hann myndi hvorki sjá, heyra né geta gengið á ný. Þáttur Bears Grylls snýst um að lifa af úti í náttúrunni og benti Grylls í kjölfar- ið́ á að óveður gerði mannfólkið sterkara og að Kutcher væri nú gott dæmi um það. Segist heppinn að vera á lífi Ashton Kutcher »Danski leikarinn og sjarmörinn Mads Mikkelsen lék á als oddi er hann sótti kvikmyndahátíðina í Sarajevo í fyrradag, veitti áritanir og tók við heiðursverðlaunum sem hann hlaut árið 2020. Mads Mikkelsen hreif aðdáendur á hátíð í Sarajevo AFP/Elvis Barukcic Gullhjarta Mikkelsen glaðbeittur með verðlaunagripinn „Hjarta Sarajevo“ á kvikmyndahátíðinni. Dáður Aðdáandi með ljósmyndir af Mads Mikkelsen við rauða dregilinn, tilbúnar til áritunar. AFP/Elvis Barukcic Vinalegur Mads Mikkelsen áritaði ljósmyndir fyrir aðdáendur sína á rauða dreglinum í Sarajevo í Bosníu-Hersgóvínu. Mikkelsen hlaut sérstök heiðurs- verðlaun hátíðarinnar fyrir tveimur árum en gat ekki tekið við þeim vegna Covid-19. Á hátíðinni í ár verða 235 kvikmyndir sýndar frá 62 löndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.