Morgunblaðið - 17.08.2022, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. Á G Ú S T 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 191. tölublað . 110. árgangur .
FYRSTA
PYSJAN VÓ
225 GRÖMM
STEFNA Á
OPNUN Í
HAUST
KEFLAVÍK
FJARLÆGÐIST
FALLSÆTI
VIÐSKIPTAMOGGI BESTA DEILDIN 22PYSJUEFTIRLITIÐ 10
Sprautað var vatni úr slökkvibíl á
fisflugvellinum á Hólmsheiði í
Reykjavík í gær yfir fisflugvél,
sem Óli Øder Magnússon flaug
hingað til lands frá Berlín í
Þýskalandi fyrir Fisfélag Reykja-
víkur. Ferðalag sjálfrar vélar-
innar hófst aftur á móti á Ítalíu.
„Tveir félagar mínir flugu vél-
inni frá Ítalíu til Berlínar. Það tók
rúmlega tvo daga. Ég tók síðan
við vélinni í Berlín og flaug henni
til Bremen. Í gær flaug ég henni
frá Bremen og ætlaði að fara til
Wick í Skotlandi en þar var lokað
vegna þoku. Ég ætlaði þá að fara
til Aberdeen en þar var einnig
lokað vegna malbikunarviðgerða,
þannig að ég var sendur tvo
klukkutíma aftur á bak til Dun-
dee. Þá var ég búinn að fljúga í
sex klukkutíma þannig að ég
stoppaði þar í einn og hálfan
klukkutíma, setti eldsneyti á vél-
ina og hreyfði á mér fæturna. Svo
flaug ég frá Dundee til Egilsstaða
og það tók níu klukkutíma.“
Fisflugvélin hefur að jafnaði
flugþol í u.þ.b. fjóra og hálfa
klukkustund en Óli kunni ráð við
því. „Í farþegasætinu var ég með
110 lítra blöðru sem er keimlík
pokunum í rauðvínsbeljunum og
var full af bensíni. Vélin saug úr
henni þar til allt í einu var enginn
við hliðina á mér í farþegasæt-
inu.“
Hann segist þó ekki hafa flogið
alla leiðina einsamall því óboðinn
gestur laumaði sér inn í vélina.
„Það var geitungur, en hann
kom sér um borð í Þýskalandi.
Við urðum nokkuð góðir vinir. En
svo fannst mér leiðinlegt að sjá
hann dauðan í morgun. Ég veit
ekki hver dánarorsökin er,
kannski var þetta of langt flug,“
segir hann.
Að sögn Óla var ferðalagið það
alerfiðasta sem hann hefur nokk-
urn tímann tekið sér fyrir hendur.
„En þetta var skemmtilegt.
Þetta var auðvitað gert fyrir fis-
félagið í sjálfboðavinnu en nú höf-
um við eignast okkar fyrstu vél.“
steinthors@mbl.is
Var níu tíma á flugi yfir Atlantshaf
Fisflugvél frá Ítalíu til Íslands í gegnum Þýskaland og Skotland
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fis Ferðalagið frá Ítalíu til Berlínar tók tvo daga. Þar tók Óli við vélinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flug Ferðalag vélarinnar hófst í Ítalíu. Óli Øder flugmaður flaug henni til Íslands. Slökkviliðið sprautaði vatni, líkt og gert er við hátíðleg tilefni.
Skortur á aðföngum og hækkandi
verð á flutningum eru meðal þátta
sem hafa áhrif á sölu nýrra bifreiða
hér á landi. Þá hafa einnig orðið tafir
á afhendingu nýrra bíla en staðan er
þó misjöfn milli bílaumboða.
Jón Trausti Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Öskju, segir að tafir við
afhendingu nýrra bíla hafi verið við-
varandi vandamál í hátt í ár og býst
við að sú staða vari fram á næsta ár.
Það eigi þó ekki endilega við um allar
tegundir bíla en líklega verði áhrifin
mest á rafbíla.
Friðbert Friðbertsson, forstjóri
Heklu, tekur í sama streng og segir
verulegar tafir á afhendingu nýrra
bíla hafa háð starfsemi umboðsins síð-
ustu misseri. Páll Þorsteinsson, upp-
lýsingafulltrúi Toyota, segir að um-
boðið hafi fundið fyrir töfum á
einstökum gerðum en heilt yfir hafi
gengið mjög vel að fá bíla afhenta.
Framleiðendur hafa í mörgum til-
vikum tilkynnt umboðunum hér á
landi um væntanlegar hækkanir sem
rekja megi til fyrrnefndra þátta, en
vegna styrkingar krónu er óvíst hvort
þær hækkanir leiði út í verðlagið hér
á landi. »ViðskiptaMogginn
Áfram tafir á afhendingu
- Verð á bifreiðum að hækka en sterk króna vegur á móti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bílar Verð á bílum er tekið að hækka og nokkrar tafir orðið á afhendingu.
_ Markaðurinn fyrir sveppi stækk-
ar sífellt hérlendis, í samræmi var
það sem gerist í Evrópu, að sögn
Georgs Ottóssonar, garðyrkju-
bónda á Flúðum. Neysla þeirra er
mest á sumrin þegar erlendir ferða-
menn sækja veitingastaði.
Georg segir spurn eftir niður-
sneiddum sveppum hafa aukist
mikið, en þeir eru notaðir á veit-
inga- og pítsustöðum.
Það segir hann jákvætt enda sé
hægt að nýta til þess sveppi sem
annars myndu ekki henta á markað
vegna lögunar sinnar. Þetta falli
vel að markmiðum félagsins um
minni matarsóun. »6
Neysla á sveppum
eykst hérlendis
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Sigurður Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, hefur
áhyggjur af orðspori Íslands á al-
þjóðlegum fjár-
málamarkaði ef
franska sjóðastýr-
ingarfyrirtækið
Ardian fellur frá
kaupum á Mílu,
dótturfyrirtæki
Símans, vegna af-
skipta Samkeppn-
iseftirlitsins.
„Þetta væru
ekki góð skilaboð
fyrir erlenda fjár-
festingu á Íslandi, fjárfestingu sem
við þurfum á að halda til þess að
byggja upp,“ segir Sigurður. „Hér
eru mörg tækifæri en til þess að þau
verði að veruleika þurfa stjórnvöld að
vera í liði með atvinnnulífinu að sækja
þau,“ segir hann og bætir við að til
þess þurfi þau aðeins að gera tvennt:
„Senda út merki um að erlend fjár-
festing sé velkomin og ryðja úr vegi
hindrunum.“
Sigurður er í viðtali Dagmála
Morgunblaðsins í dag. »10
Erlend
fjárfesting
í uppnámi
- Afskipti SKE geta
orðið mjög afdrifarík
Sigurður
Hannesson