Morgunblaðið - 17.08.2022, Page 4

Morgunblaðið - 17.08.2022, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is „Gosið er orðið býsna lítið. Rennslið er núna kannski einn tíundi af því sem var allra fyrstu klukkutímana. Mælingin í gær staðfestir það,“ seg- ir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Ís- lands í fyrradag. Samkvæmt þeim var meðalrennsli hrauns á yfirborði í eldgosinu í Meradölum um þrír rúmmetrar á sekúndu frá laugar- degi til mánudags, þegar tekið er tillit til holrýmishlutfalls í hraun- inu. „Gosið er fremur máttlítið og framleiðir lítið efni en ómögulegt er að segja til um hvort þetta sé tíma- bundið eða hvort að það lognist út af í framhaldinu,“ segir hann í sam- tali við Morgunblaðið. Magnús Tumi segir gosið í Mera- dölum vera enn í gangi en það hefur dregið úr því á síðustu dögum. „Það hefur minnkað mikið og er orðið jafnvel minna en gosið í fyrra var þegar minnst var í því. Við verð- um bara að sjá hverju fram vindur.“ Ólík aburðarás Magnús Tumi segir atburðarás gossins nú vera ólíka gosinu í fyrra. Gosið í ár byrjaði með krafti en gos- ið í fyrra byrjaði örlítið rólegar. „Gosið í fyrra náði hámarki um miðbikið og fyrstu tvær vikurnar var mesti krafturinn, sem var einn fjórði af því sem var í gosinu núna, en svo fór það að eflast. En þetta hefur verið aðeins öðruvísi atburða- rás þó að um sambærilega gos- hegðun sé að ræða hjá þessum tveimur gosum.“ Langmest í byrjun Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, sagði í samtali við mbl.is að gosið hefði lítið breyst frá því á mánudag. „Það virðist vera sem það hafi dregið aðeins úr því, en þó nokkuð á sama dampi. Þorvaldur sagði aðspurður að erf- itt væri að segja til hvort umræddar mælingar bentu til þess að goslok nálguðust eða hvort nú væri aðeins tímabundin lægð í gosinu. „Það er erfitt að segja til um það. Það var náttúrlega langmest í byrj- un, um fimmtán rúmmetrar á sek- úndu. Ef gosið heldur þeim dampi sem það er á núna þá gæti það varað í töluverðan tíma. En við vitum líka að gos geta hætt skyndilega, það geta verið utanaðkomandi atburðir, svo sem jarðskjálfti, sem valda því að gosopið lokast.“ Nýtt gostímabil Þorvaldur reiknar fastlega með því að nú sé hafið nýtt gostímabil á Reykjanesskaga. Spurður út í hve lengi það kunni að vara sagði hann það geta spannað nokkur árhundr- uð. Einstakir eldar geti varað í ár til áratugi og einstök gos í vikur til mánuði. „Það geta liðið nokkur ár á milli gosa, jafnvel nokkrir áratugir, en þetta verður svona. Svo er bara spurning hversu stór þau eru og hversu lengi þau vara. Eins og núna í bæði skiptin sem það hefur gosið á þessu tímabili þá eru þetta afllítil gos sem eru á afmörkuðu landsvæði. Við gætum fengið gos sem eru nær innviðum og byggð, og geta valdið óþægindum og hugsanlega ein- hverju tjóni. En þá er spurning hvað við gerum til að spyrna á móti, því að í raun er- um við nú að undirbúa okkur sem best að skoða þá möguleika sem hægt er að nýta til að draga úr áhrif- um þessara eldgosa á mannlífið.“ Eldgosið í Meradölum 3.-15. ágúst 2022 Flatarmál hrauns, km2 Rúmmál hrauns, milljónir m3 11 4,1 Myndataka úr lofti Pleiades gervitungl 15. ágúst kl. 15.00 var flatarmál hraunsins 1,3 ferkílómetrar, sem er um einn fjórði af stærð hraunsins sem rann í gosinu í fyrra Hraunið er orðið um 11 milljón rúmmetrar Hraunrennslið er um 4,1 rúmmetri á sekúndu sem er um 80% af meðalrennsli í Elliðaám Heimild: Jarðvísindastofnun HÍ, Náttúrufræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands 4.8 6.8. 8.8. 10.8 12.8. 14.8. 16.8. 18.8. 20.8. 22.8 4.8 6.8. 8.8. 10.8 12.8. 14.8. 16.8. 18.8. 20.8. 22.8 4.8 6.8. 8.8. 10.8 12.8. 14.8. 16.8. 18.8. 20.8. 22.8 Hraunflæði, m3/s Það myndi því fylla Tjörnina í Reykjavík meira en 125 sinnum Gos hefst 1,3 Ná tt ha gi Geldingadalir Meradalir Grunnkort: Ragnar Þrastarson/Veðurstofa Íslands/Náttúrustofnun Stærð nýja hraunsins í Meradölum Hraunbreiðan frá 2021 Loftmynd af gosinu í Meradölum Tekin 15. ágúst Fagradals- fjall Fagradals- fjall Stóri-Hrútur La ng ih ry gg ur La ng ih ry gg ur Nýtt hraun Gossprunga Kort af hrauninu í Meradölum: Land- mælingar Íslands og samstarfsaðilar. Loftmynd: Copernicus Dregur úr krafti eldgossins - Meðalrennsli hrauns í Meradölum um þrír rúmmetrar á sekúndu á mánudaginn - Óbreytt staða í gær - Gosið máttlítið og framleiðir lítið - Ómögulegt að segja til um tímabundið ástand eða goslok Morgunblaðið/Hákon Pálsson Eldgos Gosið í Meradölum er að sögn vísindamanna máttlítið og framleiðir minna efni en það gerði í upphafi. Íbúar á Ísafirði hafa kvartað mikið undan kríuvarpi sem stendur fyrir framan leikvöll í Tunguhverfinu. Kríum hefur fjölgað ört á svæðinu síðastliðin fjögur ár. „Þetta er ekki bjóðandi þeim sem búa á svæðinu. Þetta er orðið svo slæmt að kríurnar eru farnar að ráðast á fólk fyrir framan húsin sín“, segir Einar Birkir Sveinbjörns- son, íbúi við Ártungu á Ísafirði. Hann sendi erindi til bæjarráðs ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Elínu Magnúsdóttur, um kríuvarpið og leikvöllinn sem hefur fengið lítið viðhald undanfarin ár. „Við viljum bara að eitthvað sé gert til þess að krían fari burt þeg- ar hún leggur leið sína hingað aft- ur næsta vor.“ Hann segist hafa rætt þetta við fyrri bæjarstjórn en ákveðið vilja- leysi hafi hindrað framkvæmd í málinu. „Það er sagt við mann að við þurfum bara að lifa í sátt og sam- lyndi við náttúruna en krían var ekki þarna þegar við komum og það þarf bara að fæla hana burt.“ Einar segir enn fremur að mikill samhljómur sé í hverfinu um það að íbúar vilji ekki búa með kríunni næsta sumar og segist hann vonast til þess að ný bæjarstjórn taki á málinu af fullri alvöru. Erfitt að búa nálægt kríuvarpi Arna Lára Jónsdóttir, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, segist skilja áhyggjur íbúa þar sem kríu hefur fjölgað hratt á svæðinu. Hún segir að það sé flókið að fæla fuglinn burt þar sem krían er friðuð og því þurfi hún að færa sig sjálf. Erindið var tekið upp á fundi bæjarráðs á mánudag og var bæj- arstjóra falið að leita lausna. „Krían vill vera í nánd við mann- inn þar sem það er ákveðið öryggi í því. Þá stafar henni minni hætta af minkum og öðrum óvinum fugls- ins, en það er erfitt að búa í miklu návígi við kríuvarp.“ Arna segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvernig sé hægt að færa varpið en á bæjar- ráðsfundinum hafi verið rætt um náttúrulegar aðferðir til að fá fugl- inn til að halda sig aðeins utar í firðinum en ekki beint fyrir fram- an leikvöllinn. „Þetta er flókið mál, en við skiljum bæjarbúa fullvel og við ætlum að reyna að finna lausn.“ Íbúar Ísafjarðar kvarta undan kríum - Segja kríurnar ráðast á fólk - Rætt á fundi bæjarráðs - Bæjarstjóri segir að leitað verði lausna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kríuvarp Íbúar hafa kvartað undan árásargjörnum kríum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.