Morgunblaðið - 17.08.2022, Page 10

Morgunblaðið - 17.08.2022, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 Auglýsing ríkisskattstjóra um framlagningu álagningarskrár einstaklinga 2022 vegna tekna ársins 2021 Álagningarskrá vegna álagningar 2022 á einstaklinga verður lögð fram dagana 17. ágúst til 31. ágúst 2022 að báðum dögum meðtöldum á almennum starfsstöðvum Skattsins utan Reykjavíkur, en í Reykjavík í Tollhúsinu Tryggvagötu 19. Auglýsing þessi er birt, skv. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Reykjavík, 17. ágúst 2022. Ríkisskattstjóri Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Horfur eru því á að staða miðlunar- forða Landsvirkjunar á hálendi Ís- lands verði góð í lok sumars og að ekki þurfi að koma til skerðingar til kaupenda eins og síðasta vetur. Það getur skipt miklu fyrir þjóðarbúið ef ekki þarf að kynda loðnubræðslurnar með olíu, eins og gera þurfti á síðustu loðnuvertíð. „En það er ljóst að spurn eftir raf- orku er mikil og auðvitað ekki á vísan að róa með veðurfar næsta vetur,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Snjóaði talsvert á jökla Söfnun vatns í miðlunarlón Lands- virkjunar var heilt yfir samkvæmt væntingum í júlímánuði, en um mán- aðamótin kólnaði og innrennsli minnkaði. Í lok júlí snjóaði talsvert á jökla sem dregur úr jökulbráð. Þrátt fyrir það eru góðar líkur á að Blöndu- lón og Hálslón fyllist, þó það gerist síðar en væntingar stóðu til í lok júní. Þá stóðu vonir til þess að lónin myndu fyllast í ágústmánuði. Nú vantar aðeins um 25 sentimetra upp á að Blöndulón fyllist, en það verður mjög háð úrkomu á vatnasviði Blöndulóns hvort það fyllist fyrir mánaðamót, segir Ragnhildur. Fyrir austan er ljóst að Hálslón, sem sér Fljótsdalsstöð fyrir orku, fyllist í fyrsta lagi um mánaðamótin ágúst/ september. Þar vantar um sex metra vatnshæð til viðbótar til að Hálslón fari á yfirfall. Við það myndast foss- inn Hverfandi við vestari enda Kára- hnjúkastíflu og jökulvatnið steypist 90-100 metra niður í Hafra- hvammagljúfur í Jökulsá á Dal. Alloft hefur Hálslón farið fyrr á yfirfall en að þessu sinni. Á Þjórsársvæði fylltist Hágöngu- lón í lok júlí en vatnsborð Þórisvatns er rúmlega tvo metra frá því að fara á yfirfall. Það eru metnar minni líkur en ekki að Þórisvatn fyllist. Þrátt fyr- ir það er staðan nú mun betri en fyrir ári síðan. Vatnsborð Þórisvatns stendur um fjórum metrum hærra en fyrir ári og staða grunnvatns á svæð- inu er mun betri en þá. Vatnsborðið er nú hærra en það varð hæst í fyrra, sem var í lok september. Rafmagn skammtað í fyrra Eins og menn rekur eflaust minni til var síðasti vetur einn sá erfiðasti í rekstri Landsvirkjunar frá upphafi. Þurrkar síðastliðið sumar og haust gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekki en það er mikilvægasta miðlunarlón Landsvirkjunar á stærsta vinnslusvæði fyrirtækisins. Neyddist fyrirtækið til að grípa til skömmtunar á rafmagni strax í des- ember, sem m.a. bitnaði á stórnot- endum, fjarvarmaveitum og fiski- mjölsverksmiðjum á loðnuvertíðinni, sem var sú stærsta um árabil. Neydd- ust fyrirtækin til að nota olíu í stað- inn. Það var ekki fyrr en í apríl að hægt var að afnema allar skerðingar á raforku. Bið eftir því að Hverfandi birtist - Horfur eru því á að staða miðlunarlóna Landsvirkjunar verði góð í lok sumars - Vona að ekki komi til skerðingar á raforku eins og síðasta vetur - Fossinn Hverfandi gæti birst um mánaðamót Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hverfandi Tignarleg sjón að sjá jökulvatnið steypast niður í Jöklu. Fossinn er svo aflmikill að jafna má við Dettifoss. Fyrsta pysjan fannst í Vestmanna- eyjum í gær og er þar með lunda- pysjutímabilið formlega hafið. Pysj- an fannst við Kertaverksmiðjuna Heimaey og vó 225 grömm, en það er fremur létt miðað við undanfarin ár. Gígja Óskarsdóttir hefur lengi séð um pysjueftirlitið svokallaða. Hún segir að pysjutímabilið hefjist nú í fyrra falli miðað við seinni ár þótt það hafi stundum byrjað tals- vert fyrr. Raunar sást til fyrstu pysjunnar í bænum í lok júlí. „Við höfum oft byrjað fyrr. Fyrir tuttugu árum, þegar ég var lítil, fannst fyrsta pysjan oftast nokkrum dögum fyrir Þjóðhátíð,“segir hún. Pysjueftirlitið hefur verið rafrænt síðastliðin tvö ár vegna kórónuveiru- faraldursins og verður áfram með því móti í ár. Á síðasta ári var í fyrsta skipti reynt að koma í veg fyrir að pysjur lentu í olíumengun með því að draga úr lýsingu við höfnina, þar sem pysj- urnar dragast að ljósunum. Var þá frekar kveikt á ljóskösturum ofar í bænum til að fá þær þangað í stað- inn. „Það bar klárlega árangur, þar sem þær voru mun færri olíublautar í fyrra en undanfarin ár, en höfnin var reyndar mun hreinni en áður.“ Fengu ekki mikið æti í sumar Erpur Snær Hansen, forstöðu- maður Náttúrustofu Suðurlands, segist ekki gera ráð fyrir góðu pysjuári í ár þar sem helmingur af eggjunum misfórst í sumar. Hann segir að lundinn hafi átt erfitt með að ná í æti í sumar vegna þess hversu illa áraði í sjónum. „Makríllinn hefur komið inn seinna í ár en mig grunar að kísil- magnið í hafinu hafi minnkað aftur. Það er þó bara ágiskun þar sem við höfum ekki fengið mælingarnar í hendurnar.“ Erpur segir jafnframt að pysjan sem fannst í gær sé í samræmi við þá stærð sem búist var við, en pysj- urnar verði léttari í ár vegna þess hversu litla fæðu þær hafa fengið. Hann segist reikna með því að það verði í það minnsta um 3.000 pysjur í bænum. „Það er gott að þetta sé komið af stað, þá fer boltinn bara að rúlla.“ Fislétt Fyrsta pysjan fannst við gömlu Kertaverksmiðjuna Heimaey í Vestmannaeyjabæ og var óvenju létt í ár, en hún vó 225 grömm. Fyrsta pysjan fundin í Heimaey Meiri líkur en minni eru á að varð- skipin Týr og Ægir endi í útlöndum. Þetta segir Friðrik Jón Arngríms- son, eigandi Fagurs ehf., sem festi kaup á skipunum. Hann segist fátt geta upplýst um hvað verði gert við skipin en segir marga möguleika til skoðunar. Gengið var formlega frá sölu varð- skipanna tveggja í vikunni og var söluverðið 51 milljón króna að því er fram kemur í svari Landhelgisgæslu Íslands. Friðrik Jón segir margt þurfa að gera ef á að koma þeim í einhvers konar rekstur á ný. Um er að ræða töluvert lægri upp- hæð en hæsta boð sem barst þegar Ríkiskaup óskaði eftir tilboðum í lok síðasta árs. Alls bárust þá tvö tilboð og nam lægra tilboðið 18 milljónum króna en það hærra 125 milljónum. Í apríl síðastliðnum gátu Rík- iskaup greint frá því að gengið yrði til samninga við þann aðila sem stóð að öðru tilboðinu. Það gekk þó ekki eftir og féll tilvonandi kaupandi frá tilboði sínu þar sem hann gat ekki staðið við kaupin. Hófust í kjölfarið viðræður við tvo aðra sem höfðu áhuga á kaupunum. Það endaði með því að Fagur ehf. keypti skipin á, eins og fyrr segir, 51 milljón króna. Varðskipið Ægir var smíðað 1968 og Týr árið 1975. gso@mbl.is Varðskipin Týr og Ægir gætu endað í útlöndum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvödd Landhelgisgæslan kvaddi skipin tvö formlega á mánudag. - Kaupverðið var 51 milljón króna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.