Morgunblaðið - 17.08.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 17.08.2022, Síða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 Þegar ég kom fyrst sem nýskipaður sendiherra til Íslands hinn 26. febrúar síð- astliðinn, þremur dögum eftir upphaf átakanna í Úkraínu, var um fátt annað rætt en hið skelfilega ástand sem þar blasti við. Fólk af öllum stigum samfélagsins og allir sem ég hitti vildu ræða við mig um málefni Úkraínu. Þrátt fyrir mismunandi skoðanir á ýmsum þáttum voru allir sammála um þau hræðilegu áhrif sem átökin hafa á almenning og mikilvægi mannúðaraðstoðar. Íslendingar hafa tekið höndum saman við að veita íbúum Úkraínu alla þá aðstoð sem þeir mögulega geta frá upphafi átakanna. Al- menningur, jafnt sem fyrirtæki, hefur sýnt mikið örlæti í fram- lögum sínum, ríkisstjórn Íslands hefur tekið við flóttamönnum frá Úkraínu, aðstoðað þá við atvinnu- leit og komið börnum þeirra í nám. Eins og Íslendingar hafa Kínverjar miklar áhyggjur af mannúðarmálum í Úkraínu og þeim skaða sem átökin valda al- menningi. Kína hefur lagt til að- gerðaáætlun í sex liðum og hefur nú þegar sent þrjár sendingar af neyðargögnum til Úkraínu sem innihalda m.a. ábreiður, mjólk- urduft fyrir ungbörn ásamt öðru sem almenning sárlega vanhagaði um og mun veita þeim sem eiga um sárt að binda nauðsynlega að- stoð. Kína mun halda áfram að veita Úkraínu viðeigandi aðstoð eftir þörfum. Átökin í Úkraínu eiga sér lang- an aðdraganda. Meira en 100 dag- ar eru liðnir og hafa átökin haft mikil áhrif á alþjóðlegt öryggis- umhverfi og stöðugleika í öllum ríkjum. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir hækkandi olíu- og matvælaverði á Íslandi, sem og í heiminum öllum. Heimurinn stendur frammi fyrir erfiðum áskorunum vegna stærsta heimsfar- aldurs í heila öld, vegna svæðisbund- inna átaka og stór- veldadeilna sem tengjast í flóknu samspili margra þátta sem ógna al- þjóðaöryggi og friði. Nú er því brýn nauð- syn sem aldrei fyrr að ríki heimsins, þar á meðal Ísland og Kína, taki höndum saman og vinni sameiginlega að því marki að viðhalda fjölþjóð- legri samvinnu og samstarfi í þágu stöðugleika og friðar í heim- inum með uppbyggilegum hætti. Á árlegu Boao-málþingi Asíu- þjóða í apríl síðastliðnum lagði forseti Kína, Xi Jinping, til að efnt yrði til alþjóðlegs frum- kvæðis á sviði öryggis, GSI (Glo- bal Security Initiative), á grund- velli sameiginlegrar skuldbind- ingar á sex sviðum um samstarf um sameiginlegt, alhliða og sjálf- bært öryggi til að varðveita frið og öryggi í heiminum. Ýmislegt í þessum hugmyndum um sameig- inlegar skuldbindingar er sam- hljóma afstöðu Íslendinga í þeirri viðleitni að virða beri sjálfstæði og landamæri allra ríkja, fram- fylgja alþjóðalögum, virða mark- mið og grundvallareglur Samein- uðu þjóðanna, leysa deilumál ríkja með friðsamlegum hætti með viðræðum og samræðum og styðja við alla þá viðleitni sem stuðlar að friðsamlegri lausn ágreiningsmála. Tillagan um al- þjóðlegt öryggisfrumkvæði, GSI, svarar nauðsynlegu kalli nútím- ans á raunsæjan hátt, varðandi alþjóðlegt samfélag sem vinnur saman að heimsfriði, dregur úr líkum á átökum og stríðsátökum og er í takt við hugmyndafræði nútímans. Í samskiptum mínum við ís- lenska vini hef ég einnig kynnst öðru sem tengir saman þjóðirnar tvær og sögu þeirra. Íslenskur vinur minn sagði mér að við upphaf 20. aldarinnar hefði Ísland verið eitt af fátækustu ríkj- um Evrópu með lítil tengsl við umheiminn. Það hefði breyst mjög hratt í friðsælu umhverfi fjögurra kynslóða eftirstríðsáranna eftir heimsstyrjöldina síðari, og nú væri Ísland í hópi auðugustu ríkja heims, opið gagnvart umheiminum og með sterk alþjóðleg tengsl. Fyrir komu mína til Íslands las ég í kínverskri þýðingu bækurnar Hundadaga eftir Einar Má Guð- mundsson og Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson sem lýsa lífi fólks og kjörum fyrr á öldum. Þær lýsa vel fátækt al- mennings og einangrun landsins, auk þess sem þeir gáfu mér inn- sýn í í þrautseigju landsmanna og iðjusemi. Þegar ég kynntist Ís- landi nútímans af eigin raun, fólk- inu í landinu og lífi þess varð ég dolfallinn yfir umbreytingu lands- ins og þeim ótrúlegu þjóðfélags- legu og efnahagslegu framförum sem gert hafa Íslendinga að ein- hverri hamingjusömustu þjóð í heimi. Reyndar hefur Kína umbreyst með svipuðum hætti og Ísland á síðari árum þar sem alþýða manna hefur risið úr fjötrum örbirgðar og fáfræði til velmegunar og vel- sældar. Fyrir örfáum áratugum bjuggu hundruð milljóna manna við sára fátækt í Kína. Með ein- beittum vilja, atorku og menntun hefur tekist að bæta kjör almenn- ings, kínverskur efnahagur hefur tekið stakkaskiptum á síðustu ára- tugum og hagkerfi landsins er nú það næststærsta í heiminum. Kína náði markmiði sínu um að vinna bug á örbirgð á síðasta ári þegar haldið var upp á aldarafmæli Kommúnistaflokks Kína. Samtals hefur 98,99 milljónum íbúa kín- verskra sveita sem lágu neðan fá- tæktarmarka verið lyft upp úr sárri fátækt. Svæðisbundin fá- tækt heyrir í höfuðdráttum sög- unni til og tekist hefur að ná undraverðum árangri við útrým- ingu varanlegrar fátæktar. Reynsla Kína og Íslands sýnir að friðsamlegt umhverfi er frum- skilyrði framfara. Á 76. allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna í september 2021 kynnti Xi Jinping forseti Kína tillögur sínar um al- þjóðlegt frumkvæði á sviði fram- þróunar (Global Development Ini- tiative, GDI) þar sem alþjóða- samfélagið er hvatt til að hraða framkvæmd sjálfbærra þróunar- markmiða Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030 um öfluga, græna og heilbrigða alþjóðlega þróun (UN 2030). Alþjóðlega þróunar- frumkvæðinu, GDI, hefur verið vel tekið á alþjóðavettvangi. Fleiri en hundrað ríki og alþjóð- legar stofnanir, þar á meðal SÞ, hafa lýst yfir stuðningi við GDI og hátt í sextíu ríki hafa gengið til liðs við vinasamtök GDI- þróunarfrumkvæðisins sem Kína hefur stofnað til á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Á háttsettri al- þjóðaráðstefnu um hnattræna þróun, High-level Dialogue on Global Development, sem haldin var 22. júní sl., lýstu margir leið- togar yfir stuðningi við GDI- þróunarfrumkvæði Kínverja þar sem komið er til móts við brýn þróunarverkefni allra ríkja, sér í lagi þróunarríkja. GDI-frum- kvæðið tilgreinir raunhæfar leiðir til að hraða framkvæmd hinna sjálfbæru þróunarmarkmiða Sam- einuðu þjóðanna, UN 2030. Þegar Wang Yi utanríkisráð- herra, sem jafnframt er ráðherra í ríkisráði Kína, heimsótti nýlega öll eyríki í Kyrrahafi, sem hafa stjórnmálatengsl við Kína, var meginmarkmið hans að staðfesta vilja Kínverja til að dýpka raun- hæfa samvinnu við þessi ríki, og styrkja einingu og samstöðu við þau í þágu sameiginlegrar og sjálfbærrar þróunar allra þessara eyríkja. GDI-þróunarfrumkvæðið leggur einnig fram raunhæfar lausnir fyrir þróun ríkja sem hafa verið illa leikin vegna langvinnra átaka, svo sem Afganistans, Sýr- lands, Líbýu og Íraks. Öryggi er forsenda framfara og framþróun skapar grundvöll fyrir öryggi. Þessi frumkvæði Kína í þágu alþjóðaöryggis (GSI) og alþjóðaþróunar (GDI) minna okk- ur á að það verður aldrei neinn endanlegur sigurvegari í átök- unum í Úkraínu. Endanleg úr- lausn getur aðeins verið fólgin í sjálfbæru öryggi og sjálfbærri þróun. Nú skiptir mestu máli að stöðva átökin, koma í veg fyrir að nágrannaríki dragist inn í þau og hindra að þau hafi frekari áhrif á önnur Evrópuríki sem liggja fjær, eins og Ísland. Rétt eins og Evrópubúar vilja Kínverjar ekki að heimurinn klofni í andstæðar fylkingar. Kína vonar að þeir geti unnið saman með öðrum ríkjum að efnahagslegri endurreisn, friði og friðsæld í þágu uppbyggingar alþjóðlegs samfélags til hagsbóta fyrir sameiginlega framtíð alls mannkynsins. Xi Jinping forseti Kína hefur bent á að „erfiðir tímar valdi glundroða, en erfiðleikarnir geti líka stuðlað að breytingum, mestu máli skipti hvernig úr þeim sé leyst“. Reynslan hefur sýnt okkur að þrátt fyrir ólíka sögu og menn- ingarbakgrunn hafa Kínverjar og Íslendingar í rauninni svipaða sýn á mikilvægi friðar, öryggis og framfara sem hefur skapað grundvöll fyrir samstarf milli ríkja okkar. Kína væntir þess að geta lagt sitt af mörkum með Ís- landi í framtíðinni við að finna pólitíska lausn á ýmsum alþjóð- legum og svæðisbundnum vanda- málum í þágu alþjóðaöryggis og sameiginlegrar sjálfbærrar þró- unar. Sameiginlegt öryggi í þágu sameiginlegrar framþróunar Eftir He Rulong »Fyrir örfáum áratug- um bjuggu hundruð milljóna manna við sára fátækt í Kína. He Rulong Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi. Twitteraðgangur @HeRulong Því hefði enginn trúað, segjum fyr- ir þremur árum, að hin frægu orð sir Edwards Greys við upphaf fyrri heimsstyrjaldar að „ljósin myndu slokkna í allri Evrópu“ myndu end- urrætast á okkar dögum, við sem héldum að stríðsvillimennska væri liðin tíð. En nú er þetta að koma yfir okk- ur aftur og gerir ekkert nema versna þegar vetrar. Ef við tökum þrjú lönd sem ekki reiða sig á kjarnorku, Spán, Aust- urríki og Þýskaland, þá er þegar verið að spara þar. Öll löndin hafa byrjað með því að hætta flóðlýs- ingu á opinberum byggingum, minnismerkjum og slíku. Á Spáni er slökkt í búðargluggum kl. 10 á kvöldin og ekki má loftkæla niður fyrir 27 stig. Í Austurríki verður bætt í kola- notkun og Þýskaland áætlar að flytja inn kol frá Ástralíu, en Þjóð- verjar eru hættir að vinna kol sjálf- ir. Kjarnorkuverum í vinnslu hefur líka fækkað mjög og áttu að leggj- ast af. Þjóðverjar búa sig undir að lækka húshita í 18 stig, hafa fjar- kennslu í skólum og vinna sem mest heima. Það er svart fram undan. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Ljósin slokkna Styttur Víða um Evrópu hefur flóðslýsingu verið hætt á minnismerkjum og byggingum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.