Morgunblaðið - 17.08.2022, Síða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022
✝
Elísabet Guð-
björg Margrét
Pálsdóttir fæddist
í Reykjavík 20.
febrúar 1944. Hún
lést á gjörgæslu-
deild LSH við
Hringbraut 17.
júlí 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Páll Ein-
arsson múr-
arameistari, f. 20.
maí 1907, og Aldís Ólafsdóttir
sjúkraliði, f. 17. janúar 1917.
Eftirlifandi eiginmaður El-
ísabetar er Arthur Ross Moon,
rafeindavirki og hljóðfæra-
leikari, f. 1. nóvember 1943.
Dætur þeirra eru
Aldís P. Arthurs-
dóttir, f. 17. maí
1967, gift Ólafi H.
Kristjánssyni, og
Díana B. Arth-
ursdóttir, f. 29.
ágúst 1972, gift
Zoran A. Zikic.
Elísabet starfaði
lengst af í Versl-
unarbankanum í
Reykjavík, síðar í
barnafataversluninni Roll-
ingum og í Foldaskóla í Graf-
arvogi.
Útför Elísabetar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag,
17. ágúst 2022, klukkan 13.
Æi minn, nú er hún Beta
okkar farin og dillandi hlátur
hennar þagnaður. Við lútum
höfði og tár trilla niður kinn-
arnar. Beta var ein af „bestu“
eins og við sögðum gjarnan.
Við kynntumst í Oddfellow-
reglunni fyrir 25 árum og áttum
yndislegar stundir saman innan
reglunnar sem utan. Hún var
góður félagi í stúkunni okkar
Rbst. nr. 10 Soffíu og gegndi
þar ýmsum trúnaðarstörfum.
Beta gat verið hrókur alls
fagnaðar, brandarar og léttar
sögur komu frá henni eins og á
færibandi þegar hún var í
„stuði“ eins og hún sagði sjálf.
Við kveðjum nú elsku Betu
okkar með þessu ljóði eftir Þór-
unni Sigurðardóttur, sem segir
allt sem við vildum segja.
Við sjáumst síðar. „Love
you.“
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sofía Björg og
Soffía P.
Í dag kveðjum við yndislega
æskuvinkonu og er margs að
minnast. Leiðir okkar lágu sam-
an þegar við Beta vorum ungar
15 ára stúlkur í Reykjavík.
Fljótlega bættist Bjössi í hóp-
inn og svo heppilega vildi til að
Bjössi átti vin sem passaði full-
komlega inn í hópinn og urðum
við því brátt fjögur; ég, Bjössi,
Beta og Arthúr. Upp frá því
myndaðist djúp og mikil vin-
átta.
Ekki leið sá dagur að við
heyrðumst ekki eða brölluðum
eitthvað saman. Við vinkonurn-
ar urðum herbergisfélagar í
Húsmæðraskólanum, dönsuðum
og tvistuðum við tóna betra
helminganna og byrjuðum loks
fjölskyldulífið á svipuðum tíma.
Fjölskyldur okkar urðu sem eitt
í mörg ár og saman ferðuðumst
við bæði innan- og utanlands.
Margar dýrmætar minningar
koma upp í kollinn á stund sem
þessari og er ein mjög minn-
isstæð, þegar við fórum til Am-
eríku að hitta blóðföður Betu.
Beta og Arthúr voru ávallt til
taks og má sem dæmi nefna
þegar við vorum með barnafata-
verslunina Rollinga í Kringl-
unni, þá lögðu þau dag við nótt
að hjálpa okkur að koma henni í
stand. Við Beta unnum í fram-
haldi síðan saman þar í nokkur
ár enda var hún gædd þeim
hæfileika að eiga auðvelt með
að nálgast fólk og spjalla auk
þess að vera ávallt glöð og
hress.
Við minnumst Betu sem ynd-
islegrar og hlýrrar manneskju.
Hún var viðkvæm, einstaklega
barngóð, fljótust til að hjálpa ef
einhver átti um sárt að binda,
afbragðs píanóspilari, mikill
húmoristi og fann spaugilegu
hliðarnar á öllu. Hún var mjög
félagslynd, fljót að kynnast
nýju fólki og einstaklega mann-
glögg.
En nú er komið að leiðarlok-
um. Beta mun alltaf eiga stóran
sess í hjarta okkar og munum
við ávallt minnast hennar með
ást og umhyggju. Elsku Arthúr,
Dísa, Díana og fjölskyldur, okk-
ar innilegustu og dýpstu sam-
úðarkveðjur. Megi ljúfar minn-
ingar og allt hið góða styrkja
ykkur í sorginni.
Arndís og Björn
(Addý og Bjössi).
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Fallin er frá Elísabet Guð-
björg Margrét Pálsdóttir eða
Beta eins og við kölluðum hana.
Þetta kom okkur mjög á óvart
enda þótt við vissum að hún
gengi ekki heil til skógar. Við
trúðum því einfaldlega að hún
myndi sigrast á þessu.
Á litlum vinnustöðum getur
myndast einstök vinátta. Þann-
ig var það í Verslunarbankan-
um Laugavegi 172. Við vorum
fá sem unnum þar en með okk-
ur varð til vinátta sem hefur
enst fram á þennan dag. Það
var ekki síst Betu að þakka.
Hún var skemmtileg, með góða
kímnigáfu en líka góðhjörtuð,
velviljuð og kærleiksrík. Um-
fram allt góður vinur.
Við kynntumst á mismunandi
aldursskeiðum, allt frá sjö ára
bekk í barnaskóla, í Verslunar-
bankanum í Bankastræti og svo
á Laugaveginum. Síðan við
hættum að vinna þar hefur hóp-
urinn hist reglulega til dagsins í
dag. Nú er stórt skarð höggvið í
hópinn okkar með andláti Betu.
Meiri er þó missir fjölskyldunn-
ar. Sendum við Arthúri, dætr-
um og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Gunnar
Þorvaldsson,
Sigrún
Ingólfsdóttir,
Inga Dagný
Malmberg,
Halldór Júlíusson.
Elísabet Guðbjörg
Margrét Pálsdóttir
✝
Ólöf Helga-
dóttir (Lóló)
fæddist á Hrapps-
stöðum í Vopna-
firði 14. júlí 1933.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 22. júlí 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Óladóttir og Helgi
Gíslason frá
Hrappsstöðum.
Ólöf átti átta systkini, sex
þeirra látin en á lífi eru: Jón-
ína, f. 9. maí 1931, og tvíbura-
systir hennar, Ástríður, f. 14.
júlí 1933. Látin eru: Gísli Sig-
urður, f. 9. ágúst 1924, d. 15.
september 2011, Helga Vil-
borg, f. 7. desember 1925, d.
28. júní 1981, Hallgrímur, f.
30. júní 1927, d. 18. september
2019, tvíburarnir Björn Ingvar
og Stefán, f. 30. mars 1929,
Björn Ingvar lést 5. maí 1985
en Stefán 13. janúar 2019, Ein-
ar, f. 3. mars 1935, d. 27. mars
2015.
Eiginmaður Ólafar var Sig-
urður Björnsson frá Svína-
bökkum, f. 5. nóvember 1932,
d. 22. júlí 2017, en þau gengu í
hjónaband hinn 16. september
1956. Börn Sigurðar og Ólafar
eru: 1) Guðrún Ólafía, f. 10.
Ástu systur sinni, veturinn
1952-1953. Að því námi loknu
fór hún í ljósmæðraskóla með
hvatningu frá þáverandi hér-
aðslækni. Þetta var eins árs
nám og fór fram á Landspít-
alanum en Ólöf útskrifaðist
sem ljósmóðir haustið 1955.
Um nokkurra ára skeið starf-
aði hún sem héraðsljósmóðir í
Vopnafjarðarhreppi og eftir
að hún lét af því starfi leysti
hún starfandi ljósmóður af
þegar á þurfti að halda. Ólöf
var því ljósa margra Vopnfirð-
inga.
Ólöf og Sigurður stofnuðu
heimili sitt í Vopnafirði og
reistu nýbýlið Háteig úr landi
Hrappsstaða árið 1957. Þau
voru mjög samhent í uppbygg-
ingu búsins og öllu sem þau
unnu að. Ólöf hafði áhuga á
samfélagsmálum og tók virkan
þátt í félagsstarfi, hún var t.d.
í kvenfélagi sveitarinnar í ára-
tugi, söng lengi með kirkjukór
Hofskirkju og var m.a. í bún-
aðarfélaginu og slysavarna-
félaginu. Hún hafði áhuga á
safnamálum og lagði Minja-
safninu á Bustarfelli lið með
vinnuframlagi og góðum hug.
Ólöf var fjölhæf hann-
yrðakona, saumaði fatnað og
fleira fyrir fjölskylduna og
prjónaði mikið.
Útför Ólafar fer fram frá
Hofskirkju í dag, 17. ágúst
2022, klukkan 14.
janúar 1957, eig-
inmaður hennar er
Benedikt Braga-
son, f. 24. nóvem-
ber 1952, og börn
þeirra eru: a) Ólöf
Ása, f. 1980, eig-
inmaður hennar er
Þorvaldur Þór-
oddsson, f. 1977,
þau eiga Telmu, f.
2004, og Benedikt
Má, f. 2010, b)
Bragi, f. 1993, sambýliskona
hans er Birta Þöll Kristjáns-
dóttir, f. 1995, þau eiga Bríeti
Gígju, f. 2019. 2) Helgi, f. 22.
maí 1958, eiginkona hans er
Margrét Sigtryggsdóttir, f. 1.
desember 1958, og synir
þeirra eru: a) Sigurður Forni,
f. 1979, og b) Björn Þór, f.
1982. 3) Jónína Björg, f. 20.
október 1969, eiginmaður
hennar er Franco Stragiotti, f.
30. mars 1973, dætur þeirra
eru: a) Hekla Lóa, f. 2006, og
b) Birna Lind, f. 2012.
Ólöf ólst upp á Hrapps-
stöðum hjá föður sínum en
hún var aðeins fimm ára þegar
hún missti móður sína úr
berklum. Hún gekk í farskóla í
sveitinni eins og þá tíðkaðist
en fór síðan í húsmæðraskóla
á Staðarfelli í Dölum, ásamt
Amma Lóló var yndisleg kona.
Hún var ægileg prjónakona og
listakokkur. Í ömmu var ekki til
eitt illt bein. Alltaf þegar við kom-
um til ömmu í Vopnafjörð tók allt-
af á móti okkur fullt borð af kök-
um og brauði, sem hún bakaði
sjálf. Amma var mjög vitur um
náttúruna og landið. Okkur ömmu
þótti báðum gaman að fara í berja-
mó. Þegar við vorum í Háteigi þá
var amma alltaf með kvöldkaffi og
þá spiluðum við ólsen ólsen eða
spilavist.
Við amma gerðum saman uppá-
haldspeysuna mína. Amma prjón-
aði hana og ég teiknaði peysuna
og kragann og ég valdi líka litina.
Hún amma var alger snillingur að
prjóna.
Ég á margar góðar minningar
með ömmu að ferðast og ég var
svo heppinn að vera með henni á
afmælisdaginn hennar í sumar.
Við fórum til Egilsstaða, borðuð-
um nesti og keyrðum svo til Seyð-
isfjarðar. Þar skoðuðum við kirkj-
una en amma hafði áhuga á
kirkjum og fannst gaman að skoða
þær. Amma hafði áhuga á gömlum
munum og hafði gaman af því að
ferðast. Við fórum í búðir og gall-
erí en amma hafði gaman af búð-
um. Þetta var góður dagur og
amma skemmti sér vel.
Ég held að ég muni alltaf muna
hvað amma var alltaf góð við mig
og líka hvað hún var hjálpsöm við
alla.
Þinn
Benedikt Már.
Það vakna margar góðar minn-
ingar þegar ég hugsa um ömmu
Lóló. Það sem mér er efst í huga
er þegar ég fór í aðgerð fyrir
nokkrum árum og hún kom og var
heima með mér og sá um mig. Við
spiluðum og spjölluðum og hún
nuddaði mig og var til staðar. Hún
var alltaf jákvæð og var mér mikil
fyrirmynd. Það skemmtilegasta
sem ég gerði þegar ég var yngri
var að koma í sveitina til ömmu,
aðstoða við verkin, fara í drullubú-
ið og bara vera með fjölskyldunni.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
haft hana svona lengi í mínu lífi og
veit að það er alls ekki sjálfsagt.
Takk fyrir allt.
Þín
Telma.
Nú ríkir þögn er þróttur bjó
í sæti þínu heima.
Enginn söngur, ekkert hljóð
í penna að skrifa litið ljóð
sem hjarta mitt mun geyma.
Nú hvíla blómin, bládögg vafin
í minningu um þig.
Því þú varst þeirra stærsti styrkur
en nú er komin nótt og myrkur
og tími til að hvíla sig.
Þú vakir með mér, við erum saman
ég veit það bæði og finn.
Þó blómin sofi mun rísa dagur
á morgun aftur blár og fagur
ég kveð þig nú í hinsta sinn.
Bragi
Benediktsson.
Hún amma kallaði ekki allt
ömmu sína enda lifði hún tímana
tvenna og sá lengra en nef hennar
náði. Amma Lóló var einstök kona
í mínum augum og ein af mínum
helstu fyrirmyndum. Mamma mín
var hennar elsta barn og ég er
elsta barn móður minnar svo lífs-
vefir okkar spunnust allir saman
og kynslóðabilið varð að engu í
eldhúsinu í Háteigi í Vopnafirði.
Amma var sterk kona og mikill
skörungur, í mínum huga kunni
hún allt og gat allt, ekki síst að
elska skilyrðislaust. Þeir sem
þekktu ömmu vita alveg hvað ég
er að tala um. Hún lét verkin tala
og oft talaði hún í orðatiltækjum
eða málsháttum. Mér hefur alltaf
þótt fullkominn endir á góðri sögu
að vitna í ömmu Lóló og þá helst
með góðu orðatiltæki eins og að
betra sé autt rúm en illa skipað.
Við amma áttum dýrmætt sam-
band sem ég veit að hefur mótað
mig frá blautu barnsbeini. Hún
studdi mig og hvatti og sýndi með
gæsku sinni og líkamstjáningu
hve mjög hún kunni að meta sam-
bandið okkar. Þegar ég hugsa um
gildin mín og þær dyggðir sem
mér finnst mikilvægastar í þessu
lífi þá rennur upp fyrir mér að þær
eiga allar rætur sínar í lífsháttum
og gildum ömmu og afa í Vopna-
firði. Elska, heiðarleiki, lífsgleði,
virðing fyrir mönnum, dýrum og
náttúru ásamt sköpunargleði og
góðmennsku eru þau gildi sem
þau lifðu eftir og ég reyni sjálf að
hafa í hávegum. Til hvers að lifa ef
maður lifir ekki í sátt og samlyndi
við náttúruna, Guð og menn?
Amma missti móður sína úr
berklum þegar hún var einungis
fimm ára en Guðrún langamma
mín dó frá níu börnum, þar af
tvennum tvíburum. Amma var ein
af þeim sem bjuggu áfram hjá föð-
ur sínum og það er ljóst að móð-
urmissirinn hefur mótað þennan
stóra systkinahóp. Þetta var auð-
vitað löngu fyrir mína tíð en stund-
um hefur mér dottið í hug að þau
hafi styrkst í þeirri trú að ekkert
barn geti hlotið of mikla ást því ég
hef alltaf búið að því að eiga systk-
ini ömmu eins og aukaömmur og
-afa.
Amma fór bæði í húsmæðra-
skóla og ljósmóðurskóla og starf-
aði sem ljósmóðir í Vopnafirði á
sínum yngri árum ásamt því að
byggja bú og koma sér upp heimili
með afa. Þeim farnaðist vel og
saman byggðu þau sér fallegan
bæ, myndarlegt bú og eignuðust
þrjú börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn. Amma og afi
voru einstaklega samhent hjón,
unnu hlið við hlið alla ævi og aldrei
bar skugga á þeirra fallega hjóna-
band. Í minningu minni um Háteig
og ömmu og afa var kærleikur og
gleði, já einskær hamingja. Amma
kunni þá list að njóta þess sem er,
tala minna um það sem ekki getur
orðið og gera mikið úr litlu. Hún
vildi alltaf hjálpa öðrum og helst
gera eitthvað fyrir alla. Það eru
ófá börn sem eiga vettlinga eða
sokka eftir ömmu og hún vildi alla
tíð gefa af sér til samfélagsins, t.d.
tók hún þátt í öllu félagsstarfi í
sveitinni eins og kvenfélagi og
kirkjukór.
Það sem ég lærði af ömmu er
ekki síst að geyma ekki til morg-
uns það sem hægt er að gera í dag
og að sýna hug sinn í verki.
Guð geymi þig elsku amma mín,
þín
Ólöf Ása.
Vinkona mín og velgjörðarkona,
Ólöf Helgadóttir bóndi og ljósmóð-
ir frá Háteigi í Vopnafirði, verður
mér alltaf minnisstæð. Lóló, eins
og hún var alltaf kölluð, var rök-
föst, réttsýn og hörkudugleg, og
ég vil segja mikil fyrirmyndakona.
Lóló lærði ung að verða ljósmóðir
og vann við ljósmóðurstörf sam-
hliða búskapnum í mörg ár.
Ég kom átta ára drengur af
mölinni í Reykjavík árið 1958 í
Hrappsstaði til dvalar hjá Helga
Gíslasyni bónda, af níu börnum
hans bjuggu þar saman með hon-
um á þessum tíma fimm, Lóló fór
þar fyrir húsverkum af mikilli
röggsemi.
Einnig bjó á heimilinu yndisleg
eldri kona, Ingibjörg Albertsdótt-
ir, sem kom sem ráðskona frá Guð-
mundarstöðum stuttu eftir að
Guðrún Óladóttir, eiginkona
Helga og móðir barnanna þeirra,
féll frá árið 1937.
Eins og títt var á stórum heim-
ilum voru oft líflegar umræður við
eldhúsborðið um þjóðmál og önn-
ur álitamál, sitt sýnist hverjum í
því öllu. Húmorinn var aldrei
langt undan og sögur sagðar, Lóló
tók virkan þátt í því öllu enda vel
að sér um bæði lífið og tilveruna
og hafði oft sterkar skoðanir á því
sem fram fór. Gestkvæmt var á
bænum og alltaf vel tekið á móti
öllum og nóg húsrými fyrir þá sem
þurftu. Lóló ásamt Sigurði
Björnssyni frá Svínabökkum, eig-
inmanni sínum, byggði nýbýlið
Háteig á jörð Hrappsstaða. Eftir
að þau hófu sinn búskap í Háteigi
var alltaf mikill nánd, samgangur
og samvinna milli bæjanna. Mikill
uppgangur var á þessum tíma í
sveitum landsins og hugur í bænd-
um og búaliði.
Þegar ég lít yfir farinn veg með
þessu sómafólki þá var það mér
lærdómsríkt að sjá og upplifa elju
og dugnað þessa fólks, markmiðin
voru skýr; að gera sér lífsviður-
væri í búskap.
Það heppnaðist svo sannarlega
í tilviki Lólóar og Sigga, allan
þeirra búskap var verið að byggja,
rækta og stækka á alla kanta. þau
heldu áfram að hugsa stórt og
keyptu Guðmundarstaði, sem var
næsti bær fyrir innan Háteig, þeg-
ar bræðurnir Stefán og Sighvatur
brugðu búi, girtu jörðina, brutu
land og gerðu tún og höfðu gripi
sína þar í beit.
Þar sem ég sit hér kemur mynd
upp í hugann. Ég var á ferðalagi
austur, einu sinni sem oftar, með
fjölskyldu mína og við ókum um
Sunnudalsveg, þá sjáum við Lóló
og Sigga með tæki sín og tól sam-
an í girðingarvinnu í Guðmundar-
staðalandinu, ég gleymi ekki fal-
lega brosinu á þeim
heiðurshjónum þar sem þau stóðu
í mýrinni við verk sín.
Þótt Lóló hafi haft heimilis-
störfin á sínum herðum eins og títt
var á þeim tíma hikaði hún ekki
við að taka til hendinni í allri úti-
vinnu. Þannig var lífið í sveitinni,
ekkert hik en stundum strit.
Samhliða uppbyggingu á býlinu
eignuðust þau hjónin þrjú börn
sem bjuggu og störfuðu með for-
eldrum sínum þar til þau fluttu að
heiman.
Ég var níu sumur og einn vetur
á Hrappsstöðum, sem ég tel eina
mestu gæfu lífs míns. Þar var allt í
föstum skorðum reglusemi og
heiðarleika, íslensk sveitamenn-
ing af bestu gerð.
Blessuð sé minning góðrar
konu.
Gunnar V.
Andrésson og Anna
K. Ágústsdóttir.
Ólöf Helgadóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein.
Minningargreinar