Morgunblaðið - 17.08.2022, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.08.2022, Qupperneq 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 Bætt hreinlæti í nýjum heimi Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is „ÞIÐ SKULUÐ EIGI AÐRA GUÐI HAFA. ÞAÐ LEIÐIR BARA TIL RAUNVERULEIKAÞÁTTA.“ „ÞÚ MÁTT EKKI FÁ ÞÉR SKELLINÖÐRU! ÞÚ ERT NÓGU LATUR AÐ FÓÐRA HUNDINN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að leita að draumaheimilinu saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞÚ ERT NÝR. HVAÐ HEITIRÐU? ÉG ER EKKI VISS ANNAÐ HVORT „HÆTTU AÐ RÓTA Í RUSLINU“ EÐA „ÞEGIÐU OG HÆTTU ÞESSU GELTI, HEIMSKI HUNDUR“ ÉG KALLA ÞIG „BÓ“ ÞESSI MAÐUR ER SÉRFRÆÐINGUR Í „ÖRYGGISMÁLUM Á VINNUSTÖÐUM VÍKINGA“! HANNÆTLAR AÐ FARA YFIR NOKKUR ÖRYGGISATRIÐI MEÐOKKUR! ATRIÐI NÚMER EITT… SMYRJIÐ YKKUR SJÁLFIR NESTI! LÚXUS- ÍBÚÐIR TIL SÖLU Djúpið, Eiðurinn, Hemma, Bræðra- bylta, Regína o.fl. Björn Ingi er núna sjálfstætt starf- andi. Til stendur að leika með hópi sem heitir Eyja í samstarfsverkefni með Þjóðleikhúsinu. „Verkið fjallar um döff-heiminn, og verður leikið bæði á táknmáli og með hefð- bundnum texta. Þetta er mjög áhuga- vert verkefni.“ Áhugamál Björns Inga hafa í gegn- um tíðina verið íþróttir og hreyfing. „Ég var að klára landvættaprógramm og svo finnst mér skemmtilegt að keyra um landið á Enduro-mótorhjóli sem ég er búinn að eiga í nokkur ár.“ Fjölskylda Eiginkona Björns Inga er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, f. 7.3. 1973, upplifunarhönnuður. Þau eru búsett á Freyjugötu í Reykjavík. Foreldrar Hlínar eru hjónin Jónína Eiríksdóttir, f. 14.2. 1952, kennari og bókasafns- fræðingur, og Guðlaugur Óskarsson, f. 4.4. 1949, fyrrverandi skólastjóri. Þau eru búsett í Reykholti í Borgar- firði. Sonur Björns Inga og Eddu Heið- rúnar Backman, f. 27.11. 1957, d. 1.10. 2016, leikkonu, er 1) Arnmundur Ernst, f. 28.9. 1989, leikari, búsettur í Reykjavík. Maki: Ellen Margrét Bæhrens, leikkona. Sonur þeirra er Hrafn Jóhann (Krummi), f. 23.4. 2018. Sonur Björns Inga og Hlínar er 2) Bjartur Þór, f. 23.6. 2007. Systkini Björns Inga: Heiða Hilm- arsdóttir, f. 18.8. 1959, skrifstofustjóri á Dalvík; Hólmfríður Hilmarsdóttir, f. 26.12. 1966, heilsunuddari, búsett í Kópavogi; og Daníel Þór Hilmarsson, f. 8.2. 1964, d. 29.12. 2002, byggingar- verktaki á Dalvík. Foreldrar Björns Inga: Hjónin Guðlaug Björnsdóttir, f. 8.2. 1939, bankastarfsmaður ásamt fleiru, bú- sett á Dalvík, og Hilmar Daníelsson, f. 16.9. 1937, d. 21.1. 2016, fram- kvæmdastjóri á Dalvík. Björn Ingi Hilmarsson Árný Ingibjörg Guðjónsdóttir húsfreyja á Dalvík Valdimar Kristjánsson vélstjóri á Dalvík Ingibjörg Valdimarsdóttir fiskverkunarkona og húsfreyja á Dalvík Björn Zophonías Gunnlaugsson vélstjóri á Dalvík Guðlaug Björnsdóttir fv. bankastarfsmaður á Dalvík Hólmfríður Björnsdóttir húsfreyja víða í Svarfaðardal og Ólafsfirði, síðast á Dalvík Gunnlaugur Jónsson bóndi víða í Svarfaðardal og Ólafsfirði, síðast búsettur á Dalvík María Stefánsdóttir húsfreyja í Samkomugerði Kristinn Jóhannesson bóndi í Samkomugerði í Eyjafjarðarsveit Gunnhildur Kristinsdóttir húsfreyja í Saurbæ Daníel Sigfús Sveinbjörnsson bóndi og hreppstjóri í Saurbæ í Eyjafjarðarsveit Sigrún Þuríður Jónsdóttir húsfreyja í Hleiðargarði Sveinbjörn Sigtryggsson bóndi í Hleiðargarði í Eyjafjarðarsveit Ætt Björns Inga Hilmarssonar Hilmar Daníelsson framkvæmdastjóri á Dalvík Hjörtur Benediktsson á Boðnar- miði: Aldrei nemur stundin staðar stefnir fram ef að er gætt. Margar fréttir, góðar, glaðar gaf hún Edda, sem er hætt. Kristján H. Theodórsson yrkir: Minn er hagur mest um verður, makráður vil kvið minn fylla. Þó sýnist vel af guði gerður, góðmennskan mér hentar illa. Brjánn Guðjónsson skrifar: „Ég má til með að pósta þessari vísu eft- ir Hrein Guðvarðarson, sem hann samdi í fyrra og dóttir hans, Helga, rifjaði upp í dag“: Nú gatan að gosinu skánar menn gerðust svo þreyttir og argir Eg vissi að það voru til bjánar Eg vissi bara ekki hve margir. Jón Atli Játvarðarson segir „mik- ið sjónarspil í fyrrverandi Meradöl- um“: Sést á skjánum mögnuð mynd, sem merar væru í trylltum dönsum. Steikt á glóðum gömul kind, en Grindvíkingar halda sönsum. Ólafur Stefánsson um gosið: „Það er gangur í og að gosinu“: Vísur um gosið menn gera geta’ ekki látið það vera. Hvort bætir þar í eða bliknar við ský þá gýs um þjóðbraut þvera. Áttþætt vísa eftir Guðmund Arn- finnsson: Sálma Dúna syngur núna, sífellt hún vill iðka trúna. Meðan Rúna mjólkar kúna, Mangi lúna kyssir frúna. Jóna Guðmundsdóttir yrkir í bók sinni „Limruleikur“: Kötturinn Hróbjartur glaður og hress er hérumbil laus við allt stress. Hann læstur er heima og læðurnar breima sem er leiðinlegt því hann er fress. Kvenanagull Þó stundum í móinn þær maldi er hann meyjanna draumur hann Valdi: „Ég byggi þér höll“, sagði’ ann brattur við Mjöll og bauð henni’ að gista í tjaldi. Góð skipti Gift voru Margrét og Már í meira en þrjátíu ár. Þá mun yngri mann Magga sér fann en tennur sá hafði og hár. Sigurður Björgúlfsson orti: Von um yndi af Amorstind út í vind er fokin: Sæðislindin sögð er blind en söm er girnd og hrokinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sjónarspil í Meradölum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.