Morgunblaðið - 17.08.2022, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.08.2022, Qupperneq 23
Patrick Pedersen framherji Vals var besti leikmaður 17. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Pedersen gerði sér lít- ið fyrir og skoraði þrennu fyrir Val þegar liðið burstaði Stjörnuna á Origo- vellinum á Hlíðarenda á sunnudaginn síðasta en hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í leiknum. Alls fengu sex leikmenn tvö M í umferðinni að Pedersen meðtöldum, en liðsfélagar hans hjá Val, þeir Aron Jóhannsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson, fengu tvö M, sem og þeir Sindri Kristinn Ólafs- son markvörður Keflavíkur og Framararnir Thiago Fernandes og Guð- mundur Magnússon. Nökkvi Þeyr Þórisson er í liðinu í sjötta sinn í sumar og Aron Jóhannsson og Guðmundur Magnússon í þriðja sinn. 17. umferð í Bestu deild karla 2022 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Sindri Kristinn Ólafsson Keflavík Ari Sigurpálsson Víkingur Patrick Pedersen Valur Aron Jóhannsson ValurTryggvi Hrafn Haraldsson Valur Tiago Fernandes Fram Nökkvi Þeyr Þórisson KA Eiður Aron Sigurbjörnsson ÍBV Pontus Lindgren KR Guðmundur Magnússon Fram Þorsteinn Már Ragnarsson KR 6 2 2 3 3 3 Pedersen bestur í 17. umferðinni ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 _ Dagur Dan Þórhallsson, Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson, leik- menn toppliðs Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, eru allir komnir í leikbann eftir fund aga- og úrskurð- arnefndar KSÍ í gær. Þeir verða því ekki með Breiðabliki er liðið heimsæk- ir Fram í næstu umferð. Guðmundur Kristjánsson úr FH, Alex Freyr Hilm- arsson, ÍBV, Frans Elvarsson, Keflavík, Hlynur Sævar Jónsson, ÍA, Logi Tóm- asson, Víkingi R., og Aron Þórður Al- bertsson úr KR eru einnig komnir í bann. _ Úlfhildur Arna Unnarsdóttir varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á EM í ólympískum lyft- ingum er hún vann þrenn silfurverð- laun á Evrópumótinu í Póllandi. Úlfhildur, sem keppir í U17 ára flokki, fékk silfurverðlaun í snörun, jafnhend- ingu og samanlagt. Lyfti hún 80 kíló- um í snörun og 101 kílói í jafnhendingu og því 181 kílói samanlagt. _ Enska knattspyrnufélagið Man- chester United hefur mikinn áhuga á að fá Ekvadorann Moises Caicedo í sínar raðir frá Brighton. Caicedo átti góðan leik fyrir Brighton á móti Man- chester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á dögunum. United hefur áður sýnt leikmanninum áhuga en félagið fylgdist vel með honum áð- ur en hann samdi við Brighton í febr- úar á síðasta ári. _ Kjartan Már Kjartansson og Daníel Tristan Guðjohnsen gerðu mörk ís- lenska U17 ára landsliðs karla í fót- bolta er liðið mátti þola 2:4-tap gegn Ungverjalandi á æfingamóti í Ung- verjalandi í gær. Eitt ogannað Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningi við hinn gríska Gaios Skordilis og mun hann leika með liðinu á komandi tímabili. Skordilis er stór og stæðilegur mið- herji en hann er 208 sentímetrar á hæð og 125 kíló. Leikmaðurinn er 34 ára og með mikla reynslu úr efstu deild í heimalandinu. Hann lék síð- ast með Montreal Alliance í Kanada þar sem hann skoraði 4,7 stig og tók 2,1 frákast að meðaltali. Skordilis lék á sínum tíma fyrir stórliðið Panathinaikos og lék í Evrópudeild- inni, sterkustu keppni álfunnar. Reynslubolti í Grindavík Ljósmynd/Grindavík Grindavík Gaios Skordilis er stór og stæðilegur miðherji frá Grikklandi. Bakvörðurinn Philip Jalalpoor er orðinn leikmaður Njarðvíkur og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í úrvalsdeildinni í körfu- bolta. Jalalpoor er 29 ára og á ættir að rekja til Þýskalands og Írans. Hann á leiki með landsliði Írans og fór með liðinu á Ólympíuleikana í Tók- ýó á síðasta ári. Hann hefur leikið með félögum á Spáni, Austurríki og í Þýskalandi. Þá lék hann í fjögur ár í liði British Columbia-háskólans í Bandaríkj- unum. Ólympíufari til Njarðvíkur Ljósmynd/FIBA Ólympíuleikar Philip Jalalpoor lék með Íran á Ólympíuleikunum. KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Gunnar Ólafsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er genginn til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Fryshuset í Stokkhólmi eftir þrjú ár í herbúðum Stjörnunnar í Garða- bæ. Gunnar, sem er 29 ára gamall, hefur verið lykilmaður í liði Garð- bæinga undanfarin tímabil en þetta er í annað sinn sem leikmaðurinn reynir fyrir sér í atvinnumennsku. Hann lék í skamman tíma með spænska B-deildarfélaginu Oviedo árið 2019 en hann gekk til liðs við spænska félagið frá Keflavík. Gunnar hefur verið viðloðandi ís- lenska karlalandsliðið síðustu ár en alls á hann að baki 22 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. „Þetta byrjaði allt á því að ég ákvað að sækja um skóla í Svíþjóð, Forsbergs Skola, og þeir sam- þykktu umsókn mína fyrr í sumar,“ sagði Gunnar í samtali við Morgun- blaðið. „Þá fór ég fyrst að hugsa um það af alvöru að flytja til Svíþjóðar. Eft- ir það heyrði ég í umboðsmanni mínum og við fórum að skoða ýmsa valmöguleika þar í landi. Eftir góð- an fund með Fryshuset Basket ákváðum við að skrifa undir samn- ing þar. Ég stefni á að vera hérna úti næstu tvö árin, samhliða því að spila með Fryshuset. Ég hef hafið nám í grafískri hönnun og auglýsingagerð en áhug- inn á þessu sérsviði hefur alltaf ver- ið til staðar hjá mér. Þegar ég stundaði nám í St. Francis-háskól- anum í New York stóð mér ekki til boða að læra neitt í þessum dúr og því útskrifaðist ég með BS-gráðu í viðskiptafræði þaðan. Mér fannst þetta vera rétti tíminn til þess að elta gamlan draum og því er ég mættur til Svíþjóðar,“ bætti Gunn- ar við. Kemur inn með reynslu Fryshuset hafnaði í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en leikur þó í úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili þar sem ákveðið var að fjölga liðum úr níu í ellefu fyrir tímabilið. „Gengi liðsins síðustu tvö ár hef- ur ekki verið gott en þeir eru þó áfram í efstu deild, sem er jákvætt. Þetta er klúbbur sem hefur lagt ákveðna áherslu á það að byggja upp yngri leikmenn. Það er frábært ungmennastarf unnið hérna þar sem áherslan er lögð á yngri flokk- ana, ekkert ósvipað og hjá uppeldis- félagi mínu Fjölni í Grafarvogi og það finnst mér virðingarvert. Ég átti gott samtal við þjálfarann áður en ég skrifaði undir og hann sér mig fyrst og fremst sem eldri leikmann sem getur komið inn með reynslu. Vonandi get ég hjálpað lið- inu að snúa genginu við frá síðustu leiktíð og það er fyrst og fremst markmiðið hjá mér. Markmiðið hjá félaginu er svo að byggja upp stöð- ugt úrvalsdeildarlið og ég er svo sannarlega tilbúinn í það.“ Þakklátur Garðbæingum Gunnar skoraði sjö stig, tók fjög- ur fráköst og gaf tvær stoðsend- ingar að meðaltali með Garðbæing- um á síðustu leiktíð en hann varð bikarmeistari með Stjörnunni árin 2020 og 2022. „Ég er ofboðslega þakklátur fyrir tíma minn hjá Stjörnunni og það var virkilega erfitt að kveðja Garðabæinn. Við náðum mjög góð- um árangri saman, tveir bikarar á tveimur og hálfu ári, og leikmanna- hópurinn hefur alltaf náð einstak- lega vel saman. Við erum allir góðir vinir í dag, bæði innlendu og er- lendu leikmennirnir. Það var mjög erfitt að kveðja þá, þjálfarateymið auðvitað og svo allt fólkið í kringum félagið sem hefur verið algjörlega frábært.“ Lið sem gat farið alla leið Gunnar var samningsbundinn Stjörnunni þegar hann tók þá ákvörðun að flytja til Svíþjóðar. „Allir í kringum félagið voru mjög sveigjanlegir þegar þessi staða kom upp hjá mér fyrr í sum- ar. Ég og Arnar [Guðjónsson] erum góðir vinir sem og Hilmar formaður og þeir sýndu þessu báðir fullan skilning. Þegar ég horfi til baka þá er ég ótrúlega stoltur af árangri mínum með Stjörnunni en ég skal alveg viðurkenna það að tímabilið 2019-20 situr ennþá aðeins í mér. Við vorum nýbúnir að tryggja okk- ur bikarmeistaratitilinn þegar tíma- bilið var blásið af en mér leið klár- lega þá eins og við værum með lið sem myndi fara alla leið.“ Námið í fyrsta sæti Íslenska karlalandsliðið er í harðri baráttu um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer á Filippseyjum, í Indónesíu og Jap- an næsta sumar. „Að spila fyrir landið sitt er fyrst og fremst stórkostlegur heiður og ég hugsaði mikið út í landsliðið og möguleika mína þar þegar ég var að velta þessari ákvörðun að flytja til Svíþjóðar fyrir mér. Ef mér stendur til boða að spila áfram með landsliðinu mun ég gera mitt allra besta til þess að það verði að veru- leika. Eins og staðan er í dag er námið hins vegar í fyrsta sæti hjá mér og það var í raun bara heppi- legt að geta haldið áfram að spila körfubolta, meðfram náminu. Að kveðja Ísland er alltaf erfitt en þetta er nokkuð sem mig og kærustuna mína hefur langað til þess að gera núna í einhvern tíma. Þetta var rétti tímapunkturinn eins og ég sagði áðan og svo sjáum við bara til hversu lengi við verðum úti. Planið í dag er að vera í tvö ár en það gæti alveg lengst. Það er ein- hver eyjarskeggi í manni, maður er alltaf að hugsa út fyrir landsteinana en svo kemur maður alltaf aftur,“ bætti Gunnar við í léttum dúr í samtali við Morgunblaðið. Þetta var rétti tíminn til að elta gamlan draum - Gunnar Ólafsson er genginn til liðs við Fryshuset í sænsku úrvalsdeildinni Morgunblaðið/Eggert Meistari Gunnar Ólafsson varð tvívegis bikarmeistari með Stjörnunni á tíma sínum í Garðabænum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.