Morgunblaðið - 07.12.2022, Qupperneq 4
FRÉTTIR
Innlent4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022
Aktu
á gæðum
KLETTAGÖRÐUM 8–10 – 104 REYKJAVÍK – 590 5100 – KLETTUR.IS
Geir H. Haarde forsætisráðherra var
ranglega dæmdur í landsdómi, sak-
felling hans fyrir að hafa ekki haldið
nægilegamarga fundi hafi ekki aðeins
snúið að fullkomnu aukaatriði, heldur
hafi það ekki staðist lagalega.
„Geir var fórnarlamb lagaklækja og
stjórnmálarefja […] Málsmeðferðin
var mjög gölluð, Geir hafði ekki notið
fullra réttinda sem sakborningur og
sumir dómararnir í landsdómi voru
vanhæfir.“
Þetta er meðal niðurstaðna, sem dr.
Hannes H. Gissurarson kynnir í nýút-
kominni bók sinni Landsdómsmálið,
en hann er gestur Dagmála í dag,
streymis Morgunblaðsins á netinu,
sem opið er öllum áskrifendum.
Bókin fjallar þó ekki aðeins um
landsdómsmálið, því einnig er fjallað
um sjálft bankahrunið og rannsókn
rannsóknarnefndar Alþingis „um
aðdraganda og orsakir falls íslensku
bankanna 2008“. Hannes telur að
skipan og störf rannsóknarnefndar-
innar hafi verið um margt ámælis-
verð, en ekki þó síst að hún hafi látið
ógert að grafast fyrir um orsakir
hrunsins og látið sér nægja lýsingu
á því sem gerst hafi.
Leitað að sökudólgum
Hannes segir rannsóknarnefndina
hafa hrifist með háværum kröfum
um að finna sökudólga og fundið sjö
slíka, ráðherra og embættismenn. Þar
hafi hins vegar ekki fundist neitt sak-
næmt og pólitískt erfitt að setja fjóra
fyrrverandi ráðherra tveggja flokka á
sakamannabekk. Því hafi þáverandi
ríkisstjórnarflokkar með klækjum
komið því svo fyrir að Geir einn yrði
dreginn fyrir landsdóm.
Það telur Hannes afar hæpið,
hvernig sem á er litið. Fyrst vegna
þess að hvorki hafi verið sýnt fram á
neitt saknæmt né hvað Geir hafi getað
aðhafst til þess að koma í veg banka-
hrunið. Þar hafi komið að margir
þættir, margir þeirra alþjóðlegir, en
fæst ef nokkuð hafi hann getað hlutast
til um. Svo hafi tekið við meingölluð
málsmeðferð, sem ekki hafi verið
réttarríki sæmandi.
Óforvitni um sumt
Hannes telur að rannsóknarnefndin
virðist um sumt hafa látið stýrast af
gefnum hugmyndum um niðurstöður,
en verið ótrúlega óforvitin um annað. Í
því samhengi nefnir hann sérstaklega
fund, sem Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, þáv. menntamálaráðherra og
varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
hafi sótt ásamt forsætisráðherra og
seðlabankastjórunum þremur haustið
2007, en þar var meðal annars rætt
um alþjóðlega fjármálakreppu og að
íslenska bankakerfið gæti hrunið af
þeim völdum.
Þorgerður tók því tali afar illa, enda
eiginmaður hennar einn af stjórnend-
um Kaupþings og þau hjónin áttu
þar verulegra hagsmuna að gæta.
Skömmu síðar hafi bóndi hennar sótt
um leyfi til þess að færamjög veðsett
hlutabréf sín yfir í eignarhaldsfélag.
Eftir nokkurt þref fékkst leyfið í febr-
úar 2008 og lán og hlutabréf fyrir 1,2
milljarða króna færð yfir í félagið. 30.
september 2008 hafi hún svo setið
ríkisstjórnarfund þar sem greint var
frá því að bankakerfið væri að hrynja,
en sama dag hafi hjónin selt óveðsetta
hluti sína í bankanum fyrir 68,9 millj-
ónir króna (123,1 m.kr. að núvirði).
Óskiljalegt sé að rannsóknarnefndin
hafi ekki talið það forvitnilegt og ekki
einu sinni kallað Þorgerði Katrínu í
skýrslutöku.
Í landsdómi hafi ekki tekið betra
við, ýmislegt megi finna að dómara-
skipan, jafnvel vegna vanhæfis og
nefnir Hannes m.a. Eirík Tómasson
í því samhengi, sem síðan hafi dæmt
Geir fyrir að boða ekki fundi, þvert
á álitsgerð sem hann samdi sjálfur
2005 af hliðstæðu tilefni.
lHannes H. Gissurarson í viðtali Dagmála um landsdómsmálið
Geir Haarde sætti
órétti í landsdómi
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Landsdómur Hannes H. Gissurarson hefur gefið út bókina Landsdómsmál-
ið, þar sem niðurstaðan er sú að Geir H. Haarde hafi verið órétti beittur.
Geimher Bandaríkjanna (e.
United States Space Force, USSF)
hefur kynnt utanríkisráðu-
neytinu hugmyndir um að gera
mælingar á jónahvolfinu svo-
nefnda frá Íslandi. Hafa fulltrúar
USSF m.a. framkvæmt vett-
vangskönnun hér á landi vegna
mögulegrar staðsetningar á þeim
tækjabúnaði sem nauðsynlegur
er til rannsóknanna.
Kemur þetta fram í skriflegu
svari utanríkisráðuneytisins við
fyrirspurn Morgunblaðsins.
Segir þar einnig að til rann-
sókna á jónahvolfinu frá Íslandi
þurfi að staðsetja tækjabúnað hér
á landi og yrði hann starfandi án
fastrar viðveru liðsmanna geim-
hersins. Einungis þyrfti viðveru
manna til að sinna tilfallandi
viðhaldi og viðgerðum.
8.400 liðsmenn geimhers
Geimher Bandaríkjanna var
stofnaður í desember 2019 og er
um að ræða sjálfstæðan her sem
starfar undir flugher Bandaríkj-
anna. Er það sambærilegt við
það hvernig landgönguliðar (e.
USMC) starfa undir sjóhernum.
Liðsmenn geimhersins eru um
8.400 og er um að ræða fámenn-
asta her bandaríska heraflans.
Meginverkefni geimhersins er
að samhæfa, þjálfa og útbúa
hermenn svo þeir geti framkvæmt
aðgerðir í geimnum sem bæta
getu hersveita Bandaríkjanna og
bandamanna þeirra í átökum.
lJónahvolfið fangar athygli hersins
Geimherinn vill
aðstöðu á Íslandi
Ljósmynd/USSF
Leiðtogi Bradley Chance Saltzman
hershöfðingi er yfir geimhernum.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Telja sig hafa
dregist aftur úr
lRíkislögreglustjóri fagnar fénu
„Verkefnin eru ærin og við erum
ákaflega ánægð með þessa viðbót,“
segir Sigríður Björk Guðjónsdótt-
ir ríkislögreglustjóri um auknar
fjárveitingar til löggæslu í fjárlaga-
frumvarpi næsta árs. Eins og komið
hefur fram í Morgunblaðinu verða
fjárveitingar til lögreglu auknar um
900 milljónir króna auk þess sem
500 milljónum er varið aukalega til
aðgerða gegn skipulagðri brota-
starfsemi.
Sigríður Björk segir að nú
verði beðið eftir því hvernig Jón
Gunnarsson dómsmálaráðherra
og ráðuneyti hans úthluti þessum
auknu fjárheimildum. Fyrir liggi
fjöldi minnisblaða og skýrslur um
hvað þurfi að bæta innan lögregl-
unnar, sem séu unnar ár hvert
þegar lögregluembættin geri sínar
rekstraráætlanir.
„Þetta er mikilvægt og við höfum
bent á það lengi. Það þarf styrk-
ingu. Bæði þarf að fjölga lögreglu-
mönnum og það er í vinnslu.
Eins eru önnur verkefni sem hafa
beðið, það þarf til dæmis að stytta
málsmeðferðartíma,“ segir Sigríður.
Jón Gunnarsson sagði í viðtali við
Morgunblaðið á dögunum að fjölga
þyrfti teymum sem rannsaka og
greina skipulagða brotastarfsemi
en auk þess að styrkja almenna
löggæslu. Sigríður tekur undir það.
„Það hefur sýnt sig í þeim atburð-
um sem hafa nýlega átt sér stað,“
segir hún.
Samtök sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu sendu frá sér
yfirlýsingu í byrjun vikunnar þar
sem þessum áformum um að
styrkja lögregluna á landsvísu var
fagnað. Samtökin bentu jafnframt
á að nauðsynlegt væri að styrkja
lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.
„Á höfuðborgarsvæðinu búa um
64% landsmanna. Hlutfall lögreglu-
manna á höfuðborgarsvæðinu hefur
hins vegar lækkað úr því að vera
47% af starfandi lögregluþjónum á
landinu á árinu 2010 í 39% á árinu
2022,“ sagði í tilkynningunni.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri
í Mosfellsbæ og formaður stjórnar
Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu, kvaðst í samtali við
Morgunblaðið hafa gríðarlegar
áhyggjur af því að höfuðborgar-
svæðið væri að dragast aftur úr.
„Nú eru starfandi lögregluþjónar
í 1,2 stöðugildum á hverja þúsund
íbúa hér á þessu svæði og er það
langlægsta hlutfall á landinu.
Auk þess er hverfislögreglan sem
áður þekktist nær horfin. Það
vantar lögreglumenn sem hafa
staðarþekkingu, til dæmis til að
sinna forvörnum og stilla saman
strengi þegar kemur að börnum og
ungmennum. Nú er hálft stöðugildi
samfélagslögreglumanns á öllu
höfuðborgarsvæðinu en að okkar
viti ættu að vera tvö slík stöðugildi
á hverja stöð. Þetta myndi skipta
mjög miklu máli.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir
Regína
Ásvaldsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Lögregla Mörg stór og flókin mál
hafa komið upp að undanförnu.